Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Side 25

Frjáls verslun - 01.05.1970, Side 25
FRJÁLS VERZLUNf 25 við verðum senn að bjóða við- skiptavinum okkar. FV: Getum við ekki rætt að- eins nánar þörfina fyrir hönn- uði. Hér eru margir mjög fall- egir hlutir, og það sem mig langar til að vita: Af hverju eru hlutirnir svona vel gerðir, án þess að þar séu að verki viðurkenndir hönnuðir? Berta: Framleiðendur sjálfir hafa þurft að brjótast í þessu, þeir hafa ekki getað leitað til annarra með vandkvæði sín. Þeir breyta erlendum fyrir- myndum fyrir okkar staðhætti og smekk, og það koma fram nýjar hugmyndir þegar verið er að sníða flík. Haukur: Það er spurning hvort margir framleiðendur hér séu ekki orðnir raunveru- legir hönnuðir. Berta: Skilyrðislaust eru margir orðnir það. Klemenz: Fyrirtækin eru flest það smá að þau ráða ekki við að hafa sérmenntað fólk á þessu sviði. Haukur: Það má segja að hvert fyrirtæki hafi raunveru- lega yfir að ráð hluta af hönn- uði, það getur verið fram- kvæmdastj órinn, verkstæðisfor- maðurinn, eða klæðskerarnir. Berta: Svo er það almenna starfsfólkið. sem tekur þátt í þessu og ég get nefnt sem dæmi að hjá Prjónastofunni Feysunni hjálpast allir að. Ein fær einhverja hugmynd, önn- um bætir við og það vinna allir eins og þeir eigi þetta fyrir- tæki. Allir vilja leggja sig fram við að gera framleiðsluna sem fallegasta. FV: Mér virðist eins og sam- keppnisandinn hér á staðnum sé til fyrirmyndar, allir virðast reiðubúnir til að hrósa fram- leiðslunni í næsta bás. Ragnar: Þetta er rétt, og ég vil halda því fram, að þau fyr- irtæki, sem hér sýna, hafi náð mjög góðu sameiginlegu átaki. Berta: Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Stríð á milli sölumanna er ekki til. Það er líka eitt sem margir átta sig ekki á — verzlunarstjóri getur ekki rekið verzlun nema að kaupa af sem flestum, svo að Berta: Þetta er falleg vara ... Náttföt og náttkjóll frá Artemis.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.