Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERZLUN 11 STJÓRNMÁL LAUSN EFNAHAGSVANDA- MÁLANNA Ríkisstjórn Sjálístœðisílokksins og Alþýðuflokksins œtti að geta tekizt á við vanda efnahagsmálanna og leyst hann. Eftir um það bil mánuð kemur Alþingi saman til fundar á ný (ef það verður ekki kallað saman fyrr vegna aðsteðjandi erfiðleika) og má þá búast við, að línurnar í stjórnmálum og efnahagsmálum fari að skýrast. Eftirfarandi stað- reyndir liggja þó nú þegar ljósar fyrir: • Atvinnuvegina og þá fyrst og fremst sjávarútveginn skort- ir 800—1000 milljónir, til þess að starfræksla geti hald- ið áfram. ® Þessi mikli vandi hefur þeg- ar leitt til bollalegginga og óformlegra viðræðna milli forystumanna stjórnmála- flokkanna og innan flokk- anna um þjóðstjórn, „ný- sköpunarstjórn“ eða kosn- ingar. Almenningur á erfitt með að skilja þessi stöðugu vandamál at- vinnuveganna, sem koma á hálfs árs fresti, og óska eftir meiri styrkjum. Maðurinn á götunni lítur á þessar styrkveitingar til sjávarútvegsins með tortryggni og bendir á útgerðarmanninn, sem býr í milljónahúsi og ekur um í dýrum bíl og segir, að þetta hafi hann eignast fyrir styrkina úr sameiginlegum sjóðum íands- manna. Útgerðarmaðurinn og fiskverk- andinn telur sig mæta algjöru skilningsleysi af hálfu stjórnar- valda og spyr, hvar þjóðin væri á vegi stödd, ef hún hefði ekki sjávarútveginn og fiskiðnaðinn. Kjarni málsins er sá, að strax í byrjun þessa árs var ljóst, að á þessu ári yrði að styrkja í fyrsta skipti í mörg ár bæði síldveiðam- ar og flestar greinar síldariðnað- arins. Gífurlegt verðhrun á síldar- lýsi og síldarmjöli ásamt nær al- gjörum aflabresti það sem af er sumarsíldveiðunum, gera það að verkum, að síldveiðibátar og síld- arverksmiðjur eru rekin með stór- felldu tapi. Er gert ráð fyrir, að þessar atvinnugreinar þurfi á styrkjum að halda, sem nema 350—400 milljónum króna. Á miðju sumri kom einnig í ljós, að nýtt verðfall var orðið á frystum fiskflökum á Bandaríkja- markaði og er talið, að þær kröf- ur, sem frystihúsaeigendur gera á hendur ríkissjóði, nemi allt að 300 milljónum króna. Að auki eru erfiðleikar í öðrum greinum sjá- varútvegs, bæði skreiðarverkun og saltfiskverkun, en hinir síðar- nefndu hafa þó ekki farið fram á neina ríkisstyrki. í kjölfar minnkandi útflutn- ingstekna hefur fylgt versnandi gjaldeyrisstaða og er nú mjög gengið á gjaldeyrisvarasjóðinn. Sú spurning, hvernig leysa eigi þennan tvíþætta vanda, tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveg- anna og rétta við stöðu þjóðarinn- ar gagnvart útlöndum, hefur valdið nýjum viðhorfum á stjórn- málasviðinu, bollaleggingum um breytta stjórn eða kosningar. Nú er aðeins eitt ár liðið, síðan nú- verandi stjórnarflokkar fengu traust þjóðarinnar til þess að halda áfram stjórn landsins og þess vegna er ekki að undra, þótt marga furði á þeim bollalegging- um, sem nú eru uppi innan stjórn- arflokkanna um breytingar á landsstjórninni. Vandamálið er þetta og það þarf að leysa, annað hvort með nýrri gengislækkun eða nýjum sköttum upp á 1000 milljónir. Stjórnarflokkarnir hafa meirihluta á Alþingi. Hvað er að? Svarið er tvíþætt. Umfang vandans er svo mikið, að stjórn- arflokkarnir hljóta að velta því fyrir sér, hvort þeir hafi bolmagn til að koma nauðsynlegum að- gerðum fram. Hvað segir t. d. verkalýðshreyfingin við hækkun söluskatts upp í 12% og að sú hækkun virki ekki á vísitöluna. Hins vegar er Ijóst, að ráðherrarn- ir eru orðnir þreyttir og ekki allir til stórræðanna. Sumir eru búnir að sitja í 12 ár, aðrir í 9 og enn aðrir færri. Gylfi Þ. Gíslason hefur undan- farnar vikur átt í óformlegum við- ræðum við forystumenn stjórnar- andstöðuflokkanna og kannað við- horf þeirra til stjórnarþátttöku.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.