Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 31
FRJÁLS VERZLUN 31 OLIUVERZLUN Á ÍSLANDI Olíuíélögin þrjú eru útilokuð írá allri samkeppni vegna viðskiptasamninganna við Rússa. Er rekstur þeirra þvi dulbúinn rikiseinokun? í eftirfarandi grein er gerS grein fyrir málefnum þessara þriggja olíufélaga. Er olíuverzlun á íslandi nokk- uð annað en dulbúin ríkiseinok- un? Er það þjóðinni til hags að hafa þrjú olíufélög, sem öll selja sömu vöruna og nota til þess þrjú kostnaðarsöm dreifingarkerfi. Öll hafa þau samvinnu sín á milli og neytendum hefur löngum þótt þau bjóða upp á harla litla þjón- ustu. Þeir, sem enn þurfa olíu til að hita upp húsakynni sín, verða yfirleitt að greiða olíuna við mót- töku, greiðslufrestur hefur verið afnuminn. í höfuðborginni er hvergi hægt að fá keypta olíu eða benzín eftir kl. 23.00 á sumrin og kl. 22.30 á veturna. Benzín- afgreiðslumönnum dettur ekki í hug að athuga olíu bifreið- ar, hvað þá þurrka af rúð- um, eins og siður er í öllum BP. Því skal ekki neitað, að þeir frjálsum löndum, þeir sletta benzíninu í tankinn, taka við greiðslu og segja ekki einu sinni ,,Sveiðþér“ fyrir vikið. Það þarf orðið dagslaun til að fylla tank- inn á meðalstórri bifreið. Olíufé- lögin hjálpa hvort öðru í flutn- ingum og með geymslu á birgðum út á land. Það er enga samkeppni að sjá, aðeins sameiginleg gróða- sjónarmið. Ekki hægt að reka. Með alla þessa gagnrýni í poka- horninu axlaði fréttamaður F. V. ritvopn sín og arkaði á fund ráða- manna olíufélaga á íslandi, sem góðfúslega höfðu fallizt á að láta yfirheyra sig um allan áðurnefnd- an ósóma. Við hittum þá alla að máli, Hallgrím Fr. Hallgrímsson hjá Skeljungi, Vilhjálm Jónsson hjá Esso og Önund Ásgeirsson hjá BP. Því skal ekki neitað að þeir höfðu góð og gild svör á reiðum höndum og brátt fór að sljákka rostinn í fréttamanni, því að stað- reyndin er sú, að það er alls ekki Önundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri BP. „Samkeppnin er hvergi harðari“. hægt að reka olíufélag á íslandi við núverandi aðstæður. Þetta eru að vísu einkafyrirtæki að nafninu til, en viðskiptafrelsið er ekkert og hagnaðurinn næstum eins og óþekkt stærð í illleysanlegri jöfnu. Þetta hljómar að vísu nokk- uð ótrúlega, þegar maður lítur á heildarveltu hvers fyrirtækis, því að þar er ekki um neinar smátöl- ur að ræða. Hjá Shell var heildar- veltan 402 milljónir. Hjá BP 504 milljónir og hjá Esso 758 milljón- ir, samtals 1664 milljónir eða næstum því eins og blessað- ur gjaldeyrisvarasjóðurinn okkar, þegar allt lék í lyndi. Hallgrímur hjá Skeljungi sýndi okkur með einföldum útreikningi, hvernig út- koman er hjá fyrirtækinu. Þegar ríkið og aðrir aðilar höfðu tekið sitt og greiddur hafði verið nauð- synlegur rekstrarkostnaður voru af þessum 407 milljónum aðeins eftir um 600 þús. krónur í rekstr- arhagnað. Við gerum ráð fyrir að svipaða sögu sé að segja af hinum félögunum. Sama olía, sama verð. Ástæðan er einföld, öll svart- olía, gasolía og bílabenzín er keypt af Rússum skv. gagnkvæm- um vöruskiptasamningum, sem endurnýjaður er á þriggja ára fresti og síðast nú fyrir nokkrum dögum. Þetta eitt útilokar alla samkeppni. Öll olíufélögin verða að kaupa sömu olíuna á sama verði og selja hana á verði, sem ríkið ákveður. Ekki vitum við, hver hagnaður félaganna er af hverjum benzínlítra, en hann get- ur varla verið mikill. Lítirinn kostar nú á benzínstöðvum um land allt kr. 9.30, af því hirðir rík- ið kr. 6.05 og Verðjöfnunarsjóður kr. 0.21. Þá eru eftir kr. 3.04 til greiðslu á innkaupsverði, fragt,

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.