Frjáls verslun - 01.10.1969, Síða 56
Litaver er eitt þeirra fyrir-
tækja, sem hefur „rifið sig upp“
á oft og tíðum hressilegum aug-
lýsingum. „Við auglýsum mik-
ið og reglubundið,“ sagði Einar
Gunnar Ásgeirsson, einn af eig-
endum fyrirtækisins, „og teljum
það óhikað borga sig. Aftur á
móti er slæmt að geta ekki var-
ið hluta álagningarinnar beint
1 auglýsingar. Við lítum svo á,
að auglýsingar okkar gegni
hlutverki tveggja sölumanna,
og sérstaklega á þetta við um
landsbyggðina. Við höfum starf-
að í fimm ár og fyrirtækið hef-
ur vaxið ört, og eiga auglýsing-
arnar sinn þátt í því.“
í sumar vakti ein auglýsinga-
herferð mikla athygli, en það
var er Kúba kastaði stríðs-
hanzkanum framan í landann
(við eigum hér við sjónvarps-
tækin að sjálfsögðu), og þótti
F.V. fróðlegt að vita, hvernig
sú mikla auglýsingaherferð
svaraði sér. Óli Bieldvedt hjá
Nesco sagði, að auglýsingarnar
hefðu gert gífurlega mikið
gagn, svo mikið gagn, að nú
ætti fyrirtækið í erfiðleikum
með að hafa undan. í upphaf-
legri áætlun var gert ráð fyrir
mánaðarlegum sendingum, en
nú væri svo komið (í septem-
berlok), að afgreiðsla til kaup-
enda væri á eftir áætlun, og
því verður bið á næstu auglýs-
ingaherferð, en hún verður á-
reiðanlega eftirtektarverð, þeg-
ar hún kemur.
Hvernig á að auglýsa finnska
skartgripi, sem eru með mynstri
skartgrips, sem fannst í jörðu
í Finnlandi og er talinn frá
bronsöld? Jú, maður kennir
skartgripina við hellabúa, og
fær fegurðardrottningu íslands,
sem getur rakið ættir sínar til
Egils Skallagrímssonar, til að
vera í hlutverki bronsaldar-
ungfrúar. Myndin er sem sagt
af Maríu Baldursdóttur, og það
er Hinrik Árnason, sem útfærði
auglýsingahugmyndina fyrir
finnskt fyrirtæki, sem um þess-
ar mundir er að hefja sölu á
þessum skartgripum á Norður-
landamarkaði.
Slagorðið hjá Coca-Cola er
um þessar mundir „Allt geng-
ur betur með Coke“. Þetta er
erlent slogan, sem fellur vel að
íslenzku máli. Coke hefur alltaf
auglýst af kappi og reglubund-
ið og hafa auglýsingarnar
nokkra sérstöðu, þar sem Coca
Cola leitast við að kaupa bak-
síður á tímaritum, og yfirleitt
eru auglýsingarnar í litum.
Kristján Kjartansson sagði í
viðtali við F.V., að þeir gerðu.
auglýsingaplan fyrir árið með
hliðsjón af sölu fyrra árs og'
áætlaðri sölu yfirstandandi árs.
„Hefur ykkur einhvern tím-
ann dottið í hug að spara og
draga úr auglýsingum?“
„Nei, svo grænir erum við
ekki.“
Kristján fræddi okkur á því,
að dálítill blæbrigðamunur væri
á bandarískum og evrópskum
auglýsingum hjá Coke, en ís-
lenzku auglýsingarnar væru
mitt á milli, hvað stíl snerti.
Nú hefur Coca Cola verk-
smiðjan fimm drykki á boð-
stólum með tilkomu svonefndra
barvéla: Coca Cola, Fresca,
Fanta appelsín, Sprite Ginger
Ale og að auki sódavatn.
Og þar sem Coke gerir það
að verkum, að „allt gengur bet-
ur“, er í ráði að stækka verk-
smiðjuna á næstunni.
54