Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 43
FRJÁLS VERZLUN
43
að gera þér grein fyrir áhrifum
þessa, skaltu ímynda þér viðbrögð
þín, ef maður kæmi inn til þín til
samræðna og liti alltaf öðru
hverju á pappírsblað í hendi sér.
Slíkt athæfi myndi draga úr áliti
þínu á viðkomandi. Láttu aldrei
í Ijós taugaóstyrk eða óöryggi.
Slík framkoma virðist bæði óvin-
gjarnleg og ósannfærandi.
Vitaskuld eru minnisblöð, eða
jafnvel handrit, stundum bráð-
nauðsynleg. (Stjórnandans er að
gefa þér ráðleggingar varðandi
notkun þeirra). Reyndu aldrei að
fara í felur með það; reyndu
aldrei að dylja áhorfandann þess,
að þú sért að vitna í minnisblöð.
Forðast skaltu að horfa niður
fyrir þig lengi í einu, ef þú ert að
tala við einhvern í upptökusaln-
um. Þótt það sé oft eðlileg augn-
staða við umhugsun, mun áhorf-
andanum finnast þú leiðinlegur og
líflaus, ef augnaráð þitt er honum
hulið.
3) Að horfa upp. Taugaóstyrk-
ur Jcemur fólki stundum til að
líta til lofts áður en, á meðan, eða
eftir að það talar. Þetta truflar
áhorfandann mjög og gerir ræðu-
mann hjákátlegan.
4) Að líta til hliðar. Fólk, sem
á sæti í nefndum, eða talar á
fundum, snýr sér oft frá einni hlið
til annarrar, þegar það talar. Jafn-
vel þótt þú sért að tala til mynda-
vélarinnar muntu vita af fólki í
upptökusalnum. Líttu ekki til hlið-
ar til þess að innlima það í áhorf-
andahóp þinn. Áhorfandinn veit
ekki af nærveru þess. og hreyf-
ingar þínar, órökréttar og óróleg-
ar, munu angra hann. Gættu þess,
að ávarpa aðeins þann, sem áhorf-
andinn veit af. Sértu í viðræðum
við tvo eða þrjá aðra, horfðu þá
á þann, sem þú ert sérstaklega að
svara. Ef þú lítur af einum á ann-
an í sífellu. munt þú ekki virðast
sérlega traustvekjandi.
5) Svipur. Láttu augu þín sýna
góðviJd þína. Þú notar augu þín
á þennan hátt í daglegum sam-
skiptum við annað fólk, gerðu hið
sama, er þú talar til myndavélar-
innar. Þú horfir á svip þess, er þú
hefur rétt lokið að tala við til
þess að fullvissa þig um, að hann
hafi skilið þig til hlítar. Horfðu
á sjónglerið á sama hátt, er þú tal-
ar við áhorfandann. Ef þú snýrð
þér snögglega frá, eða ef augu
þín verða sviplaus, virðist þú sam-
stundis leiður, önugur, þver eða
hræddur. Þú sannfærir þann, sem
þú hefur verið að tala við, um
góðvild þína sekúndubroti eftir að
þú lýkur máli þínu.
Þetta er ein leið til að setja
fram augljósa staðreynd; þótt þú
sjáir áhorfandann ekki, sér hann
þig og ætlast til að þú hegðir þér
eins og þú sæir hann einnig.
BAKIÐ.
Tveir hlutar baksins eru mikil-
vægir í þessu sambandi. Neðsti
hlutinn á að vera aftast í stólnum,
svo að þú sitjir beinn og eigir
hægt með að halla þér eilítið
fram til áherzlu mikilvægum at-
riðum. Ef þú „slappar af“ og hall-
ar þér aftur í stólnum, virðist þú
hnakkakertur og leiðinlega ánægð-
ur með sjálfan þig — maður, sem
alltaf finnst hann geta sagt öðr-
um fyrir verkum.
Hinn hluti baksins, sem beinn
á að vera, er á milli herðablað-
anna. Ef þú ert hokinn í herðum,
afmyndar það þig á sjónvarps-
skerminum. þar sem hlutföllin
milli andlits og herða raskast.
HENDUR.
Spenntu greipar ekki of fast.
Vertu eðlilegur og hreyfðu þig á
sama hátt og í venjulegum við-
ræðum. Handahreyfingar þinar
eru hluti af hugsanamiðlun þinni.
Uppgerðarstilling leiðir í ljós
innri spennu og frystir andlitssvip
þinn. Miklar handahreyfingar eru
vafsamar; hönd, sem lyft er upp
milli andlits og myndavélar, get-
ur litið út, eins og bananaknippi
á skerminum.
HREYFING.
Erfitt er að segja til um, hversu
mikð þú átt að hreyfa þig í stóln-
um. Tíðar og oft ósjálfráðar hlið-
arsveigjur innan hins stöðuga
ramma sjónvarpsskermsins eru
mjög þreytandi fyrir áhorfandann.
Á hinn bóginn skaltu leyfa þér
frjálsar hreyfingar, ef skapgerð
þín krefst talsverðs svigrúms
líkamans, enda lítur það betur út
en þvingað hreyfingarleysi.
KLÆÐNAÐUR
f SJÓNVARPSSAL.
Nýjustu sjónvarpsmyndavélar
eru ekki eins næmar á skarpar
litaandstæður og fyrirrennarar
þeirra voru, en samt er ráðlegt að
forðast notkun drifhvítra flibba
og kolsvartra jakka. (Ljósblá
skyrta og milli grá föt heppileg).
Við fataval ætti konan að
minnast þess, að unz litsjónvarp
kemst á, dugir henni ekki að
grundvalla skart sitt á fallegum
litum.
Vera má, að ljóstækni og full-
komnar sjónvarpsmyndavélar geti
mildað of sterkar litaandstæður
að einhverju leyti í útsendingu,
en lýsing, sem hentar fötum þín-
um, getur verið óheppileg andlit-
inu.
Sé nauðsyn á förðun — eða lag-
færingu á þinni eigin —, eða ef
þú ert í vanda, hvað klæðnað
snertir, skaltu láta sérfræðinga
sjónvarpsins um þau efni ráða
fram úr því.
-»<★★★★★★★★★★★★★3
Lykillinn
að hag-
kvæmurn
viðskiptum
er auglýs-
ing í
FRJÁLSRI
VERZLUN.
FR J/ÁLS J
í VIERZLUSM í