Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1970, Page 34

Frjáls verslun - 01.05.1970, Page 34
34 FRJAL5 VERZLUN í þessu eru allar dráttarvél- ar keyptar á þessum árum, en einhver lítill hluti þeirra hef- ur ekki verið keyptur til land- búnaðar svo og aðrar innflutt- ar landbúnaðarvélar og tæki keypt á sama tíma, og loks á- ætlun um innlendar vélar og tæki keypt á sama tíma. Bif- reiðar eru ekki taldar með, en þær eru að sjálfsögðu ómiss- andi hverjum bónda vegna bú- rekstursins, og a. m. k. hluti af bifreiðakaupum þeirra ætti að teljast með til þess að fengist raunverulegur árlegur stofn- kostnaður bænda í véla- óg tækjakaupum. Og þetta er hin vinsæla FAHR fjölfætla, sem 70-80% ísl. bænda eiga. IHjög arukin sala í vor Eitt af helztu fyrirtækjun- um, sem flytur inn og selur landbúnaðarvélar og tæki, er ÞÓR hf. á Skólavörðustig 25 í Reykjavík. Þjónusta við land- búnaðinn er eitt meginverkefni fyrirtækisins, sem selur þó einnig mikið af vélum og verk- færum til annarra atvinnuvega. t. d. iðnaðar. Blaðið hafði tal af Stefáni Ásgrímssyni starfs- manni Þórs hf. og spurði hann um viðskipti við bændur um þessar mundir. „Það er mjög aukin sala nú í vor, miðað við í fyrra, enda voru véla- og tækjakaup bænda í lágmarki þá og nú eru batnandi horfur almennt." Þá báðum við Stefán að telja upp til fróðleiks helztu vélar og tæki, sem Þór hf. selur bændum: FORD dráttarvélar, FAHR hvirfilsláttuvélar, fjölfætlur og sjálfhleðsluvagnar (frá Þýzka- landi), WELGER sjálfhleðslu- vagnar (frá Þýzkalandi), GIRO áburðardreifarar og sláttutæt- arar (frá Danmörku), AMA- ZONE áburðardreifarar (frá Þýzkalandi), GUFFEN mykju- dreifarar (frá Noregi), GRIMME kartöfluupptökuvél- ar (frá Þýzkalandi), KYLL- INGSTAD plógar (frá Noregi) og DALTON fjármerki — svo nokkuð sé nefnt. T. d. um notk- un þessara véla og tækja, má nefna, að FAHR fjölfætlur munu vera í eigu 70-80% ís- lenzkra bænda.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.