Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 10
!□ FRJÁLS VERZLUN Skrifstofustjórar Gjaldeyrisdeildar bankanna frá upphafi: Ingólfur Þorsteinsson (til hægri) frá Landsbank- bankanum cg Ingólfur Örnólfsson frá Útvegsbankanum. svo komið, að 87% alls innflutn- ingsins er frjáls. Eftir því sem fleiri vörur hafa verið settar á frí- lista, hefur fækkað þeim vörum, sem háðar eru innflutningsleyf- um. Starf Gjaldeyrisdeildar bank- anna og ráðuneytisins við úthlut- un gjaldeyrisleyfa vegna vörumn- flutnings og úthlutun kvótavara hefur því minnkað. Hins vegar hefur fjölgað gjaldeyrisleyfum vegna ýmissa dulinna greiðslna, svo sem ferðakostnaðar, eignayfir- færslna, vinnulauna, skipavið- gerða erlendis, skipagjalda og flugvélagjalda o. fl. Árið 1967 gaf Gjaldeyrisdeiid bankanna út alls 58376 gjaldeyrisleyfi, sem var að miklum mun meira en leyfafjöldi Innflutningsskrifstofunnar árið 1959 síðasta heila árið, sem hún starfaði. Auk þess sem Gjaldeyris- deild bankanna annast úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleyfa, hefur hún einnig ýmis önnur störf með höndum. T. d. fjallar Gjald- eyrisdeildin, í samráði við við- skiptaráðuneytið, um erlendan greiðslufrest vegna vöruinnflutn- ings. Samkvæmt auglýsingu við- skiptaráðuneytisins 31. maí 1960 er ekki heimilt að flytja inn vörur með 3ja til 12 mánaða greiðslu- fresti, nema sérstakt samþykki komi til, er Landsbanki íslands og Útvegsbanki íslands geta veitt samkvæmt nánari ákvörðun við- skiptaráðuneytisins. Vegna þess- ara ákvæða hefur gjaldeyrisdeild- in komið upp víxlaspjaldskrá yfir erlenda vöruvíxla, og þar með umsjón með erlendum greiðslu- fresti. Rétt er að geta þess, að 1960 var heimilt að veita stuttan greiðslufrest (allt að 3 mán.) fyr- ir öllum vörum, en síðan hafa tvívegis verið ákveðnar takmark- anir á erlendum greiðslufresti vegna vörukaupa. Þannig er nú ekki heimilt að notfæra sér er- lendan greiðslufrest á ýmsum al- mennum vörum. Þá annast Gjald- eyrisdeildin afgreiðslu á svo nefnd- um áhafnagjaldeyri, en áhafnir skipa og flugvéla fá ákveðna prósentu launa sinna greidda í er- lendum gjaldeyri. Við framkvæmd gjaldeyrismál- anna hefur viðskiptaráðuneytið og Gjaldeyrisdeild bankanna haft náið samráð við Seðlabanka ís- lands. Hafa þessir aðilar með sér stöðuga fundi. Kostnaður við starfsemi Gjald- eyrisdeildar bankanna er greidd- ur af hluta leyfisgjalda, sem lögð eru á gjaldeyris- og innflutnings- leyfi. Lagt er %% leyfisgjald á gjaldeyris- og innflutningsleyfi, önnur en leyfi fyrir vörukaupum í jafnkeypislöndum og námsgjald- eyri. Renna leyfisgjöld þessi til starfsemi Gjaldeyrisdeildar bank- anna og verðlagsskrifstofunnar.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.