Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 19
FRJALS VERZLUN 19 SVEINN ÁSGEIRSSON hagfræiingur, fyrrverandi form. Neytendasamtakanna: VERÐLAGSEFTIRLIT í HÖNDUM RÍKISINS EÐA SAMTAKA NEYTENDA? I Sú skoðun hefur fengið æ meiri lfiljómgrunn á síðustu árum, að yerðlagseftirlitið ætti að vera í höndum Neytendasamtakanna — m. k. að verulegu leyti, en ekki ^invörðungu á vegum opinberrar ííkisstofnunar. i Um leið og ég segi það hér, eins óg ég hef sagt það svo oft annars staðar, að ég er þessu algerlega sammála, þá ber að líta á það, að það hefur verið Neytendasamtök- unum algerlega ofviða hingað til að inna slíkt hlutverk af höndum af neinu gagni með þeim fjárhags- legu kjörum, sem þau hafa búið við. í jafnfámennu landi og voru væri slíkt aldrei hugsanlegt, með- an þau styðjast fyrst og fremst við árgjöld félagsmanna, sem búa úti um hvippinn og hvappinn í þessu stóra landi. Til þyrfti að „ Verðlagsskrif stof an hefur veikan grundvöll til að byggja á". koma almannafé, en reyndar lifir Verðlagsskrifstofan ekki á neinú' öðru. Hér gæti, eins og ýmsir aðr- ir en ég hafa bent á, auðveldlega komið til flutningur á því fé, án þess að neinu breytti, hvað hag ríkissjóðs snertir, en aftur á móti nokkru, hvað hag hins almenna neytanda viðkæmi. En hvaða rök má færa að slíkri skoðun? í fyrsta lagi þau, að ríkis- stofnun getur aldrei starfað á sama hátt og frjáls samtök þjóð- „V erðlagsskrifstof an hefur enga möguleika til að kanna sannleiksgildi þeirra orða, sem hún byggir ákvörðun sína á“. félagsþegnanna. Þau eru óháðari um starfsaðferðir og miðað við, að þær séu innan ramma almennt viðurkenndra hagsmunatilburða í þjóðfélagi voru, ættu þau að ná mun raunhæfari árangri en þær yfirborðskenndu og oft á tíðum eingöngu stjórnmálalegu aðferðir, sem hinar opinberu stofnanir beita — og er skipað að viðhafa. í öðru lagi myndi slíkt eftirlit í rauninni ávallt verða ódýrara í framkvæmd en opinbert. Því þarf ekki að færa rök að. Það er lög- mál. í 4. tölublaði Frjálsrar verzlun- ar er grein, sem ber fyrirsögnina: Valdníðsla. Þar segir m. a. „Á- lagningarprósentur, þar sem selj- andinn fær ákveðinn hundraðs- hluta, hvetja hann frekar til sölu á dýrum vörum heldur en ódýr- um, því þá verður álagning hans í krónutölum hærri“. Vissulega er mikið rétt í þessu, þótt þarna sé ekki öll sagan sögð, hvað snertir álagningarprósentur. Þær eru þó ekki hinar sömu fyrir allar vörutegundir. Annað mál er það, og það tel ég vera megin- galla gildandi ákvæða varðandi álagningu á innfluttum vörum, — ég tel aðallega hafa verið átt við í greininni, — að Verðlagsskrif- stofan hefur mjög veikan grund- völl að byggja á. Hún hefur nefni- lega nær enga möguleika til að kanna sannleiksgildi þeirra gagna, sem hún byggir allar sínar ákvarð- „Verðlagseftirlitið tvísýnn hagnaður neytenda og vafasamur". anir á. Það er ekki þar með sagt, að allir ljúgi. Ég held, að það geri mun færri en hinir. En hvernig á að þekkja þá, þegar ekkert kerfi er fyrir hendi til að kanna málið Kerfið getur stuðlað að rýmandi hag neytenda". í kjölinn. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um þau mál, þar sem ríkið annast um viðskiptin — t. d.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.