Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.05.1970, Qupperneq 20
FRJÁLS VERZLUN 7.0 þessari skilaskyldu getur -vald- ið launagreiðanda refsiábyrgð. Hafa verið kveðnir upp refsi- dómar í Hæstarétti, þar sem launagreiðendur hafa verið fundnir sekir um fjárdrátt sam- kvæmt 247. gr. almennra hegn- ingarlaga, sem leggur fangelsi allt að sex árum við slíku af- broti. Takmarkatilfelli. — Útlend- ingar. Kringumstæðum getur verið þannig háttað að vafi leiki á, hvort maður, sem starfar í fyr- irtæki eða stofnun sé raunveru- lega starfsmaður viðkomandi aðila og því heimild fyrir hendi til þess að taka af hon- um fé til greiðslu opinberra gjalda. Skýrt takmarkatilfelli af þessu tagi er að ifinna í Hæstaréttardómi frá 1968, sem fjallaði um lögtak er gert hafði verið hjá veitingahúsi , R-vík fyrir skattskuld þjóns, sem þar hafði starfað. Þar segir m. a.: Að vísu er það tekið fram í 1. gr. samnings milli Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og Félags framleiðslumanna, að framreiðslumenn og barþjónar taki eigi kaup hjá atvinnurek- anda, en fái þóknun hjá við- skiptamönnum. Hér er að áliti réttarins aðeins um samkomu- lag að ræða milli þessara tveggja samningsaðila um fyr- irkomulag um greiðslu starfs- launa og getur það í engu thagg- að skýlausum fyrirmælum laga og reglugerða um ábyrgð vinnuveitanda. í dómi þessum segir, að líta beri 'svo á að þjónninn hafi eigi verið sjálfstæður söluaðili gagnvart viðskiptamönnum veitingahússins, heldur komið þar fram sem starfsmaður at- vinnurekandans og að atvinnu- rekandinn hafi þvi verið vinnu- veitandi hans og raunveruleg- ur kaupgreiðandi og sé því á- byrgur fyrir greiðslu skatt- skuldarinnar. Naumast er unnt að gefa neina algilda reglu um, hvenær maður í fyrirtæki er svo sjálfstæður gagnvart at- vinnurekandanum, að hann teljist ekki starfsmaður at- vinnurekandans með þeim af- leiðingum, að sá síðarnefndi beri ekki ábyrgð á opinberum gjöldum hans. í slíkum tilfell- um er ráðlegast fyrir atvinnu- rekandann að snúa sér þegar við ráðningu mannsins til Gjaldheimtunnar eða annarra innheimtuaðila opinberra gjalda og fá skorið úr Skyldu sinni í þessu efni. Eftir á kann slíkt að reynast of seint til þess að firra sig vandræðum. Hvað útlendinga snertir, sem starfa og taka laun hér á landi, er aðalreglan sú, að launagreið- endur þeirra ábyrgjast greiðslu opinberra gjalda til þeirra hér með því að halda eftir reglu- lega ákveðnum hluta af laun- um þeirra og skila innheimtu- aðila þannig, að tryggt sé, að þann dag, sem gjaidandinn fari úr landi verði búið að greiða sem næst þá fjárhæð, sem þá hefur verið lögð á gjaldandann. Bera launagreiðendur ábyrgð á greiðslu þessara gjalda, eins og um eigin gjöld væri að ræða. Því fé, sem haldið er eftir af launum starfsmannsins á þenn- an hátt, skal skila til viðkom- andi innheimtuaðila innan viku. Komi það í ljós, að útlending- ur, sem á ógreidda skattskuld í heimalandi sínu, yirðist launa- greiðandi hans hér ekki bera neina ábyrgð á þeirri skatt- skuld né hafa neina heimild til þess að taka af launum starfsmannsins fyrir slíkri skattskuld, fái hann vitneskju um hana. Þessa ályktun virð- ist mega draga af dómi, sem kveðinn var unn fvrir nokkr- um árum í máli i Revkiavík. bar sem Gjaldstofa Færevia krafði Færeving, er dvaldist hér á landi, um vangoldna skattskuld. Segir í dómi undir- réttar, að það sé viðtekin venja að dómstólar í einu ríki fjalli ekki um skattakröfur frá öðrum ríkium, hvorki með dómi né aðför. Er ennfremur á það bent, að í samningum á milli Norðurlanda sé svo kveð- ið á um, að dómar um skatta. sem kveðnir eru upp í einu landanna, séu ekki aðfararhæf- ir í öðru. Þaðan af síður ættu ákvarðanir skattayfirvalda í einu ríkjanna um skattfjárhæð að vera dómhæfar í öðru. Af þessum ástæðum var mál- inu vísað frá dómi í undirrétti. í Hæstarétti var málinu einnig vísað frá dómi en af öðrum á- stæðum, þannig að ekki var tekin afstaða til forsenda und- irréttardómsins. Nú, þegar það verður stöð- ugt algengara, að útlendir menn komi til íslands til starfa og Islendingar sjálfir fari til annarra landa í at- vinnuleit, kunna margvísleg til- felli af þessu tagi að koma upp. Verður þá ef til vill nauðsyn á að setja nýjar reglur um þetta efni, sem lagaðar verði eftir breyttum aðstæðum. Niðurlag: Samkv. því sem rakið hefur verið hér að framan, eru það fyrst og fremst eftirfarandi höf- uðatriði, sem athuga ber: Launagreiðandi á að til- kynna Gjaldheimtunni og öðrum inniheimtuaðilum það þegar í stað, er hann ræður nýjan starfsmann í þjónustu sína. Launagreiðenda bera að tilkynna það sömu að- ilum þegar í stað, er starfs- maður fer úr þjónustu hans. Launagreiðandi á að taka af launum starfs- manns fyrir opinberum gjöldum nákvæmlega í samræmi við fyrirmæli inn'heimtuaðila hins opin- bera: Launagreiðanda ber að skila strax innheimtuaðil- um því fé, sem tekið hef- urverið af starfsmanni upp í opinber gjöld. Starfsfólk geymi vand- lega kvittanir frá launa- greiðanda fyrir greiðslu opinberra gjalda sinna.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.