Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 18
AUGLÝSINGA
SPJALL
hér. Dixan hlýtur að verja á-
kveðirmi prósentu af sölu í aug-
lýsingar. Af hverju getur ekki
íslenzkur framleiðandi gert.
slíkt hið sama?
Guðmundur: Ég er alveg sam-
mála. En álítið þið, að íslenzkt
fyrirtæki geti áætlað auglýs-
inguna fyrir ákveðna veltu-
prósentu?
FV: Við héldum það.
Árni: Þetta er undir verðlags-
stjóra komið. Mitt álit er það,
að það eigi að taka allan aug-
lýsingakostnað og álagningu
inn í verðgrundvöll fyrirtækj-
anna. Þegar varan er fullunn-
in, á seljandinn að leggja a. m.
k. 5% ofan á verð vörunnar í
auglýsinga- og sölukostnað.
Guðmundur: Við verðum að
gera okkur grein fyrir því, að
ástandið er alls ekki heilbrigt.
Þetta ástand í verðlagningar-
málum getur ekki verið svona
til frambúðar.
Ólafur: Meðan þetta ástand er,
þá hlýtur það að vera eðlileg
krafa framleiðenda, að tekið sé
tillit til þess, að það þurfi að
koma vörunni á markað.
Kristín: Ég er sammála. Það
er útilokað að reyna að burðast
við að selja vöru nema kosta
töluverðu til auglýsinga.
FV: Það er ákaflega hæpið, að
ekki skuli vera reiknað með
sölukostnaði í álagningapró-
sentunni, sem út af fyrir sig
er allt of lág, án þess að reikn-
að sé með sölukostnaði eða aug-
lýsingakostnaði. Þetta þýðir
líklega, að menn eigi að fram-
leiða vöruna, en ekki selja
hana .
Kristín: Mér finnst líka skrýt-
ið viðhorf ýmissa heildsala og
framleiðenda. Þeir telja ekk-
ert eftir ferðalög og allan
mögulegan kostnað í sambandi
við sölu, en líta svo ekki á aug-
lýsingar sem einn lið í sölunni,
heldur sem eins konar óbæri-
legan aukakostnað.
FV: Ég talaði um daginn við
mann sem gumaði af því, að
hann þyrfti ekkert að auglýsa.
Vara sín væri á markaðinum
og fólk hlyti þar af leiðandi að
kaupa hana. Slíkur hugsunar-
háttur hlýtur að koma þessum
manni í koll, áður en varir.
Ólafur: Við skulum taka sem
dæmi þá mörgu, sem hafa lát-
ið gera sjónvarpsauglýsingar.
Þeim hefur flestum fundizt
auglýsingar mjög stór kostnað-
arliður í byrjun. Þetta er eðli-
legt, þar sem verðlagsákvæð-
in eru þannig, að það virðist
ekki gert ráð fyrir að við-
komandi eigi að kynna sína
vöru, hvorki í sjónvarpi, blöð-
um eða útvarpi. Þess vegna líta
þeir oft á þetta sem aukakostn-
að, sem þeir verða að taka á
sig af illri nauðsyn.
Árni: Ég vil benda á, að fram-
leiðendur fá frádreginn kostn-
að fyrir sölumenn....
Allir: Sölumenn?
Guðmundur: Við fáum líka
auglýsingakostnað dreginn frá
skatti, og það getur í einstaka
tilfellum margborgað sig að
auglýsa mikið.
Ólafur: Mig langar að ræða
hér aðeins um útvarpið. Það
hefur staðið í mörg ár, hvað
snertir auglýsingar og á von-
andi eftir að breyta til á þann
veg, að það selji tíma, en ekki
orð. Útvarpið á að selja tíma
eftir sekúndufjölda eins og
sjónvarpið.
Guðmundur: Ég er sammála
þessu og vildi ráða, hvernig ég
verði þessum tíma. Það yrði
miklu betri auglýsing, ef mætti
syngja auglýsingalag í stað
þess að romsa upp einhverri
orðabunu.
Ólafur: Útvarpið er komið
langt aftur úr í auglýsinga-
tækninni. Miðað við tímann,
sem það eyðir í auglýsingalest-
ur, hefur það alltof litlar tekj-
ur. Tíminn, sem seldur yrði,
ætti að vera unninn af auglýs-
ingastofnun. Þá fengi útvarpið
í hendur fullunnar auglýsing-
ar eins og blöðin og setti fast
gjald fyrir ákveðna tímalengd.
FV: Útvarpið lifir í dag eink-
um á þeim mönnum, sem ætíð
eru í vandræðum með sínar
auglýsingar og enda alltaf á
því að lyfta símtólinu og lesa
upp auglýsingatexta, sem getur
verið bæði slæmur og góður.
Árni: Þarna er líka að verki
annar hlutur. Þarna eru líka
menn sem eru orðnir hvekktir
á því að láta auglýsingu í Morg-
unblaðið og fá síðan á sig öll
hin blöðin. Þeir hafa líka
tröllatrú á því, að fólk úti á
landi hlusti á auglýsingarnar. . .
Ólafur: Eins og nú er háttað,
tel ég útvarpið vera þriðja
flokks auglýsingavettvang. í
dag er sjónvarpið sterkasti
auglýsingavettvangurinn fyrir
vörumerki. Morgunblaðið kem-
ur næst, og þar á að úlista
gæði vörunnar nánar. Útvarp-
ið kemur í þriðja sæti, en er
samt langtum þýðingarminni
vettvangur að mínu áliti.
FV: Hvað segið þið um Vik-
una?
16