Frjáls verslun - 01.11.1971, Page 45
Kirkjan
Tímamót í sögu umdeildustu
kirkjubygginga r á Islandi
Hallgrímskirkjuturn fullgerður að utan á næsta ári
Um síðustu áramót var bygg-
ingarkostnaður Hallgrímskirkju
á Skólavörðuholti orðinn rúm-
lega 30.6 millj. króna. Hið opin-
bera, ríkissjóður og borgarsjóð-
ur Reykjavíkur höfðu lagt fram
39.5% kostnaðar, en 60.5%
höfðu verið greidd af frjálsum
framlögum. Þegar litið er á
frjálsu framlögin, munar mest
um framlög Hallgrímssafnaðar,
en þau námu í árslok 1970
24.9% af heildarkostnaði fram
til þess tíma. Gjafir og áheit
hafa numið 13.8%, gjafir vegna
kirkjuklukkna 6.6%, framlag
Kvenfélags Hallgrímskirkju
3.1% og tekjur af gjafabréfi
Hallgrímskirkju 4.4% kostnað-
ar. Auk þess er um minni tekju-
lindir að ræða. Nýlega barst
svo stórgjöf frá Noregi, granít-
mulningur utan á kirkjuturn-
inn og annað byggingarefni,
auk gjafa til lýðháskólans í
Skálholti. Efnið var keypt á
niðursettu verði fyrir peninga,
sem presturinn Harald Hope
hefur náð saman með gírósöfn-
un um allan Noreg.
TURNINN FULLGERÐUR AÐ
UTAN 1972
Gert er ráð fyrir, að unnt
verði að taka vinnupalla utan
af turnspírunni, sem er um 25
metrar, þegar á þessu ári, en
það verður þó algjörlega háð
veðrum. Sennilega mun svo
turninn birtast fullgerður að
utan á næsta ári, en bá verður
haldið áfram framkvæmdum
við kirkjuskipið. Um líkt leyti
verður sennilega gert nýtt átak
í fjáröflunarmálum kirkjunnar
og binda menn miklar vonir
við þá söfnun, bæði vegna þess,
að þá mun koma í ljós umtals-
verður áfangi í kirkjusmíðinni,
og hins, að andstaðan gegn
kirkjubyggingunni hefur farið
minnkandi á allra síðustu ár-
um.
UMDEILT GUÐSHÚS
Hallgrímskirkja á Skóla-
vörðuholti hefur verið einhver
umdeildasta kirkjubygging í
sögu landsins. Hugmyndin um
hana kom fyrst frá Þórhalli
Síðastliðinn dratug var byggt
fyrir tœplega 28 milljónir.
biskupi Bjarnasyni, árið 1914.
Hugmyndinni um að reist yrði
kirkjubygging til minningar
um Hallgrím Pétursson var út
af fyrir sig vel tekið. En brátt
hófust deilur um staðsetningu
kirkjunnar. Vildu ýmsir láta
kirkjuna rísa í Reykjavík, en
aðrir töldu rétt að hafa kirkj-
una í Saurbæ, á þeim stað, sem
Hallgrímur starfaði lengst af
prestsævi sinni. Saurbæjar-
menn urðu hinum yfirsterkari,
og er nú fyrir löngu risin Hall-
grímskirkja í Saurbæ.
Þeir, sem voru hlynntir hug-
myndinni um minningarkirkju
í höfuðborginni, héldu þó áfram
baráttu sinni, og átti hún eftir
að verða bæði löng og ströng.
Framan af skorti viðunandi
hugmyndir um útlit kirkjunn-
ar, þá tók við barátta innan
bæjarstjórnar um byggingar-
leyfi, loks hnakkrifust menn
um útlit hennar, stærð og hvað
annað, sem var talið máli
skipta af hálfu andstæðinga
kirkjunnar. Enginn vafi virð-
ist leika á því, að andstaðan
hafi ekki alltaf stafað af um-
hyggju fyrir kirkjunni, heldur
hafi hún einnig átt sér persónu-
legar og pólitískar orsakir. Þess-
um deilum hefur nú linnt í bili,
og margir af helztu baráttu-
mönnunum með og móti kirkju-
byggingunni eru nú látnir. Af
andstæðingum má nefna Lúð-
víg Guðmundsson skólastjóra,
Valtý Stefánsson ritstjóra og
Pétur Benediktsson banka-
stjóra, en af meðhaldsmönnum
má nefna Jónas Jónsson frá
Hriflu. Þó gætir talsverðrar
óánægju — einkum meðal ungra
menntamanna — og er aldrei að
vita, nema sú andstaða blossi
upp á svipaðan hátt og fyrir
fáeinum árum, en þá var gerð
hatrömm tilraun til að fá teikn-
ingum af kirkjunni, og þar
með öllu útliti hennar, gjör-
FV 11 1971
45