Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.06.1968, Qupperneq 9
FRJÁLB VERZLUN Björgvin Guðmundsson, deildarstjóri. GJALDEYRISDEILD BANKANNA GAF ÚT 58 ÞÚS. LEYFI 1967 Sagt frd yfirgripsmiklu starfi Gjaldeyrisdeildar bankanna, sem annast úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleYÍa í samrdði við ViðskiptamdlardðuneYtið, 9 Árið 1960 var Innflutningsskrif- stofan, sem hafði annazt úthlutun innflutningsleyfa, lögð niður. Samkvæmt lögum frá 25. maí 1960 var gjaldeyrisbönkunum falið að annast úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleyfa í samráði við við- skiptamálaráðuneytið. Til þess að anna þessu hlutverki mynduðu gjaldeyrisbankarnir, Landsbanki íslands og Útvegsbanki íslands sérstaka sameiginlega deild, Gjald- eyrisdeild bankanna. Tók hún við hlutverki Innflutningsskrifstof- unnar og hefur á undanförnum árum annazt úthlutun innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfa í samráði við viðskiptaráðuneytið. í reglugerð, sem viðskiptamála- ráðherra setti, hinn 27. maí 1960 um skipan gjaldeyris- og innflutn- ingsmála segir svo m. a.: „Inn- flutningur á vörum til landsins skal vera frjáls, nema annað sé ákveðið í sérstökum lögum eða í reglugerð. Sama máli gegnir um gjaldeyrisgreiðslur til útlanda. Úthlutun gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfa fyrir vörum og 'gjala- eyrisgreiðslum annast þeir við- skiptabankar, sem hafa með hönd- um kaup og sölu á erlendum gjald- eyri, í samráði við viðskiptamála- ráðuneytið. Þessir bankar eru nú Landsbanki íslands og Útvegs- banki íslands. í upphafi hvers árs og fyrir ár- ið 1960, þegar reglugerð þessi tek- ur gildi, ákveður ríkisstjórnin, að höfðu samráði við Seðlabankann, heildarupphæð leyfaúthlutunar í frjálsum gjaldeyri fyrir þær vör- ur, sem samkvæmt reglugerð eru háðar leyfum, og skiptir þeirri upphæð á milli vöruflokka. Upp- hæð hvers flokks nefnist kvóti hans, og skulu þessir kvótar aug- lýstir. Úthlutun fer síðan fram eftir því, sem viðskiptabankarnir ákveða í samráði við viðskipta- málaráðuneytið. Leyfi, sem gefin eru út samkvæmt kvótum, skulu gilda fyrir öll lönd, sem viðskipti fara fram við á marghliða grund- velli, eftir því sem nánar verður tekið fram, þegar kvótarnir eru auglýstir. Heimilt er ríkisstjórn- inni, að höfðu samráði við Seðla- bankann, að auka kvótana, ef ser- stakar ástæður eru fyrir hendi. Þegar ekki er um kaup frá jafn- keypislöndum að ræða, skulu víð- skiptabankarnir halda úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleyfa tiJ vörukaupa innan þessara kvóta. Þó getur rikisstjórnin, að höfðu samráði við Seðlabankann, heim- ilað úthlutun umfram kvótana, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Leyfisveitingar fyrir innílutn- ingi frá þeim löndum, sem verzlað er við á jafnkeypisgrundvelli, fara fram í samræmi við viðskipta- samninga eftir nánari reglum, sem ríkisstjórnin setur, að höfðu sam- ráði við Seðlabankann. Leyfisveitingar fyrir öðrum gjaldeyrisgreiðslum en til vöru- kaupa skulu fara eftir árlegri á- ætlun, sem ríkisstjórnin lætur semja og staðfestir, að höfðu sam- ráði við Seðlabankann. Endur- skoða skal áætlunina, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.“ Ákvæðum þessarar reglugerðar hefur verið framfylgt. í upphafi hvers árs hefur verið auglýst, hversu mikill innflutningskvóti þeirra vara, sem háðar væru leyí- um, skyldi vera hverju sinni. Út- hlutun hefur síðan farið fram þrisvar á ári. Úthlutun gjaldeyrisleyfa fyrir duldum greiðslum hefur hins veg- ar verið stöðug og hefur farið fram á fundum þeim, sem Gjald- eyrisdeildin og ráðuneytið hafa haldið tvisvar til þrisvar í viku á undanförnum árum. Á fundum þessum eru fulltrúar viðskipta- ráðuneytisins, Landsbanka íslands, og Útvegsbanka íslands. Frá því að Innflutningsskrifstofan var lögð niður og Gjaldeyrisdeild bankanna stofnuð, hafa allar gjaldeyrisafgreiðslur gengið mjög fljótt fyrir sig. Gjaldeyrisleyfi fyrir t. d. erlendum ferðakostnaði eru nú afgreidd á örskömmum tíma, oftast samdægurs, en á með- an Innflutningsskrifstofan var starfandi tóku slíkar afgreiðslur mjög langan tíma. Hið sama er að segja um aðrar gjaldeyrisafgreiðsl- ur. Þær eru nú afgreiddar með mjög miklum hraða. Hefur sú skipan gjaldeyrismála, sem verið hefur í gildi síðan 1960, reynzt mjög lipur og hraðvirk. Ástæðan fyrir því, að stjórnar- völdin lögðu Innflutningsskrif- stofuna niður og fólu gjaldeyris- bönkunum að annast leyfisveit- ingar í samráði við viðskiptaráðu- neytið, var sú, að ætlun stjórnar- valdanna var að gera innflutnings- verzlunina að mestu frjálsa. Þegar árið 1960 voru allmargar vöruteg- undir settar á frílista og síðan hafa nær árlega verið stigin stór skref í áttina til þess að gera inn- flutningsverzlunina frjálsa. Er nú

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.