Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 59

Frjáls verslun - 01.09.1972, Page 59
DtfKtiR H.F. Verksmiðjan Dúkur er hluta- félag, er hóf starfsemi sína fyrir tæpum tuttugu árum. Það, sem fyrst og fremst einkennir starfsemi fyrirtækis- ins og framleiðslu þess er, að Dúkur h.f. hefur samvinnu við mörg erlend fyrirtæki á sviði fatnaðarframleiðslu. Hefur ver- ið leitazt eftir að samræma hönnun framleiðsluvaranna, tæknilega reynslu hinna er- lendu framleiðenda og upplýs- ingar um síbreytileg markaðs- viðhorf í íslenzkum aðstæðum. Þessi samvinna hefur verið á sviði kvenundirfatnaðar og lífstykkjavara, hverskonar vtri kvenfatnaðar, karlmannanær- fatnaðar og karlmannabuxna- framleiðslu. Mörgum íslenzkum neytanda koma i hug vörumerkin KAN- TERS, SLIMMA, KORATON „þarf aldrei að pressa“, og ACTIVITY. Þessi upptalning er ekki tæmandi fyrir frain- leiðsluvörur fyrirtækisins þvi þar eru ennfremur framleidd- ar MARK skyrtur og auk þess á Dúkur h.f. vaxandi þátt í framleiðslu íslenzkra fatnaðar- vara úr ullarefnum til út- flutnings. Það hefur jafnan verið sjón- armið stjórnenda fyrirtækisins að fylgjast sem bezt með tækninýjungum að því er varð- ar framleiðslutæki og það hef- ur skapað sér ákjósanlega að- stöðu til þess að koma við óhjákvæmilegri framleiðni- aukningu með því að skapa sér rúmgott húsnæði, Hefur fyrirtækið nú rúmlega lOOOm húsnæði til ráðstöfunar fyrir framleiðslustarfsemina. FV 9 1972 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.