Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Side 79

Frjáls verslun - 01.11.1971, Side 79
K70 hefur hlotið góða umsögn í erlendum blöðum. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. flytur inn vinsælasta bíl- inn á Islandi, Volkswagen. Sá tími er liðinn, þegar allir Volks- wagen voru eins, nema á litinn. Nú er hægt að velja fjórar megingerðir, sem fást í mismun- andi útgáfum. 1200, 1302, 1600 og K70, auk sendiferðabíla. 1200 er næstur upprunalega Fólksvagninum og ódýrastur af þessum bílum, en 1300 er mjög svipaður. 1302 hefur sama mót- or. en stærra nef og MasPher- son fjöðrun að framan, sem breytir aksturseiginleikum bíls- ins, auk þess sem farangurs- rými eykst mjög. 1600, 1600L og Variant, hafa nú verið framleiddir í nokkur ár og njóta vinsælda, sem sterk- ir og traustir bílar. K70 er fyrsti vatnskældi bíllinn, sem framleiddur er undir VW merk- inu. Kom hann fullteiknaður til VW, þegar fyrirtækið keypti NSU verksmiðjurnar. Stutt er síðan hann kom hingað, en hann hefur fengið mjög góða umsögn í erlendum blöðum. Þá selur HEKLA mikið af sendiferðabílum, pallbílum og litlum hálfkössum. Einnig hef- ur fyrirtækið umboð fyrir Land Rover og Range Rover, sem hef- ur vakið mikla eftirspurn að undanförnu. DAVÍÐ SIGURÐSSON er umboðsmaður fyrir Fiat á ís- landi. Fiat bílar hafa náð hér miklum vinsældum, enda er um margar gerðir að velja. Minnst- ur er Fiat 600, sem nú mun senn verða hætt að framleiða. Næstur kemur Fiat 850 og eru þessir tveir einu bílarnir frá Fiat, með mótorinn aftur í. Fiat 124 kom á markaðinn fyrir fimm árum og 125 nokkru síðar. Sá síðarnefndi er með tvöfaldan yfirliggjandi knastás og mjög líflegur bíll í akstri. Fiat 128 kom á markaðinn fyrir 2-3 árum og var þá kosinn bíll ársins. víða í Evrópu. Hann er með mótorinn fram í og fram- hjóladrif. Nú er að koma á markaðinn nýr smábíll frá Fiat og hefur heyrst að hann muni jafnvel koma í stað 850. Hann hefur fjögurra strokka, 903 rúmsenti- metra mótor, 47 hestafla, með fimm sætum. Von er á honum á markaðinn hér á landi fyrir lok þessa árs. Auk þessara bíla framleiðir Fiat stóran bíl, 130, sem ekki hefur verið fluttur hingað. Hinn nýi Fiat 127, sem er að koma á markaðinn hér á landi. FV 11 1971 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.