Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 36
36
FRJALS VERZLUN
fjölbýlishúsa, en hann hefur að
miklu leyti haft umsjón með
smíði þeirra. Kona hans er þarna
á ferð með honum, og um nóttina
vaknar hún við mannaferðir í
kringum húsið. Maður hennar seg-
ir, að þarna muni fara gamall
stríðsfélagi, sem haldinn sé ó-
slökkvandi hatri á honum og vilji
koma hefndum fram. Hann flýr
því í örvæntingu á iðnaðarmanna-
samkundu, en þar hittir hann
skuggalegan náunga, sem tekur
að sér að ganga frá ofsóknarmann-
inum á eyðilegri járnbrautarstöð.
í aðalhlutverkum í þessari mynd
voru Van Heflin og Janet Leigh.
Á eftir þessari mynd komu svo
„The men“, „Benjy“ og„Theresa“,
sem allar sýndu glöggt hæfileika
Zinnemanns. í þeirri fyrstnefndu
hlaut Marlon Brando eldskírn
sína, en hin síðastnefnda hefur
löngum verið umdeild hvað gæði
snertir.
í „High noon“ ná leikstjórnar-
hæfileikar Zinnemanns hámarki,
en myndin er að miklu leyti gerð
eftir hugmyndum Zinnemanns
sjálfs. Óþarfi er að rekja efnis-
þráðinn frekar, hann mun flest-
um, sem sáu myndina, í fersku
minni og stutt síðan myndin var
sýnd hér í sjónvarpi. Gary Cooper
fer með hlutverk lögreglustjórans
af mikilli snilli, og þarna kom
Grace Kelly, núverandi furstynja
í Monaco, fyrst fram sem aðalleik-
kona. Hlaut þessi mynd fjöldan
allan af verðlaunum úr öllum átt-
um, enda er hún enn í dag talin
til stórverka kúrekamyndagerðar-
innar. „Member of the wedding“
hét myndin, sem fylgdi á eftir, en
hún var hvergi nærri eins góð.
Sökin var þó ekki leikstjórans
nema að litlu leyti, heldur var
það handritið, sem var þar þyngra
á metunum. 1953 gerði Zinne-
mann svo „Héðan til eilífðarinn-
ar“ með Montgomery Clift í aðal-
hlutverkinu, ásamt Burt Lancast-
er og Frank Sinatra, sem hlaut
Óskarinn fyrir beztan leik í auka-
hlutverki karlleikara. Annars hlóð
myndin á sig verðlaunum og er
talin ein bezta mynd Zinnemanns.
Er óþarfi að rekja söguþráðinn
frekar, því að flestir hafa séð
kvikmyndina eða lesið bók James
Jones, sem myndin er gerð eftir.
Nú breytti Zinnemann nokkuð
um svið og kvikmyndaði söng-
Garry Cooper í hlutverki sínu í
„High Noon“, en það er frægasta
mynd Zinnemanns.
Fyrir átta árum frumsýndi
Globe-leikhúsið í London leikrit-
ið „A man for all seasons“ eftir
ungan brezkan leikritahöfund, Ro-
bert Bolt. Hann hafði áður iátið
tvö leikrit fara frá sér, sem fengið
höfðu ágæta dóma, en hólið eftir
frumsýningu þeirra komst þó ekki
í hálfkvisti við lofið, sem Robert
Bolt hlaut fyrir þetta framlag til
brezkra leikhúsbókmennta.
Sex árum síðar fékk Zinnemann
svo Bolt til að snúa leikriti sínu í
kvikmyndahandrit, enda vissi
hann, að fáum mönnum var
betur treystandi til þess að gera
það sómasamlega. Robert Bolt er
nefnilega engu síðri kvikmynda-
handritahöfundur en leikritaskáld
og átti heiðurinn að handritinu
leikinn „Oklahoma“ (1955), en
hann átti einhvern veginn ekki
við handbragð Zinnemanns, svoað
uppsetningin var heldur þung-
lamaleg og olli vonbrigðum. Næst
átti svo að endurtaka velgengni
„Héðan til eilífðarinnar“ með „A
watful of rain“, en það mistókst.
Svo kom „The man with the gold-
en arm“, en það skot geigaði einn-
ig. Þessar þrjár myndir voru þó
undanfari einnar stórmyndarinn-
ar enn frá Zinnemanns hendi, því
að 1958 kemur „Nunnan“, sem
sýnd var í Austurbæjarbíói íyrir
aðeins nokkrum árum. Verður
hún flestum eftirminnileg og þá
ekki síður frábær leikur Audrey
Hepburn, sem er ein af hinum
stóru stundum á hvíta tjaldinu.
Tveimur árum síðar kom „The
Sundowners“, sem gerist í Ástra-
líu, og síðasta myndin er svo „A
man for all seasons“, sem átti
gífurlegum vinsældum að fagna
á síðasta ári og hlaut fjöldan all-
an af verðlaunum. Verður fjallað
nánar um hana hér á eftir.
Myndir Zinnemanns hafa, að
fáum undanskildum, yfirleitt snú-
izt um siðgæðisbaráttu manna og
kvenna undir ýmsum kringum-
stæðum, enda segir hann sjálfur:
„Ég hef alltaf verið hluttakandi
í vandamálum fólks, sem berst
fyrir sjálfsvirðingu sinni sem
mannlegar verur.“
um Arabíu-Lawrence og Dr. Zhi-
vago, en fyrir síðara verkið hlaut
hann Óskarinn. „A man of all
seasons" var því áreiðanlega í góð-
um höndum.
Zinnemann var bæði framleið-
andi og leikstjóri, og eins og hans
er von og vísa, valdi hann leikara
í hlutverkin af mikilli vandvirkni.
Engum kom á óvart, að Paul Sco-
field skyldi leika Thomas More,
því að hann hafði skapað eftir-
minnilega persónu úr Thomas
More á leiksviði, og nú átti hann
eftir að bæta alin við þá túlkun í
kvikmyndinni, sem hann hlaut
og Óskarinn fyrir. Wendy Hillei
lék Alice, konu More, en hún eí
ein fremsta leikkona Bretlands al
eldri kynslóðinni. Bernhard Shaw
„A MAN FOR ALL SEASONS