Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 12
12 FRJALS VERZLUN Telja má víst, að svar Framsókn- arflokksins og beggja arma Al- þýðubandalagsins sé eitt og hið sama. Við förum ekki í ríkisstjórn nema að undangengnum kosning- um. En hvað mundu kosningar hafa í för með sér fyrir stjórnar- flokkana. Það er heldur ólíklegt, að þeir mundu halda sínum hlut óskertum og á það sérstaklega við um Sjálfstæðisflokkinn, sem er á ýmsan hátt vanbúinn þess að ganga til kosninga. Sumir Sjálfstæðismenn segja raunar, að flokkurinn hafi gott af að verða fyrir áfalli í kosningum og lenda í stjórnarandstöðu. Hnökrinn á þeirri röksemdafærslu er sá, að það er mjög ólíklegt að Sjálfstæð- isflokknum tækist að komast hjá stjórnarþátttöku, jafnvel þótt hann yrði fyrir verulegu fylgis- tapi í kosningum. Þá er einnig á það að líta, að stjórnarflokkarnir hafa viss spil á hendinni. í fyrsta lagi er aðeins rúmt ár, síðan kosningar fóru fram, og þjóðin veitti ríkisstjórn- inni ótvírætt traust í þeim kosn- ingum. í öðru lagi er stjórnarand- staðan klofin og illa stödd ámarga vegu. — Framsóknarflokkurinn stendur frammi fyrir hrikalegu ástandi innan samvinnuhreyfing- arinnar og er ef til vill aðeins tímaspursmál, hvenær sú spila- borg hrynur meðófyrirsjáanlegum afleiðingum. Alþýðubandalagið er lamað vegna innbyrðis klofnings og eru engar líkur á, að breyting verði á því ástandi í fyrirsjáan- legri framtíð. í þriðja lagi eru aðstæður ekki slíkar, að verka- lýðssamtökin geti rekið harða kröfupólitík. Líklegt má telja, að eitthvað bryddi á atvinnuleysi aftur í vetur, og hljóta verkalýðs- samtökin að telja það frumskyldu sína, að koma í veg fyrir atvinnu- leysi. Orsakir hins alvarlega ástands í efnahags- og atvinnu- málum liggja ljósar fyrir, og það væri fullkomið ábyrgðarleysi af hálfu verkalýðssamtakanna að snúast af einhverri verulegri hörku gegn nauðsynlegum ráð- stöfunum. Vígstaða ríkisstjórnarinnar er því í rauninni ekki eins slæm og ráðherrarnir hafa ef til vill talið sér trú um. Það er rík ástæða til að ætla, að samhent og sterk rík- isstjórn núverandi stjórnarflokka gæti komið fram þeim ráðstöfun- um, sem eru óhjákvæmilegar. Að vísu er alltaf sú hætta fyrir hendi, að Alþýðuflokkurinn hlaupi út undan sér á síðustu stundu, ef harðnar á dalnum og verkalýðs- samtökin reynast erfið, — en ætli Alþýðuflokkurinn komist ekki að raun um við nánari umhugsun, að þátttaka í þessari ríkisstjórn er honum býsna hagkvæm. Það eru því við nánari athugun allar ytri aðstæður fyrir hendi, til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins geti tekizt á við vandann, sem fram- undan er, og leyst hann. En ríkis- stjórnin þarf að uppfylla eitt skil- yrði, sem flokkast undir innri að- stæður, — það þarf að skipta um svo sem þrjá ráðherra í ríkis- stjórninni og leita nýrra ráðherra- efna utan þingflokkanna, því að innan þeirra eru þau ekki til. ILFORD ALLT TÍL LJÓSMYNDUNAR • Filmur • Stækkunarpappír • Framköllunarefni • Myndavélar • Sýningavélar • Linsur • Rammar fyrir litmyndir • Þrífætur • Ljósmælar • Magasín • Rafhlöður • Flashperur • Sýningatjöld • Borð fyrir sýningavélar • Framköllunartankar • FramköIIunarbakkar og margt fleira. HAUKAR HF. GRANDAGARÐI 5 SÍMAR 164B5 15579

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.