Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 39
FRJAL5 VERZLUN 39 VERZLANIR HIBYLAPRYÐI Rœtt við Aðalstein Hallsson um húsgagnamarkaðinn og starírœkslu verzlunarinnar. ÞAÐ fyrsta, sem ungt fólk hugs- ar um, þegar það er að stofna heimili, er að eignast falleg hús- gögn, og þeir eru margir aðilarnir í Reykjavík og nágrenni, sem vilja gjarnan selja þeim þessi fallegu húsgögn. Við Hallarmúla er glæsileg hús- gagnaverzlun, sem heitir Híbýla- prýði, og sem þrífst vel, þrátt fyr- ir harða samkeppni. Eigendur hennar eru bræðurnir Aðalsteinn og Erlingur Hallssynir, og FV ræddi stundarkorn við Aðalstein um reksturinn. — Verzlunin var upphaflega sofnuð árið 1962, en við bræðurn- ir keyptum hana 1965. Hún hefur alltaf verið starfrækt í Hallar- múla og er líklega ein af mjög fá- um húsgagnaverzlunum í bænum, sem hefur húsnæði sérstaklega teiknað fyrir þesskonar verzlun. Annars erum við reyndar, eins og allir aðrir, sem verzla með hús- gögn, í hálfgerðum vandræðum með sýningarpláss, því þótt gólf- flöturinn hjá okkur sé stór og sérstaklega til þess gerður, er margt að sýna og það tekur mikið pláss. — Hvers konar húsgögn eruð þið helzt með? — Við erum, ef svo má segja, með öll almenn húsgögn. Markað- urinn er svo þröngur, því miður, að það er varla hægt fyrir verzlan- ir að hafa sérsvið eins og t. d. að verzla eingöngu með skrifstofu- húsgögn eða þess háttar. — En hvaða viðartegundir selj- ið þið þá mest? — Það er langmest sala í tekki. Pallisander og eik seljast einnig vel, en svo aftur lítið af öðrum viðartegundum. Áklæðin, sem við notum, eru einkum úr draloni og alull. Fyrst eftir að við byrjuðum, fluttum við töluvert inn af á- klæði, en erum nú að mestu hælt- ir því. íslenzka framleiðslan er sízt verri, og við skiptum mest við Gefjun. Hvað stíl snertir, er hann ennþá fremur léttur, en ekki eins léttur og hann var fyrir nokkrum árurn. — Hvaðan fáið þið ykkar sölu- varnig? — Við höfum samband við nær alla framleiðendur hér á landi og reynum að velja það bezta, sem þeir hafa á boðstólum. Svo erum

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.