Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 33
FRJALS VERZLUN 33 milli um beztu sölustaðina á hverj- um stað og það er liður í þeirra þjónustu, að menn þurfi ekki að aka langar vegalengdir til að fá benzín, þegar lækka fer í tankn- um. Þó ekki sé um mikinn sam- keppnisgrundvöll að ræða, hlýtur öll samkeppni, í hversu smárri mynd, sem hún kann að vera, að vera til góðs. Auk þess hlýtur að koma að því, a ðolíuinnkaupin verði gefin frjáls og þá væri lítill hængur að samsteypu. — Hvenær verður hægt að kaupa benzín að næturlagi í höf- uðborginni? — Þetta mál er og hefur verið lengi í sameiginlegri athugun hjá félögunum. Til umræðu hefur ver- ið að taka upp sjálfsafgreiðslu á benzíni að næturlagi. Notaðar myndu sömu afgreiðsludælur og nú, en viðskiptavinurinn myndi stinga 100 kr. seðli í sérstakan seðlalesara, sem tengdur væri dælunni, og afgreiddi sig síðan sjálfur. Slíkir afgreiðsluhættir hafa verið teknir upp í mörgum löndum og fara ört vaxandi. Sótt hefur verið leyfis að setja slík tæki upp hér í Reykjavík en að svo komnu máli hefur ekki feng- ist samþykki borgaryfirvalda. Langt í land. — Hvenær fá íslendingar eigin olíuhreinsunarstöð? — Hér er enn langt í land með slíkar framkvæmdir. Olíuinnflutn- ingur til landsins árið 1967 var rúmlega 500 þús. lestir og af því magni nam gasolía um 350 þús. lestum. Margar olíuhreinsunar- stöðvar erlendis eru byggðar fyrir minna magn, en hér veldur það erfiðleikum hve gasolía er hlut- fallslega mikil á markaðnum. Far- ið hefur fram ítarleg athugun á rekstrargrundvelli fyrir olíu- hreinsunarstöð hér, en ekki tekizt að láta endana ná saman þannig að slík stöð gæti skilað hagnaði í samkeppni við innfluttar full- hreinsaðar olíutegundir. Að þessu hlýtur þó að koma fyrr eða síðar og málið er mjög í athugun. Þá er einnig verið að kanna framtíðarskipalægi fyrir risaolíuskip nútímans og framtíðarinnar, og hafa menn sér- staklega augastað á skipalægi ekki langt frá Reykjavík. Þar myndi Vilhjálmur Jónsson, framkvæmdastj. Esso. „Þá verður gaman að reka olíu- félag á íslandi. svo væntanlega rísa innflutnings- höfn og síðar olíuhreinsunarstöð. Þá verður öldin önnur. Eitthvað á þessa leið fórust for- ráðamönnum olíufélaga á íslandi orð og þannig mun málum háttað. fsland er harðbýlt land og at- vinnuvegirnir og útflutningurinn einhæfir. Olíuverzlunin er einn stærsti þáttur efnahagslífs okkar eins og framangreindar tölur segja til um, en eins og nú árar og hátt- ar hér á landi myndu hagsmunir frjálsrar olíuverzlunar ganga í berhögg við hagsmuni þjóðarinn- ar. Væntanlega eiga hagir þjóð- arinnar eftir að þróast í þá átt, að ríkisafskipti af olíuverzlun og jafnframt allri verzlun verði úr sögunni að sem mestu leyti, og að frjáls verzlun verði að raun- veruleika. Þegar þeir draumar rætast verður öldin önnur, en kannski verður líka komin önnur öld. BYSSUR SK0TFÆRI Erum einkaumboðsmenrt fyrir hinar heimskuraiu veiðibyssur og skotfæri frá Brno, Tékkóslóvakíu Hverfisgötu 6. Sími 20000. Pósthólf 905

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.