Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 11

Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 11
þáb er ekki bara fullorðna fólkfö, sem sækist eftir Flóru-sultu TAKIÐ EFTIR! Höfum ávallt fyrirliggjandi úrval af sultunum vinsælu frá Flóru á Akureyri. Sendum um alll land. Hagstætt verð. FÆST í KAUPFÉLAGINU Berið þessar tvær auglýsingar saman. Hvor er sterk- ari? Hvor skyldi skiia betri árangri í söluherferð fyrirtækisins? Annars vegar er unnin auglýsing, sem ætíð er jafnsnyrtileg; hins vegar auglýsing, sem getur tekið á sig alls konar myndir í meðferð dagblaða og tímartta, en aldrei vakið sérstaka athygli. Það eru nokkur fyrirtæki hér, sem eru að berjast við að kalla sig auglýsingastofur og bjóða fullkomna auglýsinga- þjónustu. í því felst m. a. teiknivinna, ljósmyndun, kvik- myndagerð, textavinna, sem er mjög áríðandi, að sé vel at' hendi leyst. Við sjáum það á undanförnum tveimur, þremur árum, hvað textar í auglýsing- um hafa breytzt... Árni: Aðalatriðið er textinn og síðan útlitsteikningin. Textinn verður alltaf að segja til um gerð auglýsingarinnar ... FV; Bezt er líklega að vinna saman texta og mynd. Ólafur: Þessar auglýsingastof- ur vilja veita viðskiptavinun- um fullkomna þjónustu, helzt í formi auglýsingaáætlunar, því að það sparar báðum að- iljum vinnu . . . FV: Er það ekki aðalatriðið að viðskiptavinurinn hræðist stof nkostnaðinn ? Árni: Ég held, að hann hræðist það fyrst og fremst, að hann veit ekki, hvað hann er að fara út í. FV: Mig langar til að spyrja þig, Guðmundur, hvort það sé rétt, sem margir halda fram, að álagningarprósenta verzl- ana leyfi alls ekki, að eytt sé neinu umtalsverðu í auglýsing- ar? Guðmundur: Veltan er fyrsta atriðið, þú getur haft góða þénus.tu, ef þú veltir lagernum nógu oft. Þú mátt ekki líta á auglýsingar sem beinan kostn- að ... Kristín: Er ekki auglýsingin hluti af sölukostnaði? FV: Reiknið þið auglýsinga- kostnað á hvert sett af Kóróna- fötum, Guðmundur? Guðmundur: í verðlagsútreikn- ingi er hvergi gert ráð fyrir auglýsingakostnaði. .. Árni: Það er hægt að framleiða úrvalsvöru, sem ekki selst nema hún sé auglýst. Kristín: Mér finnst, að auglýs- ingakostnaður eigi að skoðast sem hluti af framleiðslukostn- aði. Ólafur: Ég vil benda á, að við 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.