Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 24
24 FRJALS VERZLUN YILHELM GUNNAR KRISTINSSON: ÞVÍ SEGI ÉG ÞAÐ... f síðasta blaði fjallaði ég um vöruval og harðvítuga sölu- mennsku. Nú hef ég hugsað mér að fjalla enn um harðvítuga sölu- mennsku, en á nokkuð öðrum grundvelli. Er hér um að ræða eins konar lífsreynslusögu af göt- unni og hver segir, að slíkur titill hljómi illa? — Viltu kaupa merki dagsins? spurði barn og mændi upp til mín saklausum barnsaugum. — Aðeins 10 krónur stykkið. Nei takk, laug ég, en þó með blíðu í röddinni (ég hef nefnilega tamið mér fyrirmyndarframkomu við börn, svona í von um betri kynslóðir). — Nei takk, endurtók ég, — ég er búinn að kaupa . . . — Hvar er merkið þitt þá? spurði barnið. — Ha? Merkið mitt? Ætli það sé ekki heima á eldhúsborði eða þá uppi á hillu. — Aumingja þú, svaraði þá barnið. — Þú ert svei mér óhepp- inn manni minn. Ég vorkenni þér sárlega og votta þér samúð fyrir mína hönd og fjölskyidu minnar. — Hvað ertu að segja barn? Ég hrökk hálfvegis við. — Hvað meinarðu? — .Tú, vinningarnir eru sko all- ir á mínum merkjum. — Vinningarnir? — Já, þú hefur ef til vill ekki tekið eftir því, að merkin eru öll númeruð og svo verður dregið bráðum. Bíllinn, sjónvarpið, trill- an, þvottavélin, vöruúttektin og svitameðalið og allt það. Þeir eru allir á mínum merkjum, vinning- arnir. — En hvernig í ósköpunum veizt þú þetta, barn? spurði ég og furðan í röddinni leyndi sér ekki. — Það er ósköp einfalt, sagði þá barnið. — Það er nefnilega svo- leiðis, að hún amma mín, sem er að vestan, og er komin yfir sjö- tugt, og hefur eytt hálfri ævi sinni á saltfiskreitunum, hún sagði mér þetta. Hana dreymdi þetta í nótt og hún er svakalega berdreymin, skal ég segja þér. — En hvers vegna í ósköpun- um keypti þá gamla konan ekki öll merkin? Hún hefði getað orð- ið stórrík og lifað flott, það sem eftir er ævinnar. — Ertu vitlaus manni minn? Barnið setti upp mun meiri merk- issvip, en það hafði haft áður. — Nei, það hefði verið það, sem gamla konan kallar að misnota gáfurnar, sem hann drottinn gaf henni við fæðingu. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Mér var nú orðið ljóst, að ég hafði lent í höndunum á harðvít- ugu sölumenni. Skynsamlegast hefði verið að bjarga sér á flótta, án tafar, en forvitnin varð flótta- hvötinni yfirsterkari, því barnið var öllum merkjasölubörnum ó- líkt. — Af hverju keyptir þú þá ekki merkin eða þá hann pabbi þinn? spurði ég. — Pabbi minn er á sjónum, mánaðartúr á Grænland, og mamma er alveg skítblönk. Þar að auki segir hún amma mín, að enginn í fjölskyldunni megi hag- nýta sér gáfurnar, sem hann drott- inn gaf henni í fæðingu. Hugsaðu þér nú bara, það gæti kostað ein- hver álög. Kannski beinbrot fram í 13. lið. Það væri agalegt. — Nú ert þú búinn að segja mér drauminn hennar ömmu þinnar. Hvaða tryggingu hef ég gegn beinbrotum fram í 13. lið, ef ég keypti af þér merki? — Ertu ekki einhleypur? spurði barnið. — Góða barn, ég má ekki vera að því að standa í þessu þófi. Ég verð að koma mér heim. Ég sagði þér áðan, að ég væri búinn að kaupa merki og það er staðfastur ásetningur minn, að gera það ekki, hvað sem öllum draumum líður. Nú geng ég mína leið og þú þína. Þetta er útrætt mál, ég ætla ekki að kaupa af þér merki og hananú. Ég sneri mér við og gekk leiðar minnar. Handan næsta götuhorns heyrði ég létt fótatak að baki mér. Ég lét sem ekkert væri og hélt áfram göngu minni. Allt í einu var sagt að baki mér: — Heyrðu manni minn. Ég get ekki skilið við þig sisvona. Ég meinti ekkert með því að spyrja, hvort þú værir einhleypur. Særði ég þig? Ég var bara að stríða þér. Þú hlýtur nú annars að sjá, hvaða skekkju þú gerir með því að kaupa ekki merki. Kauptu nú merki, annars sérðu eftir því, þeg- ar vinningsnúmerin verða birt. Þú gætir keypt þér allt mögulegt, sem hugurinn girnist, fyrir and- virði vinninganna. Ja, til dæmis nýjan frakka. Barnið leit með sýnilegri van- þóknun á gamla frakkann minn, enda keyptur á útsölu hjá Pétri og Páli fyrir 9 árum. Hver hefur annars ekki þörf fyrir svolítinn aukaskilding, núna í dýrtíðinni. Ég skal nú bara segja þér það, eins og hún mamma mín segir oft: maður fær nú ekki mik- ið fyrir hvern hundraðkallinn. Varla krydd í mat. — Éttann þá ókryddaðan, sagði ég og var búinn að fá nóg. — Ókryddaðan, ertu vitlaus manni minn? Þú ert alltof lítillát- ur af nútímamanni að vera. Hvað- an ertu eiginlega? En meðal ann- arra orða, ég held nú bara, að þú sért eitthvað skrítinn manni minn. Hér kem ég og býð þér í góð- mennsku minni nokkur merki til styrktar góðum málstað. Það vill svo til, að ég á ömmu, sem gat séð í draumi, að happdrættisnúmerin eru öll á mínum merkjum. Ég segi þér frá því, bíð þér að kaupa merkin á 10 krónur stykkið og fá að launum dýra vinninga. Þú hafnar og sýnir þar að auki alls kyns neikvæð viðbrögð. Hefði ég vakið þig upp klukkan hálfsex í

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.