Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 41
FRJÁLS VERZLUN 41 AD KOMA FRAM í SJÓNVARPI... MARGUR hugsar lítið um list- ina að koma vel fyrir í útvarpi eða sjónvarpi, fyrr en allt í einu honum sjálfum stendur til boða að koma fram í öðru hvoru þess- ara fjölmiðlunartækja. Þó er það svo með þessa list sem aðrar, að fæstum ferst hún vel úr hendi án einhvers undirbúnings. Nauðsynlegt er að öðlast góðan skilning á eðli þessara fjölmiðl- unartækja, áður en fram í þeim er komið. Hvort sem um fram- komu í útvarni eða sjónvarpi er að ræða, er gervimennska mjög óviðurkvæmileg, því enginn kem- ur áheyrandanum vel fyrir hlust- ir né áhorfandanum vel fyrir sjónir, nema hann hafi lag á að koma algerlega eðlilega fram í útsendingunni. UNDIRBÚNINGUR. Skipulagður undirbúningur auð- veldar tafarlaust orðaval, þegar að útsendingunni kemur, hvort sem hún er í formi beinnar ræðu, viðtals eða umræðna. Eftirfarandi spurninga er gott að spyrja sjálfan sig við upphaí' undirbúningsins: 1. Hver eru mikilvægustu atriði, sem ég þarf að minnast á varð- andi mál þetta? (Raðaðu þeim á iista eftir mikilvægi þei'ra). 2. Hverjir hafa áhuga á atriðum þessum? (Annar stuttur listi mjög mikilvægur. Sá mun hjálpa þér til að setja sjónar- mið þín fram á viðkunnanleg- an hátt og með hressandi sann- færingu). 3. Hvernig gæti ég komið atrið- um af lista 1 á framfæri á sem stytztan hátt í samræðum við einhverja af lista 2? 4. Gæti ég ekki fundið skemmti- lega mynd eða dæmisögu til að skýra atriðin á lista 1? 5. Hvaða óþægilegum spurning- um má ég búast við og hvaða röksemdafærslur get ég þurft að kveða niður? Hvernig get ég notfært mér eitthvert þess- ara til að koma höfuðsjónar- miðum mínum á framfæri? (Listi 1). 6. Hvers vildi ég láta spyrja mig, til þess að þessi höfuðsjónar- mið mín yrðu eðlileg, en þó hvöss andsvör? (Ritaðu þær spurningar niður í mjög stuttu máli). Byrjaðu mál þitt á djarflegan og skemmtilegan máta til að ná þegar í stað athygli hlustandans. Takist það ekki, missir hlustand- inn áhuga og slekkur á tæki sínu. Hafðu einnig hugfast, að endir máls þíns er ekki síður áhrifamik- ill en upphaf þess. Stuttar og gagnorðar setningar hafa mest áhrif. Notaðu venjulegt talmál, en forðastu orð og orðalag, sem eru hlustandanum torskilin. HANDRIT. Bezt er að handritið sé í 4-blaða broti, tví- eða þrídálka, og notaðu paonír, sem ekki skrjáfar. Reyndu alltaf að ljúka setningu neðst á blaðsíðu. Hafðu þerriblað undir hverri síðu til þess að geta rennt henni hljóðlega eftir borðfletinum. RÖDD OG FRAMSETNING. Framsetning máls þíns á að gefa til kynna vingjarnleika, hreinskilni. sannfæringu og greind VJNGJARNLEIKA er unnt að sýna með réttri tónhæð og óform- legu orðava'i. VINGTARNLEIKA er eytt með h'Vamiegri eða andlegri spennu, hárri röddu, skrautlegum orðatil- tækjum og áhugaleysi fyrir þeim, er þú ræðir við. SANNFÆRINGU er því aðeins komið á framfæri, að þér finnist mál þitt bæði skemmtilegt og mikilvægt og að það sé árangur eigin hugsunar, tilfinninga og at- hugana. SANNFÆRINGU vantar, þegar rök þín eru flöktandi. HREINSKILNI finnst á tafar- lausum svörum, samræmi og festu í framkomu og málfari. HREINSKILNI dylst, þegar skortur á undirbúningi orsakar flausturslegt eða stirt viðtal: þeg- ar heilinn reynir í ofboði að fram- kalla utanaðlærð minnisatriði, og í sjónvarpi þegar þú talar við ein- hvern, en horfir á eða beinir orð- um þínum til annars. GREIND er augljós, þegar þú talar af eigin reynslu og ályktun- um. GREIND er hulin, þegar þú japlar á margþvældum setning- um, hversu skynsamlegar, sem þær annars kunna að vera Notaðu alltaf sama raddstyrk og í viðræðum við eina persónuog mundu, að ekki er hægt að ætlast til að hlustandinn treysti þér full- komlega, nema hann finni, að þú sjálfur hafir fullkomið traust á þér og þínum málstað. Viljir þú leggja sérstaka áherzlu á eitthvert atriði, er áhrifaríkast að tala hægar og þýðar. Notfærðu þér þagnir vel, einkum þega’- þú hefu” máls á nýju atriði eða byrj- ar nð ræða um málið frá nýrri hlið. Andartaks þögn gefur hlust- anda tíma til að melta það. sem þú sagðir síðast, áður en þú vekur máls á öðru. Þögn er einnig góð til að leggja aukna áherzlu á næstu setningu á eftir. Tilbreytingarleysi er versti ó- vinur upplesarans. Til að forðast

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.