Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.11.1971, Qupperneq 23
Greinar og viötöi Ríkisstjórnin er stefnulaus Ágreiningur í stjórninni og einstökum stjórnarílokkum um stefnu í varnarmálum. — Ágreiningur milli stjórnar- sinna um stefnu í launamálum. — Kommúnistar sterkasti flokkur stjómarinnar og Lúðvík sterkasti einstaklingurinn. Grein eftir Ásmund Einarsson. Ég held mér sé óhætt að full- yrða, að traust almennings á ríkisstjórninni fer dagminnk- andi, þegar þetta er ritað, um miðjan nóvember. Ríkisstjórnin hefur blekkt almenning. Hún hefur þó ekki beinlínis gengið móti vilja al- mennings með blekkingum sínum, en hún hefur sýnt stefnuleysi og sýndarmennsku. Það er að koma í ljós, að mál- efnasamningur ríkisstjórnarinn- ar, vinstri stefna áttunda ára- tugsins, er meiri og minni sjón- hverfingar. Rikisstjórnin lét almenning standa í þeirri trú, eins lengi og hún gat, að ætlunin væri, að varnarliðið færi af landinu við fyrsta tækifæri og skilyrð- islaust. Þegar ríkisstjórnin fann, að stefna hennar mæltist ekki vel fyrir, og saumað var að utanríkisráðherra, gaf hann þá yfirlýsingu, að ríkisstjórnin hefði enga ákvörðun tekið um brottför varnarliðsins. Ákvörð- un, sagði ráðherra, verður ekki tekin, fyrr en að lokinni mjög nákvæmri athugun á öllum málavöxtum. Sú athugun mun taka mjög langan tíma. Þessi yfirlýsing gekk í berhögg við túlkun Þjóðviljans á varnar- málastefnu ríkisstjórnarinnar, skömmu áður en utanríkisráð- herra gaf fyrrnefnda yfirlýs- ingu. Samt þagði Þjóðviljinn þunnu hljóði við því, sem utan- ríkisráðherra hafði sagt. Al- menningur sætti sig við yfir- lýsingu utanríkisráðherra efnis- lega, en hann sættir sig ekki við það að hafa verið beittur blekkingum. Eftir er að sjá, hvort kommúnistar sætta sig við, að forystumenn þeirra beiti svikum í þessu máli á nýjan leik. Þá hefur ríkisstjórnin orðið að súpa seyðið af efnahags- málaþætti málefnasamningsins. Þær vonir, sem stjórnarflokk- arnir vöktu með yfirlýsingum sínum um efnahagsmálin, hafa að talsverðu leyti brugðist, og eiga enn eftir að bregðast, þeg- ar það kemur betur á daginn, að loforð ríkisstjómarinnar eru í senn mótsagnakennd og ó- framkvæmanleg. Almenningur er sem sagt farinn að skynja, að ekki er allt sem sýnist í málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Hann mun aldrei geta treyst því hér eftir, að ríkisstjórnin meini raun- verulega það, sem hún segir. Ríkisstjórnin hefur þótzt þess umkomin að gera meira en hún getur nú staðið við. Hún hefur reynt að læða inn hjá almenn- ingi skilningi, sem svo fær ekki staðizt, þegar til kastanna kemur. Einhverjum þykir eflaust fullmikið sagt, að ríkisstjórnin eigi að segja af sér af þessum sökum. En hér er um miklu alvarlegri pólitískar blekking- ar að ræða en gengur og gerist. Þær hafa beinlínis haft í för með sér, að utanríkisstefna fs- lands hangir að verulegu leyti í lausu lofti. Yfirlýsingar stjórnarinnar í varnarmálum eru með öllu marklausar, og á þeim verður ekki unnt að taka mark, fyrr en ríkisstjórnin segir afdráttar- laust, hvort varnarliðið skuli sitja eða fara. Eftir ummælum utanríkisráðherra að dæma get- ur tekið eitt til þrjú ár að framkvæma þá athugun, sem á að liggja til grundvallar ákvörðunum ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. Það er of lang- ur óvissutími í svo mikilvægu máli. Engar ábyrgar ríkis- stjórnir leyfa sér að skapa slíkt festuleysi í jafn þýðingarmiklu máli. Áuk þess hefur það ætíð verið talið bera vott um póli- tískan vanþroska, þegar utan- ríkisstefna einnar þjóðar, er svo á reiki, sem hún er og fyrirsjáanlega verður, vegna innri vandamála í stjórninni sjálfri. í stuttu máli sagt er stefnuleysið í varnarmálum stórskaðlegt út á við. Við þetta bætist, að ríkis- stjórnin hefur ekki tiltrú stuðningsmanna sinna í launa- málum. Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands, og Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, tala greinilega ekki sama mál, þegar kjaramálin eru annars vegar. Millistéttar- fólk í Framsóknarflokknum ótt- ast, að kjör þess verði til muna skert. Kommúnistar eru kröfu- harðir í ríkisstjórninni, og þeim er ljóst, að efnahagslegur glundroði, sem fylgir í kjölfar undanlátssemi við stefnuþeirra, verður aðeins vatn á myllu þeirra. Það er nú komið á daginn, FV 11 1971 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.