Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 30
30 FRJAL5 VERZLUN Leirkerasmíði er talsvert að ryðja sér til rúms hér á íslandi, og í þeim tilgangi að kynna þessa listiðn fyrir lesendum blaðsins, snerum við okkur til eins af meðlimum SÚM, Hauks Sturlu- sonar, sem er nýkominn frá námi í Edinborg og Kaupmannahöfn. Haukur hefur sett upp vinnu- stofu á annari hæð í yfirgefinni vélsmiðju við Bergstaðarstræti 4. Upp með húshliðinni liggur þröng- ur járnstigi, þungfær gömlum kon- um. Þegar við komum upp stig- ann, blasir við okkur skonsa með svignandi hillum undan hinum fegurstu kerjum, bollum, bökkum og vösum og mitt í dýrðinni stend- ur Haukur og selur leir. Fyrir innan er vinnustofan. Úti í horni blasir við ein heljarmikil hrærivél. í henni undirbýr Hauk- ur ieirinn undir mótun. Hann tek- ur leir af Reykjanesi og blandar honum við skozkan til að auka hitaþol leirsins. Eftir meðhöndlun í hrærivélinni er hann tekinn og hnoðaður líkt og deig. Þaðan ligg- ur leiðin í mótunina. En öll fram- leiðslan er módel handunnin, en ekki steypt. Þetta fer þannig fram, að rúmlega handfylli af leir er tekin, sett á skífu, sem snýst, þar er leirinn lítillega blandaður vatni. Fer nú Haukur höndum um hann og sjá, upp rís hinn fegursti vasi. Nú er vasinn skafinn og sett í hann ýmisleg munstur. Þá er vas- inn þurrkaður og siðar hrábrennd- ur. Það er gert við u. þ. b. 960 gráður á selsíus. Eftir hrábrennsluna er vasinn málaður og fullskreyttur, er hann þá aftur brenndur og er það gert við einar 1300 gráður. Heitir nú efnið í vasanum steinleir, er hann nú tilbúinn til notkunar og ætti að standa næstu þúsund ár. Haukur segist aðallega fram- leiða brúkshluti, svo sem kerta- stjaka, öskubakka og vasa ýmis- konar. Þarna má líka fá hin feg- urstu bollastell allt modelsmíð. Svo virðist sem keramik sé að komast í tízku, því Haukur selur talsvert af þessu, m. a. lampafæt- ur, sem verzlunin Ljós og Orka tengir og hefur útsölu fyrir. Ann- ars er aðalútsalan hjá Islenzkum heimilisiðnaði.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.