Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.10.1969, Blaðsíða 29
skráningu vörumerkja og víg- orða. Ef engin andmæli koma fram gegn skráningu merkis- ins eða vígorðsins innan tveggja mánaða talið frá birt- ingardegi auglýsingarinnar, þá verður merkið eða vígorðið skráð. Þessi aðferð getur tekið nokkuð langan tíma. Af því leiðir, að óráðlegt er að leggja í mikinn kostnað, svo sem prentun umbúða, gerð mynda- móta, auglýsingar eða annað í sambandi við vígorðið, fyrr en tryggt er, að einkaréttur fáist á notkun þess. Sama regla gild- ir og að sjálfsögðu með önnur almenn vörumerki. Nú má að sjálfsögðu spyrja: Hvernig á vígorðið að vera, til þess að það komi að sem mest- um notum í samkeppninni og nái sem beztum tilgangi á ann- an hátt? Þessari spurningu er erfitt að svara. Engin algild viður- kennd lagaleg skilgreining er til, sem skýrir vígorð á full- nægjandi hátt. Norðmaðurinn Thor Schyberg segir, að vígorð sé „stutt, hnitmiðuð setning, sem stendur í nánu sambandi við hið auglýsta firma eða vörur þess, og á einn eða ann- an hátt einkennir, bendir á, eða hrósar einmitt ákveðnu firma eða vörum þess fram yf- ir allt annað.“ Danski vöru- merkjasérfræðingurinn Dr. jur. Hardy Andreasen gefur styttri skilgreiningu á vígorðum. Hann segir, að vígorð séu „stuttar, gagnorðar auglýsinga- setningar“. Báðar þessar skil- greiningar sýna greinilega að- altilgang vígorðanna: Þau eru verzlunareinkenni og auglýs- ingaaðferð. í augum almenn- ings getur því vígorðið með langri notkun og mikilli út- breiðslu vegna auglýsinga orð- ið að nokkurs konar ,,sérkenni“ ákveðins firma. Má i því sam- bandi t. d. benda á vígorðið „Allt á sama stað“, sem áður er á minnzt. Reynslan annars staðar sýn- ir, að við val vígorða er reynt að leggja áherzlu á vöruna eða viðkomandi firma, en á þann hátt næst beztur söluárangur í sambandi við notkun vígorðs- ins. Annars hafa vígorð stund- um verið flokkuð eftir efni sínu. Þannig má benda á þau vígorð, sem gefa einhverjar ráðleggingar til kaupanda vör- unnar, sbr. t. d. vígorðin: „Borðið fisk og sparið“, „Sjó- vátryggt er vel vátryggt“. Þá nota menn stundum hástig lýs- ingarorða í vigorðum sínum, eins og t. d. „Alltaf er hann beztur Blái borðinn“ og „Bragakaffi bragðast bezt“, en þær tegundir vigorða virðast ekki heppilegar. Kaupendur vöru taka ekki slíkar fullyrð- ingar alvarlega, en óska frekar eftir upplýsingum um vöruna eða firmað. Öllu betra en há- stig lýsingarorðs er að nota miðstigið, t. d. „BETT ER BETRA“, sem hér var fyrir nokkrum árum notað um þvottaefni, sem þá var á boð- stólum. Einna beztum árangri munu þó þau vígorð ná, þar sem firmanafnið er innifalið í sjálfu vígorðinu. Með því móti er um leið minnt á firmað sjálft, sem er mjög þýðingar- mikið atriði. Af þeirri gerð víg- orða er þó nokkur fjöldi hér á landi. Má þar t. d. nefna þessi vígorð: „Það er segin saga — bækurnar frá Braga“, „Njótið lífsins í Nausti“. „Komið á Borg — Borðið á Borg — Bú- ið á Borg“, „Shell smurt er vel smurt“, „Þér lærið málið í Mími“, „Allt með Eimskip“. Að endingu er rétt að vekja athygli á því, að vígorðið má ekki vera of langt, helzt ekki meira en 5 orð. Sé vígorðið enn fremur rímað, festist það betur í minni manna og felur á þann hátt í sér meiri sölu- kraft fyrir viðkomandi vöru eða firma. Það er því engin á- stæða til þess að flýta sér í vali vígorðs. Enda þótt góður aug- lýsingasérfræðingur sé með í ráðum, þá verður gott vígorð varla samið á stuttum tíma. Hér á landi sem annars staðar hafa hagyrðingar oft verið hafðir með í ráðum við val vígorða, Þannig er ekki ólíklegt, að einhverjir hagyrðingar hafi samið eftirfarandi vígorð: „Opnið eina dós og gæðin koma í ljós“, „Allt yðar líf — eitt- hvað frá SÍF“, „Augun ég hvíli með gleraugum frá Týli“. Að lokum get ég ekki stillt mig um að minnast á það víg- orð, sem Félag ísl. iðnrekenda mun hafa gengizt fyrir nú ný- lega, og ætlazt mun hafa verið til, að iðnrekendur notuðu í allsherjar herferð til eflingar íslenzkum iðnaði. „Veljum ís- lenzkt — íslenzkan iðnað“. Er vígorð þetta vægast sagt mjög óþjált og frámunalega klaufa- lega valið sem slíkt, enda mun raunin hafa orðið sú, að ein- stakir iðnrekendur hafa neitað að nota það óbreytt. Er þá ekki við því að búast, að vígorðið kæmi að því gagni, sem til var ætlazt af því í upphafi. Víg- orð það, sem íslenzkir iðnrek- endur notuðu hér fyrir nokkr- um árum, „Eflið íslenzkan iðn- að“ var hins vegar ágætt víg- orð, og verður ekki séð, hvers vegna ekki var hægt að nota það áfram, fyrst annað betra var ekki valið. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.