Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 65

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 65
Skiltagerð og húsmálun Ós- valdar Knudsen og Daníels Þor- kelssonar hefur starfað í ein 45 ár. Við spurðum Daníel. hvort þeir hefðu málað einn skrautlegasta bílinn í bænum — sendiferðabifreið Rolfs Jo- hansons, og kvað hann svo vera. Það kostaði 24 þúsund að mála bílinn, sem er ekki hátt verð miðað við, hve mjög hann er skreyttur. Þá hefur fyrirtækið málað gaflinn á Suð- urlandsbraut 10 — hið risa- stóra Hellesens batterí, og kostaði það verk 30 þúsund, en verkið sóttist mjög seint vegna þess, hve veðurlag spillti framkvæmdum. Nú er lokið við að mála gaflinn á Helga Magn- ússonar húsinu í Hafnarstræti og þar koma auglýsingar frá Coca Cola, Sælkeranum og Ford. Fyrirtækið sér um málun alls konar skilta, og eru um- ferðarmerki einn aðalliðurinn í framleiðslunni. Mikael Fransson hefur undan- farin ár starfað sem útstilling- armaður og auglýsingateiknari hjá Gefjun og SÍS. Hann er á- berandi flínkur við að gera plaststafi og skreytingar úr plasti. Mikael kom hingað frá Ungverjalandi árið 1956, en er nú orðinn íslenzkur ríkis- borgari. August Hákansson, eigandi Skiltagerðarinnar á Skólavörðu- stíg, sagði í viðtali við Frjálsa verzlun, að hann hefði starfað við skiltagerð og málun allt frá 1930. Nú rekur hann verzlun samhliða skiltagerðinni, og er þar á boðstólum margs konar efni fyrir föndur, listmálun og auglýsingar. August hefur einkaumboð fyrir sjálflímandi plaststafi af ýmsum stærðum, sem hægt er að nota úti jafnt sem inni. August kvaðst eink- um gera smærri skilti fyrir skrifstofur og ísbúðir og tals- vert af plötum á legsteina. Þá hefur August einn gert töfl- ur með lausum stöfum í; slík- ar töflur sjást víða í forher- bergjum húsa þar sem eru margs konar skrifstofur. Þá hefur August gert flestar út- sýnisskífurnar fyrir Ferðafélag íslands og er nú að vinna að skífum, sem settar verða upp í Dýrafirði og í Þórsmörk. Þá hefur August annazt gafl- auglýsingar, meðal annars gafl- auglýsingu fyrir Hörpu-silki á Nýja bíói, sem gerð var fyrir nokkrum árum og hefur sett svip á bæinn. RAFPLAST SF. vinnur eink- um að gerð ljósaskilta, og sýnir myndin hér að ofan eitt nýj- asta skiltið frá fyrirtækin — Gefjun Iðunn í Austurstræti. Ingiberg Þorvaldsson sagði FV, að verð hvers stafs i skiltum hefði verið um 7 þúsund krón- ur, en venjuleg ljósaskilti fyr- ir verzlanir kosta um 10 þús- und krónur. Yfirleitt kostaði um 1000 krónur að setja skilt- in upp og tengja þau. Perurn- ar, sem eru fluorsent, duga að jafnaði í tvö ár. Rafplast vinn- 63

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.