Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 28
ZB
Framkvæmdir við hafnargerðina hafa tafizt verulega.
manns alls. 88% af vinnuafii
þessu eru íslendingar og eru þá
meðtaldir þeir aðilar, sem sendir
hafa verið utan til náms og þjálf-
unar.
F.V.: Hvað vilduð þér segja um
deilur þœr, sem upp komu vegna
fyrirhugaðrar stofnunar starfs-
mannafélags Álverksmiðjunnar?
P. M.: Ekki annað en það, að
mér finnst það ekki óeðlilegt, að
þeir, sem vinna munu við fram-
leiðslu áls, hafi með sér sérstakt
félag, er komi fram fyrir hönd
þeirra, sem í hlut eiga, því hér er
um að ræða nýja iðngrein, álgerð.
Annars er ef til vill ekki raunhæft
að ræða þessi mál fyrr en fram-
leiðsla hefur hafizt, en þess má
geta, að þeir, sem þessi mál varða,
hafa haft og munu hafa samráð
við Alþýðusamband íslands.
F.V.: Hver hafa reynzt gœði
þeirrar vinnu og þjónustu, sem
ÍSAL hefur keypt hérlendis og
munduð þér segja, að þau vceru
sambœrileg við það, sem þér
hafið vanizt erlendis?
P. M.: Sé á heildina litið, mundi
ég telja, að íslenzkir starfsmenn
vinni störf sín af líkri hæfni og
erlendir starfsmenn. Það hefur að
vísu komið fyrir, að vinna hefur
orðið ákveðin verk upp að nýju,
þar sem þau hafa ekki staðizt þær
kröfur, sem gerðar eru, en segja
má, að þar hafi verið um byrjun-
arvandamál að ræða, og þegar
verkin voru unnin að nýju, reynd-
ust þau ekki lakar af hendi leyst,
FRJÁLS VERZLUN
en bezt gerist, og er það skoðun
mín, að þar sem pottur er brot-
inn, sé ekki raunverulega um að
ræða hæfnisskort, heldur miklu
frekar skort á eðlilegri verkstjórn
og tilsögn. Þess má einnig geta,
að það er ekki rétt að gera að öllu
leyti samanburð á hæfni þeirra
starfsmanna, sem hér eru á veg-
um erlendra verktaka og íslend-
inga, því útlendingarnir hafa öðl-
azt mikla þjálfun við þau störf,
sem þeir leysa hér af hendi.
F.V.: HvaS vilduð þér segja
um hœS þeirra launa, sem greidd
eru, og teljið þér, að yfirborganir
séu algengar?
P.M.: Ég mundi segja, að yfir-
leitt sé greitt samkvæmt gildandi
kauptöxtum. Annars heyra launa-
greiðslur til verkamanna og iðn-
aðarmanna ekki beint undir ÍSAL,
heldur þá verktaka, sem tekið
hafa að sér hin ýmsu verk sam-
kvæmt tilboðum. Um yfirborgan-
ir er að ræða í einstaka tilvikum,
en þær eru fátíðar. Þess má einn-
ig geta, að sé um yfirborganir að
ræða, koma þær ÍSAL ekki við,
nema um sé að ræða yfirboð eins
verktaka í starfsmann annars, en
samkvæmt samningum er slíkt
ekki leyfilegt.
F.V.: Samkvœmt samningi ALU-
SUISSE og ríkisstjórnarinnar er
ráð íyrir því gert, að ÍSAL veiti
íslenzkum efnum og framleiðslu-
vörum, svo og íslenzkri þjónustu,
forréttindi að því tilskildu, að
verð og gœði séu sambœrileg
við erlend efni, framleiðsluvörur
og þjónustu. Nú hefur þvj að
einhverju leyti verið fleygt, að
ÍSAL hafi ekki að öllu leyti stað-
ið við þennan lið samningsins.
Hvað vilduð þér segja um það?
P. M.: Ekki annað en það, að
slíkur orðrómur er með öllu til-
hæfulaus. Við leggjum á það
áherzlu, að í öllum tilvikum sé
farið eftir ákvæðum samningsins
og fylgist lögfræðingur ALU-
SUISSE náið með því, að það sé
gert. Þess má og geta, að ÍSAL
hefur veitt íslenzkum aðilum for-
réttindi umfram það, sem segir í
samningnum og fengið þeim í
hendur verk, enda þótt um hafi
verið að ræða hagstæðari tilboð
erlendis frá.
F.V.: í samningnum er gert ráð
fyrir, að afköst fyrsta áfanga
verksmiðjunnar verði 30.000 tonn
HAFSKIP H.F.
Frá 1. ágúst eru umboðsmenn vorir í
Hamborg:
Nord-Siid Schiffahrts-Agentur G.m.b.H.,
2 Hamburg I,
sími: 335879,
símnefni: Nordsued, telex: 02.162000.
Frá sama tíma hættir fyrirtækið AXEL DAHL-
STRÖM & CO., sem umboðsmenn vorir.
HAFSKIP H.F.