Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 34
34 FRJÁLS VERZLUN KVIKMYNDIR FRED ZINNEMANN FRJÁLS VERZLUN kynnir nýjar kvikmyndir, sem vœntanlegar eru hingað til lands, og hinn snjalla leikstjóra FRED ZENNEMANN. Fred Zinnemann heitir hann, einn snjallasti leikstjóri kvik- myndagerðarinnar í dag. Þau eru æðimörg stórvirkin, sem hann hefur unnið á þessu sviði á tæp- lega hálfri öld, þó að hinu sé ekki að leyna, að mistök hafi hann einnig gert. En það verða altént stórvirkin, sem halda munu nafni hans á lofti, því að hver man ekki eftir „High Noon“, „Héðan til ei- lífðarinnar“, „Nunnunni", og hver bíður ekki í ofvæni eftir því að sjá síðasta sköpunarverk hans, — „A man for all seasons" — sög- unni af Henry More — en mynd- in var lofi hlaðin á síðasta ári og það að verðleikum. Fred Zinnemann er Austurríkis- maður — fæddur í Vín árið 1907. •Listgáfa hans kom snemma fram, en í fyrstu hugði hann á frama sem fiðluleikari. Brátt gerði hann sér ljóst, að tónleikahald var of einskorðað fyrir listgáfu hans. Hann sneri sér því í fyrstu að laganámi, en þegar hann sá kvik- myndir Von Stroheims og King Vidors, vissi hann hvert hugurinn stefndi. Hann ætlaði að verða k vikmyndaleikari. Leiðin lá til Parísar á kvik- myndaháskóla þar, þar sem hann lærði undirstöðuatriði kvikmynd- unar, en síðar vann hann fyrir sér sem aðstoðarkvikmyndatökumað- ur bæði í París og Berlín. Vestur um haf hélt hann 1929 til að kynna sér kvikmyndahljóðtækni í frumbernsku hennar. í Holly- wood kom hann meðal annars fram í „Tíðindalaust frá vestur- vígstöðvunum“, sem frumsýnd var 1930, og er það í eina skiptið, sem Zinnemann hefur sézt framan við kvikmyndatökuvélarnar. Fyrsta tækifæri sitt fékk Zinne- mann svo 1931, er honum var fal- ið að gera heimildarkvikmynd um líf og hætti fiskimanna í nánd við Vera Cruz. Þótti sú mynd takast með ágætum, en hann mátti þó bíða til 1936, að Metro-Goldwyn- Meyer gaf honum næst tækifæri. Leikstjórinn Fred Zinnemann. Voru það nokkrar stuttar kvik- myndir. -En fyrir næstu mynd sína ári síðar hlaut hann fyrstu aka- demíuverðlaun sín. Var það „That mothers might live“, sem segir frá verkum Dr. Ignaz P. Semmel- weiss, þekkts ungversks læknis. í kjölfar fylgdu svo nokkrar veigaminni myndir, en árið 1942 stjórnaði Zinnemann svo saka- málamyndinni „Kid GloveKiller“, sem segir frá hljóðlátum eltinga- leik tæknideildar rannsóknarlög- reglunnar við morðingjann í stað mynda með byssuskothríð og of- dirfsku, sem áður tíðkuðust. Myndin fékk góða dóma, og litlu síðar kom „Eyes in the night“. Hún fjallaði um áþekkt efni, þar sem blindur lögreglumaður kem- ur upp um njósnara nasista, en nú brást Zir.nemann bogalistin og gerði slæm mistök. Betur tókst til um næstu mynd, er nefndist „The seventh cross“. Nasisminn er enn á dagskrá, en nú segir frá andnasista, sem slopp- ið hefur úr fangabúðum í kring- um 1936, og tilraunum hans til að komast út úr Þýzkalandi. í aðal- hlutverkum voru Spencer Tracy, Signe Hasso og Hume Cronyon. „Little Mister Jim“ hét næsta mynd, mun léttari á metunum — þó ekki slæm, þrátt fyrir þunnt efni, en „My brother talks to horses“, sem fylgdi þar á eftir, reyndist vera fíaskó — sumir segja versta mynd, sem Zinne- mann hafi nokkru sinni iátið frá sér fara. James Craig og Frances Gifford fóru með aðalhlutverk í fyrri myndinni, en Peter Law- ford og Edward Arnold í þeirri síðarnefndu. Árið 1948 gerir Zinnemann svo myndina „The search“, en hún segir frá litlum tékkneskum dreng, sem verður viðskila við fjölskyldu sína í umróti styrjald- arinnar, en finnur þó aftur móður sína með aðstoð góðra manna. í aðalhlutverkinu er Montgomery Clift. Mikið hefur verið ritað um þessa mynd, flestir lofa hana, en aðrir telja hana heldur lítils virði í samanburði við ýmis önnur verk Zinnemanns. En þarna fékk Clift sína fyrstu verulegu frumraun, og þeir Zinnemann áttu eftir að bralla ýmislegt saman síðar. „Act of violence“ hét næsta mynd, og þar tekur Zinnemann efnið mun fastari tökum. Þar segir frá ung- um verkfræðingi, fyrrverandi her- manni, sem viðstaddur er opnun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.