Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 37
FRJALS VERZLUN 37 valdi hana sjálfur til að leika Elizu Doolitle í kvikmyndinni „Pygmalion“, þegar hann gaf loks leyfi til að kvikmynda leikritið. Susannah York hlaut hlutverk dóttur þeirra, Margaret, en marg- ir munu minnast York úr Tom Jones. Er hún í hópi efnilegri leik- Orson Welles og Paul Scofield í hlutverkum sínum í „Man of all seasons“. kvenna í Bretlandi um þessar mundir. Wolsey kardinála leikur Orson Wells, enda er hann svo að segja sjálfkjörinn í það hlutverk. Þá má og nefna Robert Shaw sem Hinrik VIII., Leo McKern sem Thomas Cromwell, Nigel Daven- port sem Hertoginn af Norfolk, John Hurt og Corin Redgrave. Semsagt — valinn maður í hverju hlutverki. Thomas More var merkur mað- ur fyrir margra hluta sakir, heim- spekingur, ræðumaður, rithöfund- ur, stjórnmálamaður og lögvís- indamaður. Á sínum yngri árum samdi hann Útópíu — bókina um þjóðfélag fullkomnunarinnar, en í leikriti sínu tekur Bolt aðeins fyr- ir sjö síðustu æviár More, eða frá 1528 til 1535. Hinrik VIII. hefur gert More að eftirmanni Wosley kardinála sem kanslara, og More þykir með eindæmum réttsýnn og heiðarlegur embættismaður. Hann safnar ekki í kringum sig gæðing- um eða veitir bitlinga, sem var í tízku og er reyndar enn. Þessi em- bættisveiting Hinriks konungsvar þó fyrst og fremst gerð í sérhags- munaskyni. Hann vildi geta siglt óáreittur í ólguhafi kvennamála sinna, því að um þessar mundir var hann leiður á kerlu sinni, en ástfanginn af hinni fögru Ann Boleyn, sem hann átti reyndar síðar eftir að gera höfðinu styttri. Þar sem Hinrik vissi, að kirkjunn- ar menn mundu ekki láta það kyrrt liggja, ef hann skildi við drottningu sína til að eiga Boleyn, ákvað hann að koma veraldlegri manni í kanslaraembættið. Og sá TAMNING Maður er nefndur Franco Zeffi- relli. Hann er 44 ára að aldri, fæddur í Vín, og er af mörgum talinn einn leiknasti Shakespeare- leikstjóri hvíta tjaldsins, sem uppi er um þessar mundir. Síðasta kvikmynd hans í þessum efnum er „Taming of the shrew“, sem hann framleiddi á síðasta ári, ásamt Liz og Richard Burton. Þau fóru með aðalhlutverkin, en hann sá um leikstjórnina. Franco Zeffirelli er upphaflega leikmyndateiknari, en hefur náð mun víðtækari þekkingu í leik- bókmenntunum á löngum starfs- aldri. í sex ár hafði hann mikinn áhuga á því að festa þetta verk Shakespeares á filmu, en það er í hópi fyrstu leikrita meistarans og er aðeins léttvægur gamanleik- ur. í fyrstu hafði hann hug á að gera verkið að ítalskri gaman- kvikmynd með Mastroianni og Sophíu Loren í aðalhlutverkum, en þegar hann sá Burton leika Hamlet á sviði í New York, var teningnum kastað, eins og hjá landa hans nokkrum öldum fyrr. Burton skyldi leika Petruchio og Taylor Katharinu, óhemjuna, sem enginn karlmaður vildi ganga að eiga. Til að gera þessa mynd fengu framleiðendurnir til umráða stærsta kvikmyndaver veraldar, en það er í eigu De Laurentii og stendur nokkra kílómetra fyrir sunnan Róm. Upptakan hófst 21. maður var Sir Thomas More. Hann reyndist konungi dyggur þjónn í byrjun, en þegar konung- ur fór að garfa frekar í skilnaðar- málum sínum, gat More ekki leng- ur beygt höfuðið í auðmýkt. Hann sýndi þó konungi aldrei neina þvermóðsku, heldur fékk lausn frá embætti, en Hinrik taldi þó réttara að koma þessum gamla vini sínum og einlægum þjóni fyr- ir kattarnef. Var More hálshöggv- inn eftir að hafa verið dæmdur fyrir svik, sem enginn fótur var fyrir. ÓTEMJU marz 1966, og henni var lokið í lok ágúst sama ár. Burton birtist fyrst framan við tökuvélarnar 4. apríl, en Taylor 3. maí, þannig að það tók eiginmanninn 91 dag að ganga frá hlutverki sinu en eigin- Hjónin Taylor og Burton eru Htt viðmótsþýð gagnvart hvort öðru í „The taming of tlie Shrew“. konuna 75 daga. En frúin fékk aldeilis að kenna á grimmd eigin- manns síns, því að henni var velt upp úr aur, barin, hýdd og mis- þyrmt á ýmsa vegu, en eiginmað- urinn hafði þá afsökun, að hann gerði aðeins það, sem hlutverkið

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.