Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERZLUN 47 vióskiptaheimurinn ARABALÖND Hússein konungur í Jórdaníu er sagður vera að því kominn að gefa út bók uim „sex daga stríðið“. Þar kemur fram, að Nasser hafi ekki óskað eftir stríði við ísrael. Vegna heimköllunar U Tha'nts á gæzlumönnum S.Þ. frá Akabaflóanum, hafi Nasser neyðzt til aðgerða. ísraelsmenn töldu lífshagsmunum sínum ógnað og hófu stríðið. BANDARÍKIN Gallup könnun frá 20. ágúst segir Nixon njóta fylgis 45 % kjós- enda, Humphrey 29%. Nixon leggur aðaláherzluna á kosningabarátt- una í nokkrum stóru iðnaðarfylkjanna í austri og norðri. Ef áætlun hans heppnast og Republikanar halda gömlu vígjunum í vestur- og miðfylkjunum er sigur vís. Ef staða Humphreys verður vonlítil kann Johnson að grípa til róttækra aðgerða í utanríkismálum, honum til bjargar. Áætlað er, að Bandaríkin sendi mannað geimfar umhverfis mánann í desember n.k. FRAKKLAND De Gaulle er neyddur til að endurskoða afstöðu sína til NATO, eftir innrásina í Tékkóslóvakíu. Þrátt fyrir stjórnmálaþrefið slitu Frakkar sig aldrei frá varnarkerfi NATO. Þeir hafa hersveitir í V.- Þýzkalandi og standa að loftvarnarkerfi V.-Evrópu, ásamt Bandaríkja- mö.nnum. Frönsku óeirðaseggirnir frá því í vor eru sagðir undirbúa veturinn. Margir þeirra voru í þjálfun á Kúbu í sumar. Skæruhernað- ur mun jafnvel í uppsiglingu. Óeirðir hefjast líklega þegar skólarnir taka til starfa. NATO Innrásarlið Rússa, er taldi 175 þúsund manns, sýndi dæmafáan hraða og hreyfanleik með hertöku Tékkóslóvakíu á einum morgni. Þetta skaut herfræðingum NATO skelk í bringu. Varnaráætlanir eru í endurskoðun. Efla verður herstyrkinn á landamærum V.-Þýzkalands og Tékkóslóvakíu, vegna tilkomu rússnesku herdeildanna þar. NORÐUR-VÍETNAM Takmarkað lofthernaðarhlé Bandaríkjanna er notað út í æsar. Vopnasendingar streyma með Kínajárnbrautinni. Haipong-höfn er dýpkuð og skipaumferð stóraukin. Brýr og járnbrautakerfið mun kom- ið í jafn gott ástand og fyrir lofthernað, árið 1965. Dauðsfall Banda- ríkjamanna í suðri náði hámarki eftir að Parísarviðræðurnar hófust. SOVÉTRÍION Klíka harðsvíraðra Kremlverja undir forystu Shelepins er sögð hafa náð undirtökunum. Innrásiri í Tékkóslóvakíu og stóraukin um- svif Rússa við Miðjarðarhaf eru runnin undan þeirra rifjum. Áhrif Rússa á Araba eru meiri en nokkru sinni fyrr, og þeim hefur verið bætt hergagnatjónið fullkomlega. Skæruhernaður verður magnaður gegn ísrael. Að tveimur árum liðnum verða herir Araba tilbúnir til nýrrar styrjaldar. í það skiptið hafa Rússar aðstöðu til íhlutunar, ef í hart fer.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.