Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 20
20 FRJALS VER2LUN 5iS$tttf olíukaup, — en fyrst og fremst einstaklinga eða einkafyrirtæki, og þá er heldur ekki sama, hvers konar vörur um er að ræða. Ég leyfi mér þó að hallast að þeirri skoðun, að þetta grund- vallarlitla verðlagseftirlit sé ekki aðeins vafasamur hagnaður neyt- enda, heldur og mjög tvísýnn. Þetta kerfi getur svo auðveldlega stuðlað að rýrnandi hag neytenda og þar með þjóðarinnar í heild. En kostnaðurinn einn við gagns- lítið eftirlit eru útgjöld fyrir neyt- endurna, sem þó er sagt, að eigi að vernda gegn óhóflegu verðlagi. Þannig geta hlutirnir snúizt við, án þess að nokkur stjórnmálamað- ur, hvað þá flokkur, treysti sér til að hrófla við þeim hugmynd- um, sem barnar voru miskunnar- laust í kjósendur um langt ára- bil, ef á reynir. Það er ekki eins auðvelt að berja það út, sem búið er að troða inn í heila fólks — og það af öllum stjórnmálaflokkum — eins og að smeygja því inn. Þjóðinni hefur verið kennt það, að hagsmunir hennar byggðust fyrst og fremst á opinberu verð- lagseftirliti, og það svo duglega, að hún hefur almennt talið sínum hag bezt borgið oft á tíðum með því: ,,að verðlagseftirlitið væri hert“, án þess þó að gera sér grein fyrir því, hvað þetta eftirlit byggðist á veikum grunni. Það er auðvelt að segja: eftirlit! en annað að framkvæma það. HANN FYLGIST MEÐ í daglegu starfi er hann háður þróun tímans — þeim öru breytingum, sem gerast kringum hann. Hann les Frjálsa verzlun — því hann er maðurinn, sem fylgist með. FRJALS VIERZI-IJM

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.