Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 26
AUKIN RÉTTAR- VERND VÍGORÐA GREIN EFTIR SIGURGEIR SIGURJÓNSSON, HRL. Einn veigamikill þáttur í allri auglýsinga- og sölutækni nú á dögum er notkun svokall- aðra „vígorða“, öðru nafni slag- orð (slogans). Hverjir kannst t. d. ekki við eftirfarandi víg- orð þekktra íslenzkra fyrir- tækja: ,,Allt á sama stað“, „Frá Síld & fisk á hvers manns disk“, „Fljúgið með föxum“, „Allt með Eimskip“, „Bara hringja — þá kemur það“, „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“ o. s. frv. — eða hin erlendu vígorð: „Say it with flowers“ (Látið blómin tala) „Guinnes is good for you“, „Johnnie Walker — still going strong“ „Is there a Hennessy in the house?“ Vígorð eru þó ekki neitt nýtt fyrirbrigði, hvorki í sambandi við verzlun né heldur á öðrum sviðum. Notkun vígorða er ævaforn. Eins og sjálft nafnið bendir til, þá voru vígorð upp- haflega notuð í hernaði — nokkurs konar heróp. í Heims- kringlu Snorra höfum við þannig t. d. frásögn af einu elzta norrænu vígorði, er liðs- menn Ólafs konungs helga not- uðu í Stiklastaðaorustu: „Fram, fram, Kristsmenn, krossmenn, konungsmenn". Þess má og geta, að útlenda orðið „Slogan“ er upprunnið úr gallisku og þýðir þar einnig heróp eða vígorð. Nú á dögum eru vígorð ekki einungis notuð á verzlunarsviðinu, heldur og einnig í pólitískum og félags- legum tilgangi og í sambandi við umferða- og öryggismál og í hvers konar áróðursskyni. Sem dæmi um þessa notkun vígorða hér á landi má t. d. nefna „Allt er betra en íhald- ið,“ „Verið vai'kár, varizt slys- in“, „Hreint land, fagurt land“, „Herferð gegn hungri“ o. s. frv. Þegar vígorð eru hins vegar notuð í auglýsinga- og sölu- skyni á verzlunarsviðinu, má að nokkru leyti jafna þeim til vörumerkja, og er þá ljóst, að slík vígorð verða að njóta laga- verndar gegn allri óréttmætri misnotkun og stælingu á þeim. Hingað til hafa verzlunarvíg- orð notið mjög takmarkaðrar lögverndar hér á landi. Má í því sambandi t. d. geta þess, að fyrir nokkrum árum tóku verzl- anirnar í „Vesturveri“ hér í borg að nota og auglýsa víg- orðið „Vöruval í Vesturveri“. Skömmu síðar hóf kjörbúð SÍS í Austurstræti að nota mjög líkt vígorð, eða vígorðið „Vöru- val á öllum hæðum“. Verzl- anirnar í „Vesturveri“ töldu þetta vígorð SÍS hreina stæl- ingu á vígorði sínu „Vöruval í Vesturveri“ og höfðuðu því mál gegn SÍS og gerðu þar þær dómkröfur, að SÍS yrði talið ó- heimilt að auglýsa firma sitt með vígorðinu „Vöruval á öll- um hæðum“, eða nota það á annan hátt í verzlunarskyni. Niðurstaða málsins varð sú, að SÍS var sýknað í málinu á þeim forsendum, að vígorðið „Vöruval í Vesturveri" nyti ekki lagaverndar sem slíkt. í öðru máli varðandi vígorð var þó sagt, að vígorð ættu að njóta réttarverndar samkvæmt 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.