Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Síða 33

Frjáls verslun - 01.05.1970, Síða 33
FRJÁLS VERZLLm 33 Landbúnaftur Sveiflur í vélakaupum bænda „Flóttinn úr sveitum lands- ins á mölina“ hefur verið tím- anna tákn hér á landi á þess- ari öld tæknibyltingarinnar. Já, víst hefur fjölgað á mölinni og fækkað í sveitunum. Fjöldinn á mölinni hefur krafizt æ meiri landbúnaðarafurða, eins og annars í sig og á. Það hefur Bændur verða vissulega að fá talsvert fyrir sinn snúð, því enginn rekur nútímabú með góðum húsum og nægum véla- kosti fyrir minna en milljónir í stofnkostnaði og hundruðum þúsunda í reksturskostnaði. Bændur munu nú vera um 5 þúsund talsins, með mjög mis- Afkoma bænda hefur m. a. lýst sér í mikilli sveiflu niður á við í kaupum á landbúnaðar- vélum og tækjum, og höfðu þau hrapað fjórfalt í fyrra frá árinu 1966, reiknað á föstu gengi, — og rúmlega þó. Þetta kemur fram í tölum, sem blað- ið hefur fengið hjá Efnahags- Þetta er FAHR hvirfilsláttuvél frá Þýzkalandi, sem Þór hf. selur. verið verkefni fámennisins í sveitunum, að sinna þeirri kröfu. Þar hefur tæknibylting- in komið til sögunnar og gert færri höndum kleift að fram- leiða æ meira. Bændur gera nú flest með vélum, sem voru óþekktar 'hér á landi fyrir fáum áratugum. Góðbændur eiga 2-4 dráttarvél- ar og alls konar tengivélar og tæki, og meira að segja mjólka þeir kýrnar með vélum og rýja féð með vélum. Þeir eru jafn- vel farnir að smala afréttirnar með flugvélum! En eitthvað hlýtur tæknin að kosta. Og víst er um það. stór bú. Þeir eru töluvert færri, sem í raun og veru reka þjóð- hagslega séð hagkvæm bú, þó fer þeim fjölgandi með ári hverju á grundvelli mikillar ræktunar og batnandi aðbún- aðar, samfara vaxandi markaði og aukinni nýtingu afurðanna. En sambúð bænda við náttúru- öflin á það til að bregða til beggja vona, eins og kal í tún- um og óþurrkar hafa undanfar- ið sannað áþreifanlega. Þessir ógæfuvaldar hafa herjað á landbúnaðinn um land allt um leið og efnahagserfiðleikarnir hafa ruðst inn í þjóðarbúskap- inn í heild sinni. stofnuninni. Hins vegar hefur batinn í þjóðarbúskapnum lagt grundvöll að nýrri bjartsýni meðal bænda. þótt þeir hafi síður en svo komizt yfir sér- staka erfiðleika sína á undan- förnum árum. Eru véla og tækjakaup nú aftur vaxandi. Reiknað á útsöluverði námu véla og tækjakaup bænda þess- um upphæðum árin 1966-1969: 1966 175,3 millj.. 1967 129,0 millj., 1968 130,0 millj. og 1969 81 4 millj. En á föstu gengi ársins 1960: 1966 133,6 millj.. 1967 97,8 millj., 1968 74,6 millj. og 1969 30,2 millj.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.