Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 15
FRJAL5 VERZLUN 15 Flugfreyjur þurfa stundum að sinna öðrum störfum. Hér er Anna með bandarískum geimförum, sem Ieiðsögumaður. nokkurt frí á milli flugferða, ann- aðhvort hér heima eða erlendis. Venjuleg flugferð gengur þannig fyrir sig, að áhöfnin er vakin klukkutíma fyrir mætingu á Reykjavíkurflugvelli. Þaðan er ekið til Keflavíkur, sem tekur um 40 mínútur. Þegar þangað er kom- ið, er vélin athuguð og flugfreyj- urnar byrja þá á því, að kanna, hversu margir farþegar verða meðferðis, hvort einhver þeirra þurfi sérmeðferð, og hvort matar- birgðir séu nægar. Við erum yfir- leitt sex eða sjö, og skiptumst þá þrjár í frameldhús og þrjár eða fjórar í það aftara. Eftir flugtakið er blöðum útbýtt og svo farið af stað með barinn. Þetta tekur að sjálfsögðu nokkurn tíma, þar sem farþegarnir geta verið allt að 180. Þegar allir hafa fengið glös, sem vilja, er maturinn orðinn heitur og er borinn fram með rósavíni eða rauðvíni, eftir því sem við á. Á eftir fylgir svo kaffi og koníak, og að lokum er boðinn söluvarn- ingur. Þá er yfirleitt farið að líða að lendingu, svo að þú sérð, að það er ekki mikið um frístundir 1 loftinu. — Þegar þið nú dveljizt erlend- is, hvað gerið þið helzt, og hvernig er aðbúnaðurinn? — Það er misjafnt, hvað við ger- um, og fer nokkuð eftir því, hvar í heiminum við erum staddar. Mér finnst alltaf gaman að koma til Kaupmannahafnar, því að ég á þar margt skyldfólk og vinafólk, og get því farið mikið í heimsókn- ir. í New York er einnig mjög gaman að vera, þar er helzt farið út að borða eða í leikhús. — Hvað aðbúnað snertir, útvega Loftleiðir okkur hótel og við fáum svo 20 dollara á dag fyrir mat. Við ráð- um því auðvitað sjálfar, hvernig við ráðstöfum þeim peningum. Það kemur fyrir, að við þurfum að dvelja nokkra daga í senn erlend- is, og notum við þá alltaf sömu hótelin. — Hvernig á góð flugfreyja að vera, Anna? — Góð flugfreyja á fyrst og fremst að líta á sig sem þjónustu- stúlku, en ekki gestgjafa. Hún á að sjá um, að farþegum líði vel, þeir séu ánægðir og verði ekki fyrir óþægindum. Flugfreyjur geta þurft að fást við erfið vandamál og verða því að geta stillt skap sitt og talað við fólk af einlægni. Margir eru hræddir við að fljúga, og það verður að leiða huga þeirra að einhverju öðru en flugferðinni. — Farþegarnir bjóða ykkur stundum út, ekki satt? — Jú, það kemur einstaka sinn- um fyrir, og þá reynum við kurt- eislega að útskýra, að það sé al- gerlega bannað. — Hvað með giftingatilboð? — Þetta er nú nokkuð nær- göngul spurning, og ég held, að ég svari henni helzt þannig: Það get- ur ýmislegt gerzt í Loftleiðavél í 20 þúsund feta hæð.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.