Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 8
B FRJALS VERZLUN og geta á sama tíma nýtt okkar ódýru orku við öflunina. Skapast því sérlega jákvæð afstaða gagn- vart þessu. Með því t. d. að vinna salt úr sjónum, má koma við báð- um þáttum, jarðhita, 5—10 um ódýrari en hitaorka almtnr.’ og raforku. Okkar megin rmirk- mið er þannig í raun og ver' ny',- ing á jarðhita cg raforku, en ht.a- efnin eru hjáli_argögn við nýt- ingu þeirra, fremur en verðm-cti sem slík. Þegar svona ver';-;fni eru tekin fyrir eins og við crum að reyna að gera í sjóefnavinnslu, er leitast við að velja þær aðferð- ir, sem nýta okkar sérstöku við- horf, það er að hafa ódýran hita- gjafa og dýra raforku. Þannig hugsum við okkur að geta fram- leitt það, sem til kæmi, töluvert ódýrara en aðrir. Orka er það stór þáttur í framleiðslu kemískra efna, að með því að sameina áhrif beggja orkulinda, hljótum við að standa vel að vígi. F.V.: Hver eru þessi efni? B. L.: Við höfum rannsakað sjó- efnavinnslu á nokkuð breiðum grundvelli, en aðallega staðnæmst við magnesíum til þess að koma orku við á sem hagkvæmastan hátt. Þó að magnesíum hafi óneit- anlega verið sérstaklega undir smásjánni, kemur margt annað til. Mg er unnið úr magnesíum- klóríði, MgClo, sem er raunar fyr- ir hendi sem slíkt í sjónum. Frem- ur er þó óaðgengilegt að vinna það alveg beint og koma því til hliðarleiðir. Það, sem venjulega er gert, er að fella MgClo út með kalki og væntanlega yrði lík að- ferð notuð hér, t. d. með skelja- sandskalkvinnslu við Faxaflóa. Til þess að geta nýtt orkuna vel á þennan hátt, þurfum við þó að fara nýjar leiðir við að vinna MgCL, úr magnesíumhídroxíði Mg(OH)o því, sem þar myndast. Á þessu stigi þurfum við hjálpar- efni og það, sem við höfum í huga, er salt, og komum við þá að frum- þætti málsins, sem er saltvinnsla. F.V.: Svo viS skiótum inn í einni spurningu. í hvað er magn- esíum notað? B.L.: Magnesíum er talsvert not- að sem sjálfstæður málmur í ýmsa létta hluti og svo einnig í málm- blöndur, t. d. ál. Ég tel að vax- andi eftirspurn sé eftir þessum málmi, en það er ekki langt síðan hann fór að ryðja sér til rúms. Nú er þannig að rofa til fyrir markafii og um mjög vaxandi ■'ramleiðslu er að ræða. F.V.: Svo við snúum olckur þá c;.''ur aö saltvinnslu. B.L.: Já, eins og ég sagði áðan er salt frumskilyrðið til að ná árangri í sjóefnavinnslu. Salt er mjög mikilvægt hráefni og er varla tiltækilegt að koma upp al- hliða efnaiðnaði hér án þess að geta framleitt salt hér á landi. Við höfum í fjöldamörg ár verið að rannsaka þetta atriði og það, Baldur Líndal efnaverkfræðingur. Hann lagði grundvöllinn að kísil- gúrverksmiðjunni við Mývatn. sem við höfum staðnæmst við nú vegna margra hluta, er jarðsjór á jarðhitasvæði á Reykjanesi. Þar er að finna salt hveravatn, sem er saltara en sjór. Þarna er um að ræða nokkuð frábrugðna efnasamsetningu frá venjulegum sjó, þótt upprunalega sé um venjulegan sjó að ræða. Við álít- um, að með því að bora eftir þessu salta hveravatni og um leið gufu, megi framleiða hér mjög ódýrt salt. Þetta er frumþáttur málsins og verður fyrst að ganga úr skugga um, hvort við getum eða getum ekki framleitt þetta. Boranir hafa þegar hafizt og höf- um við fengið fjárveitingu fyrir tveimur sæmilega djúpum holum. Fyrri holan er nú langt komin og var látin gjósa á 300 metra dýpi. Fékkst þar mikil gufa og salt vatn eins og vonazt var eftir. Ef allt gengur þarna að óskum með frek- ari rannsóknir, þá opnar það leið- ina til meiri framkvæmda á þessu sviði. F.V.: Ef vel fer4 er hér um aS rœSa mikla framleiSslumögu- leika? B.L.: Til þess að hefja nýja iðn- grein, þá er það segin saga, að séraðstöðu þarf til, hvort sem hún er varanleg eða ekki, en hana þarf. Á Reykjanesi höfum við eitt slíkt sérstakt fyrirbrigði, sem er vandfundið annars staðar og auk þess orkumöguleikar. Við vit- um auðvitað, að allt þarf sitt þró- unarskeið, en, ef svo fer, sem við vonum, getur orðið hér um að ræða það stærsta, sem við þekkj- um, eða höfum nokkurn tíma hugsað. F.V.: HvaS me3 frekari fram- kvœmdir? B.L.: Þetta er auðvitað allt nokkuð óheflað ennþá, en ef við minnumst á saltvinnsluna t. d. nánar, þá myndum við vinna annað líka með, t. d. kalí, sem við gætum bæði notað hér innan- lands til áburðarþarfa og flutt út, og svo væntanlega bróm og þar að auki smáefni, sem fylgja með í þessu. Hvernig þetta svo yrði byggt upp, er enn óútkljáð og ekki hægt að segja ákveðið um, á þessu stigi málsins. Sama er að segja um aðra efnavinnslu á þessu sviði, sem minnst hefur verið á, og kemur til greina. Þó er þegar fyrir hendi starfsrásarkerfi fyrir víðtæka efnavinnslu, sem verður tekið til frekari meðferðar, þegar aðstæður leyfa. Frumathuganir um stofnkostnað hafa einnig' verið gerðar. F.V.: A3 lokum Baldur.. hva3 um fjárhagshli3ina? B.L.: Það er flestum augljóst, sem kynna sér þessi mál, að svona fyrirtækjum verður ekki hrint í framkvæmd nema í einhverskon- ar samvinnu við erlenda aðila, bæði hvað snertir markaði og fjár- magn. Það er með þetta eins og allt annað, það þurfa allir að græða.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.