Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 21
FRJALS VERZLUN 21 ORÐ í TÍMA TÖLUÐ EINMENNINGSKJÖRDÆMI-ÖFLUG TRYGGING LYDRÆÐISINS 09 nánari tengsla 09 almennings stjórnmálamaiina. Með einmenningskjördœmum yrði dregið úr almœtti ílokksrœðisins. — Með því kœmi fram viljasterkir og dugmiklir einstaklingar. — Osennilegt að tveggja flokka kerfi verði komið á. — Unnt er að tryggja atkvœðamagn og þingmannatölu með u ppbótarsœtum. Fer áhugi almennings á þjóð- málum og stjórnmálum æ minnk- andi? Eru völdin að færast í fárra manna hendur, og það lýð- ræði, sem atkvæðaseðillinn á að færa mönnum, ekki eins traust og í fyrstu virðist? Þessar spurning- ar hafa leitað á huga margra und- anfarnar vikur og mánuði, og því miður virðast flestir komast að þeirri niðurstöðu, að nú sé um algjöra lægð að ræða í íslenzkum stjórnmálum. En af hverju vakna þessar spurningar nú? Er ástandið eitt- hvað verra þessa dagana, en það hefur verið undanfarin ár? Svo er ekki. Skýringin á því, að þessi mál eru nú svo ofarlega á baugi, er tvíþætt: í fyrsta lagi sú, að þegar þjóð- arbúskapurinn gengur vel heyrast færri óánægjuraddir; menn una við feng sinn og skyggnast minna yfir sviðið, en þegar illa árar. Það er alkunna, að íslenzka þjóð- in hefur átt við margvíslega er- fiðleika að etja að undanförnu. Aðalorsakir þeirra erfiðleika eru einnig öllum kunnir. Hitt er, og verður sennilega, endalaust deilu- efni, hvort stjórnvöldin hafi brugðizt rétt við þeim vanda, og hvort aðrir hefðu fundið á þeim hagkvæmari lausn. Hin skýringin er hinn óvænti stórsigur er dr. Kristján Eldjárn vann í forsetakosningunum, og ristir hún í raun og veru dýpra. Sem kunnugt er lögðu stuðnings- menn hans mikla áherzlu á það í kosningabaráttunni að dr. Kristj- án hefði aldrei verið „virkur“ þátttakandi í stjórnmálum og með kjöri hans gæfist fólki kost- ur á að mótmæla núgildandi flokkakerfi og stjórnmálamönn- um. Aftur á móti lögðu stuðnings- menn dr. Gunnars Thoroddsens áherzlu á að tefla stjórnmálaleið- toga fram í sinni baráttu og voru ósparir á að rifja upp afskipti frambjóðandans af stjórnmálum. Og þjóðin kvað upp sinn dóm. Hún hafnaði stjórnmálamannin- um. Mótmælti. Sézt á þessu, hversu mjög viðhorfin hafa breytzt frá 1952, en þá valdi þjóð- in stjórnmálamanninn fremur þeim, er ekki hafði nálægt þeim komið. — O — Enginn mælir því gegn, að með kjördæmabreytingunni 1959 var mikið óréttlæti og ósamræmi leið- rétt. Fyrir þá breytingu var mál- um komið þannig, að t. d. áttu 190 kjósendur á Seyðisfirði full- trúa á Alþingi, en í Gullbringu- og Kjósarsýslu þurfti kjördæma- kjörinn þingmaður 3396 atkvæði. Og hefði fullkominn jöfnuður átt að ríkja milli stjórnmálaflokk- anna, hefði þurftaðúthlutahvorki fleiri né færri en 60 uppbótar- þingsætum, í stað 11. Að þeirri kjördæmabreytingu lokinni, má segja, að tryggt hafi verið, að stjórnmálaflokkarnir fengju nokkurn veginn jafn marga fulltrúa og atkvæðamagn þeirra sagði til um. Þannig vant- aði aðeins tvö viðbótarþingsæti við síðustu alþingiskosningar til þess, að fullkominn jöfnuður næð- ist milli þingmannafjölda flokk- anna og atkvæðamagns þeirra. En hitt er jafnljóst orðið, að kjördæmabreytingin hefur orðið til þess að auka flokksræðið veru- lega, — þrengja hringinn um for- ustumenn stjórnmálaflokkanna og gera kjósendur að meiri og meiri hlutlausum áhorfendum, sem hafa engin afskipti af stefnu og störfum flokkanna. Það sem merkilegt má teljast, er, að hér róa allir stjórnmálaflokkar á sama báti. Enginn þeirra hefur séð sér hag í því, að opna sig fyr- ir áhrifum almennings. Ljósasta dæmið um fylgi forustumanna flokkanna við flokksræðið kom fram á Alþingi í vetur, en þar flutti Jóhann Hafstein dómsmála- ráðherra tillögu, sem miðaði að því að minnka enn möguleika manna til að rísa gegn flokksfor- ustunni. Tillagan var samþykkt með svo miklum yfirgnæfandi meirihluta atkvæða þingmanna, að þær raddir, sem á móti mæltu, verkuðu nánast sem hjáróma. Hið sama er uppi á teningnum við nefndarkosningar á Alþingi. Ár eftir ár eru sömu mennirnir kosnir í sömu nefndirnar, og ekki er fátítt, að alþingismenn velji sjálfa sig til þeirra starfa. Gildir

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.