Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 29

Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 29
skráningu vörumerkja og víg- orða. Ef engin andmæli koma fram gegn skráningu merkis- ins eða vígorðsins innan tveggja mánaða talið frá birt- ingardegi auglýsingarinnar, þá verður merkið eða vígorðið skráð. Þessi aðferð getur tekið nokkuð langan tíma. Af því leiðir, að óráðlegt er að leggja í mikinn kostnað, svo sem prentun umbúða, gerð mynda- móta, auglýsingar eða annað í sambandi við vígorðið, fyrr en tryggt er, að einkaréttur fáist á notkun þess. Sama regla gild- ir og að sjálfsögðu með önnur almenn vörumerki. Nú má að sjálfsögðu spyrja: Hvernig á vígorðið að vera, til þess að það komi að sem mest- um notum í samkeppninni og nái sem beztum tilgangi á ann- an hátt? Þessari spurningu er erfitt að svara. Engin algild viður- kennd lagaleg skilgreining er til, sem skýrir vígorð á full- nægjandi hátt. Norðmaðurinn Thor Schyberg segir, að vígorð sé „stutt, hnitmiðuð setning, sem stendur í nánu sambandi við hið auglýsta firma eða vörur þess, og á einn eða ann- an hátt einkennir, bendir á, eða hrósar einmitt ákveðnu firma eða vörum þess fram yf- ir allt annað.“ Danski vöru- merkjasérfræðingurinn Dr. jur. Hardy Andreasen gefur styttri skilgreiningu á vígorðum. Hann segir, að vígorð séu „stuttar, gagnorðar auglýsinga- setningar“. Báðar þessar skil- greiningar sýna greinilega að- altilgang vígorðanna: Þau eru verzlunareinkenni og auglýs- ingaaðferð. í augum almenn- ings getur því vígorðið með langri notkun og mikilli út- breiðslu vegna auglýsinga orð- ið að nokkurs konar ,,sérkenni“ ákveðins firma. Má i því sam- bandi t. d. benda á vígorðið „Allt á sama stað“, sem áður er á minnzt. Reynslan annars staðar sýn- ir, að við val vígorða er reynt að leggja áherzlu á vöruna eða viðkomandi firma, en á þann hátt næst beztur söluárangur í sambandi við notkun vígorðs- ins. Annars hafa vígorð stund- um verið flokkuð eftir efni sínu. Þannig má benda á þau vígorð, sem gefa einhverjar ráðleggingar til kaupanda vör- unnar, sbr. t. d. vígorðin: „Borðið fisk og sparið“, „Sjó- vátryggt er vel vátryggt“. Þá nota menn stundum hástig lýs- ingarorða í vigorðum sínum, eins og t. d. „Alltaf er hann beztur Blái borðinn“ og „Bragakaffi bragðast bezt“, en þær tegundir vigorða virðast ekki heppilegar. Kaupendur vöru taka ekki slíkar fullyrð- ingar alvarlega, en óska frekar eftir upplýsingum um vöruna eða firmað. Öllu betra en há- stig lýsingarorðs er að nota miðstigið, t. d. „BETT ER BETRA“, sem hér var fyrir nokkrum árum notað um þvottaefni, sem þá var á boð- stólum. Einna beztum árangri munu þó þau vígorð ná, þar sem firmanafnið er innifalið í sjálfu vígorðinu. Með því móti er um leið minnt á firmað sjálft, sem er mjög þýðingar- mikið atriði. Af þeirri gerð víg- orða er þó nokkur fjöldi hér á landi. Má þar t. d. nefna þessi vígorð: „Það er segin saga — bækurnar frá Braga“, „Njótið lífsins í Nausti“. „Komið á Borg — Borðið á Borg — Bú- ið á Borg“, „Shell smurt er vel smurt“, „Þér lærið málið í Mími“, „Allt með Eimskip“. Að endingu er rétt að vekja athygli á því, að vígorðið má ekki vera of langt, helzt ekki meira en 5 orð. Sé vígorðið enn fremur rímað, festist það betur í minni manna og felur á þann hátt í sér meiri sölu- kraft fyrir viðkomandi vöru eða firma. Það er því engin á- stæða til þess að flýta sér í vali vígorðs. Enda þótt góður aug- lýsingasérfræðingur sé með í ráðum, þá verður gott vígorð varla samið á stuttum tíma. Hér á landi sem annars staðar hafa hagyrðingar oft verið hafðir með í ráðum við val vígorða, Þannig er ekki ólíklegt, að einhverjir hagyrðingar hafi samið eftirfarandi vígorð: „Opnið eina dós og gæðin koma í ljós“, „Allt yðar líf — eitt- hvað frá SÍF“, „Augun ég hvíli með gleraugum frá Týli“. Að lokum get ég ekki stillt mig um að minnast á það víg- orð, sem Félag ísl. iðnrekenda mun hafa gengizt fyrir nú ný- lega, og ætlazt mun hafa verið til, að iðnrekendur notuðu í allsherjar herferð til eflingar íslenzkum iðnaði. „Veljum ís- lenzkt — íslenzkan iðnað“. Er vígorð þetta vægast sagt mjög óþjált og frámunalega klaufa- lega valið sem slíkt, enda mun raunin hafa orðið sú, að ein- stakir iðnrekendur hafa neitað að nota það óbreytt. Er þá ekki við því að búast, að vígorðið kæmi að því gagni, sem til var ætlazt af því í upphafi. Víg- orð það, sem íslenzkir iðnrek- endur notuðu hér fyrir nokkr- um árum, „Eflið íslenzkan iðn- að“ var hins vegar ágætt víg- orð, og verður ekki séð, hvers vegna ekki var hægt að nota það áfram, fyrst annað betra var ekki valið. 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.