Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 26

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 26
AUKIN RÉTTAR- VERND VÍGORÐA GREIN EFTIR SIGURGEIR SIGURJÓNSSON, HRL. Einn veigamikill þáttur í allri auglýsinga- og sölutækni nú á dögum er notkun svokall- aðra „vígorða“, öðru nafni slag- orð (slogans). Hverjir kannst t. d. ekki við eftirfarandi víg- orð þekktra íslenzkra fyrir- tækja: ,,Allt á sama stað“, „Frá Síld & fisk á hvers manns disk“, „Fljúgið með föxum“, „Allt með Eimskip“, „Bara hringja — þá kemur það“, „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“ o. s. frv. — eða hin erlendu vígorð: „Say it with flowers“ (Látið blómin tala) „Guinnes is good for you“, „Johnnie Walker — still going strong“ „Is there a Hennessy in the house?“ Vígorð eru þó ekki neitt nýtt fyrirbrigði, hvorki í sambandi við verzlun né heldur á öðrum sviðum. Notkun vígorða er ævaforn. Eins og sjálft nafnið bendir til, þá voru vígorð upp- haflega notuð í hernaði — nokkurs konar heróp. í Heims- kringlu Snorra höfum við þannig t. d. frásögn af einu elzta norrænu vígorði, er liðs- menn Ólafs konungs helga not- uðu í Stiklastaðaorustu: „Fram, fram, Kristsmenn, krossmenn, konungsmenn". Þess má og geta, að útlenda orðið „Slogan“ er upprunnið úr gallisku og þýðir þar einnig heróp eða vígorð. Nú á dögum eru vígorð ekki einungis notuð á verzlunarsviðinu, heldur og einnig í pólitískum og félags- legum tilgangi og í sambandi við umferða- og öryggismál og í hvers konar áróðursskyni. Sem dæmi um þessa notkun vígorða hér á landi má t. d. nefna „Allt er betra en íhald- ið,“ „Verið vai'kár, varizt slys- in“, „Hreint land, fagurt land“, „Herferð gegn hungri“ o. s. frv. Þegar vígorð eru hins vegar notuð í auglýsinga- og sölu- skyni á verzlunarsviðinu, má að nokkru leyti jafna þeim til vörumerkja, og er þá ljóst, að slík vígorð verða að njóta laga- verndar gegn allri óréttmætri misnotkun og stælingu á þeim. Hingað til hafa verzlunarvíg- orð notið mjög takmarkaðrar lögverndar hér á landi. Má í því sambandi t. d. geta þess, að fyrir nokkrum árum tóku verzl- anirnar í „Vesturveri“ hér í borg að nota og auglýsa víg- orðið „Vöruval í Vesturveri“. Skömmu síðar hóf kjörbúð SÍS í Austurstræti að nota mjög líkt vígorð, eða vígorðið „Vöru- val á öllum hæðum“. Verzl- anirnar í „Vesturveri“ töldu þetta vígorð SÍS hreina stæl- ingu á vígorði sínu „Vöruval í Vesturveri“ og höfðuðu því mál gegn SÍS og gerðu þar þær dómkröfur, að SÍS yrði talið ó- heimilt að auglýsa firma sitt með vígorðinu „Vöruval á öll- um hæðum“, eða nota það á annan hátt í verzlunarskyni. Niðurstaða málsins varð sú, að SÍS var sýknað í málinu á þeim forsendum, að vígorðið „Vöruval í Vesturveri" nyti ekki lagaverndar sem slíkt. í öðru máli varðandi vígorð var þó sagt, að vígorð ættu að njóta réttarverndar samkvæmt 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.