Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 15
Islenzkar vörur á Bandaríkjamarkað American Express, fyrir- tækið bandaríska, er nú þessa dagana að senda frá sér fyrstu 50.000 bæklingana, „Dis- cover Iceland“, þar sem boðn- ir eru til sölu íslenzkir munir auk þess sem þar birtist ávarp forseta íslands og upplýsingar um land og þjóð'. Vörurnar eru flestar sérliannaðar fyrir Amr erican Express, sem gefur handhöfum viðskiptakorta sinna kost á að kaupa þær. Þar ber fyrst að nefna ýmsar ullarvörur frá Álafossi h.f., silfurvörur frá íslenzkum út- flutningi h.f., sem Gullsmíða- vinnustofa Bjarna og Þórarins hefur smíðað og liannað, kera- mikvörur frá Glit h.f. svo og verðlaunastól frá Kristjáni Siggeirssyni h.f. Þetta samstarf er til komið fyrir milligöngu Icelandic Im- ports Inc. í New York, að því er Konráð Axelsson, forstjóri íslenzks útflutnings h.f., tjáði okkur. American Express hef- ur að öllu leyti kostað þessa tilraun, og sagði Konráð, að þeir hefðu þegar eytt í hana um 150.000 dollurum. íslenzku fyrirtækin hafa þegar sent vör- ur til Bandaríkjanna, svo hægt sé að afgreiða fyrstu pantanirn- ar, sem berast, og sagði Kon- ráð, að hans fyrirtæki hefði sent út silfurvörur fyrir u. þ. b. 1 milljón íslenzkra króna, en það eru fjórir munir, hálsmen með eftirmynd af Valþjófs- staðahurðinni, og leðurbelti fyrir karlmenn, en sylgja þess er með sama mynstri. Þá er rúskinnsbelti fyrir konur með stokkum úr víravirki og silfur- kaleikur gerður eftir bikar á Þjóðminjasafninu, en hann er úr ,,silfurpletti“. Þessir munir kosta frá 35 upp í 200 dollara og er kvenbeltið dýrast. Um þrjár milljónir Banda- ríkjamanna hafa undir hönd- um viðskiptakort American Express. Að sögn Konráðs er söludeild þess tiltölulega ný- leg, en starfsemi hennar er mjög öflug og fer ört vaxandi. Þegar bæklingar sem þessir eru ssndir út eru valdir úr þeir viðskiptamenn, sem hæstar árstekjur hafa, og taldi Kon- ráð að þessir yrðu ekki sendir til manna, sem hefðu undir 20 þúsund dollara árstekjum. Engin söluáætlun hefur ver- ið gerð enn, en verður væntan- lega lögð fram, þegar séð verð- ur um árangur þessarar fyrstu tilraunar. Flugfélögin: Sameiginleg farþegaafgreiðsla og farpantanadeild Fulltrúar frá Flugfélagi ís- lands og Loftleiðum eru nú á ferðalagi milli skrifstofa félag- anna erlendis til að kynna sér rekstur þeirra með sameiningu í huga. Er reiknað með að þessari vísitasíu verði lokið um miðjan september, og þá munu skjótlega verða teknar ákvarðanir um sameiginlegan rekstur söluskrifstofanna. Innan skamms mun Flugfé- lag íslands flytja með farþega- afgreiðslu sína fyrir milli- landaflugið í Loftleiðahótelið, og verða þá allir farþegar í utanlandsflugi frá íslandi af- greiddir þar. Loftleiðir munu einnig taka að sér afgreiðslu fyrir h'lugfélag íslands á Kefla- víkurflugvelli, sem þá mun loka skrifstofu sinni þar. Næsta skrefið í hagræðing- armálum félaganna er svo sameiginleg farskrárdeild. Eft- ir því sem næst verður kom- izt mun hugmyndin sú, að leggja niður sjálfstæða far- pantanadeild hjá Flugfélagi ís- lands en fela bókanadeild Loftleiða að annast skráningu farþega fyrir bæði félögin. Eldhúsiði á Keflavíkurflug- velli verður sennilega næst á dagskrá en það hafa Loftleiðir rekið til þessa. Flugfélag íslands hefur búið út mat handa farþegum sínum í Reykjavík en stefnt er að því að sameina þessa starfsemi suður á Keflavíkurflugvelli. FV 8 1973 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.