Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 22
zz FRJALS VERZLUN þá einu, hvers eðlis nefndarstörf- in eru. Þannig eru t. d. menn valdir í Rannsóknarráð ríkisins, eftir því hvað innarlega þeir eru í búri flokksforustunnar. — O — Breytinga er þörf. Það er sízt hagur stjórnmálaflokkanna, að fólk fjarlægist þá og snúi við þeim baki, eða hefji þátttöku í nýjum flokki eða flokkum, sem óneitanlega er nú mikill grund- völlur fyrir. Sú úrbótaleið, sem beinust ligg- ur fyrir, er að breyta kjördæma- skipulaginu á nýjan leik — hverfa aftur til einmenningskjördæm- anna, ekki eins og þau voru 1959, heldur nýrra, sem jafnframt tryggðu eðlilegt hlutfall milli at- kvæðatölu og þingmannafjölda. Kostir einmenningskjördæm- anna umfram fleirmenningskjör- dæmin eru margir og augljósir. Með slíku fyrirkomulagi eru til muna meiri líkur á því, að fram á sjónarsviðið kæmu viljasterkir og dugmiklir einstaklingar, til- búnir að berjast fyrir hugsjóna- málum sínum. Samband þing- manns og kjósanda yrði mikiu meira og nánara og þingmaður- inn þar af leiðandi háðari kjós- endum sínum en vilja flokksfor- ustunnar. Fyrirkomulag einmenn- ingskjördæmanna mundi einnig útiloka þann möguleika, að sami maðurinn gæti setið á Alþingi í áraraðir án þess að vinna fyrir kjöri sínu á annan hátt en að vinna ákveðinn hóp trúnaðar- manna til fylgis við sig, þegar raðað er niður á framboðslista. — O — Ljóst er, að yrði landinu öllu skipt niður í einmenningskjör- dæmi, mundu tveir flokkar verða verulega afskiptir, og jafnvel engum manni ná kjörnum. Er hér um að ræða Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið, sem hafa nú yfir 30% atkvæða á bak við sig. Ósennilegt má telja, að unnt verði að koma á tveggja flokka kerfi hérlendis í náinni framtíð, enda spurning, hvort slíkt sé æskilegt. Heppilegra yrði að finna leið til þess, að þessir fiokk- ar fengju þingsæti í hlutfalli við atkvæðamagn sitt, t. d. með upp- bótarþingsætum. Fyrir slíkum Er áhugi þingmanna á alþingi aðeins fyrir hendi við kosningar? uppbótarþingsætum þyrftu þó að gilda ákveðnar og strangar regl- ur, þar sem sporna verður gegn því, að fjölmargir flokkar fái þingsæti. Reynsla annarra þjóða, t. d. Frakka, bendir til þess, að slíkt auki aðeins á sundrungu og geti verið mjög hættulegt. Væri hægt að hugsa sér, að núgildanai form yrði látið gilda áfram, þ. e., að flokkur þurfi að fá einn kjör- dæmakjörinn þingmann til að hljóta uppbótarþingsæti, eða þyrfti að fá hlutfallslega ákveð- inn atkvæðafjölda til að ná þing- sæti, t. d. 10%. Erfitt yrði að komast hjá því, að nokkurt misræmi yrði á at- kvæðatölu bak við hvern kjör- dæmakjörinn þingmann, ef land- inu yrði skipt niður í einmenn- ingskjördæmi og kjördæmamörk bundin við sýslu- og kaupstaðar- takmörk. Með óbreyttri þing- mannatölu væri hægt að hugsa sér, að landinu yrði skipt í 44 kjördæmi, en síðan yrði flest 16 þingsætum úthlutað til jöfnunar. KÆLI- ocj FRVSTIKERFI UPPSETNINGAR OG VIÐHALD. VIÐGERÐIR Á ÖLLUM TEGUNDUM AF KÆLI- og FRYSTITÆKJUM. KÆLIIMG S.F. SÍMAR 21686 - 33838

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.