Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 46
46 FRJALS VERZLUN HEKLA HF. — Á sýningar- svæði sínu kynnti fyrirtækið vél- ar og tæki til landbúnaðarstarfa frá þremur fyrirtækjum, John Deere, Caterpillar og Land-Rover. Frá fyrstnefnda fyrirtækinu má nefna nýja árgerð af dráttarvél- um, þyrilsláttu og heybindivél. Þyrilslátturnar hafa vakið mikla athygli, og á sýningarsvæðum hinna innflutningsfyrirtækjanna mátti einnig sjá slíkar sláttuvél- ar. Er augljóst, að hér er um mikla byltingu að ræða á sviði sláttuvéla, þar sem þær eru mun afkastameiri en hinar fyrri. Frá Caterpillar voru sýndar jarðýtur, en þær eru löngu orðnar þekktar hérlendis, og frá Land-Rover var sýnd jeppabifreið. ÞÓR HF. — Fyrirtækið kynnti tæki og vélar frá fjölmörgum fyr- irtækjum, og má nefna: Ford- dráttarvélar af nýrri árgerð, breyttar í útliti og yfirleitt með aukin vélarhestöfl, fjölfætlur, hvirfilsláttuvélar og jarðtætara frá Fahr-verksmiðjunum, Grinne- kartöfluupptökuvél, mjög afkasta- mikla og margt fleira. VÉLADEILD SÍS. — Á svæði þessu kenndi margra grasa, en mesta athygli vakti þó líkan af heyhlöðu og súgþurrkunarkerfi, sem gerir heyfóðrun sjálfvirka. Hefur véladeildin nú á prjónun- um að láta setja upn einn slíkan turn hér heima í tilraunaskyni, en uppkominn er verð hans með öllum nauðsyníegum tækjum, á- ætlað um 700 þús. krónur. Þá má einnig nefna PZ-sláttuvélar, hey- þyrlur, múgavélar, áburðardreif- ara og loks B & SA haugsugur. DRÁTTARVÉLAR HF. — Af tækjum og vélum, sem þarna var kynnt, má nefna Busatis-Werke sláttuvélar með tveimur ljáum en fingralausar. Eru þær sagðar mjög hraðvirkar. Ennfremur Paul Mueller mjólkurkæla úr ryðfríu stáli, en þeir hafa þegar verið settir upp á nokkrum bæjum austanfjalls að tilstilli mjólkur- bús Flóamanna. Loks er að geta Massey-Ferguson dráttarvélanna með átakskerfinu, er vakið hefur verðskuldaða athygli. HAMAR HF. — Helzta stolt fyrirtækisins á sýningunni voru nýjar gerðir af Deutz-dráttarvél- um, sem eru mikið endurbættar frá því sem áður var. Eru þær frá 25 til 100 hestöfl. Þá sýndi fyrir- tækið heyvinnuvélar frá hinu þekkta þýzka fyrirtæki Heuma. Einnig má þar nefna rakstrar- og snúningsvélar, heyþyrlur og hvirf- ilsláttuvélar af nýjustu gerð. Loks er að geta um Eberhardt-hey- hleðsluvagn. Hann er þannig bú- inn, að hann bæði hleður sig og afhleður sjálfur. GLÓBUS HF. — Fyrirtækið sýndi þarna ákaflega fjölbreytt tæki og vélar og skal hér nefnt: Fella-heytætla, þyrilsláttuvél og heyvagn, sem hleður sig og af- hleður á sjálfvirkan hátt. Nýja gerð af David Brown dráttarvél- um, með nokkru fleiri vélarhest- öfl, en aðrar vélar af þessari gerð, sem verið hafa á markaðnum. Og að lokum New Holland heybindi- vél, en þær eru að sögn mest seldu heybindivélarnar hérlendis. Hér hefur aðeins verið stiklað á því alstærsta, sem fyrir augu bar á sýningarsvæðum þessara innflutningsfyrirtækja, of langt mál yrði að rekja það allt. En það má gjarna geta þess í lokin varðandi Landbúnaðarsýn- inguna ’68, að mikill áhugi er nú hjá forráðamönnum landbúnaðar- ins, að láta ekki líða aftur svo langt á milli landbúnaðarsýninga og var milli sýningarinnar 1947 og sýningarinnar núna. Jafnvel getur svo farið, að við fáum aðra landbúnaðarsýnngu eftir svo sem 5—10 ár.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.