Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 21
Sænsku unglingarnir bera saman bækur sínar í aðalstöðvum Perstorp-efnaverksmiðjunnar. stóru efnafyrirtæki Evrópu á komandi árum. LEITAÐ AÐ MINNI MARKAÐSSVÆÐUM. Wessman hóf þegar að leita að „minni markaðssvæðum11, eða „mini markets", og einbeita sér að útbreiðslunni á þeim. Með þessu taldi hann að tryggja mætti afkomu fyrirtækisins á umræddum svæðum, sem eru of lítil fyrir risafyrirtækin. Til þess að skapa sér grundvöll á svæðunum, setti Wessman á fót nýtt dótturfyrirtæki, Pernovo AB, sem átti að finna þessi litlu markaðssvæði og koma með hugmyndir um nýjar fram- leiðslugreinar. Þar að auki ákvað forstjórinn að taka upp nýja stefnu í skapandi hugsun- arhætti í þessum sama tilgangi. NÝJAR HUGMYNDIR — TÁNINGAR RÁÐNIR Þegar Wessman var að kynna sér nýjar aðferðir í skapandi hugsunarhætti á Bretlandseyj- um, kynntist hann brezkum sér- fræðingi í þessum efnum, Ed- ward de Bono. Það er skoðun de Bonos, að menn eyði allt of miklum tíma í að leysa vanda- mál með hefðbundnum aðferð- um og hugsunarhætti. Hann hef- ur sett fram ýmsar hugmyndir um leiðir til þess að losna út úr þessu kerfi og gefa mönnum þannig kost á að sjá vandamálin í nýju ljósi. De Bono heldur því fram, að unglingar séu ekki eins hindraðir í hugsunarhætti og eldra fólk, og að þeir séu mun fljótari að koma auga á lausn flókinna vandamála. Wessman bauð de Bono til Perstorps til þess að reyna þar einhverjar nýjungar. Þeir ákváðu að ráða unglingana einmitt til þess að koma með nýjar skapandi hug- myndir. BÖRN STARFSFÓLKS URÐU FYRIR VALINU Perstorp er 80 kílómetra frá Málmey. Þar búa 8000 manns, en 1600 þeirra starfa hjá Per- storp AB. De Bono óskaði eftir skólabörnum og taldi að sænska skólakerfið væri þannig byggt upp, að það hefði jákvæð áhrif á tilraun þessa. Tuttugu ungling- ar á aldrinum 15 til 16 ára voru ráðnir úr hópi 60, sem sóttu um starfið. Eina krafan var að börn- in kynnu sæmilega ensku, þar sem de Bono talar ekki sænsku. Hann taldi, að réttar hefði verið að ráða yngri börn, undir 10 ára aldri, en vandinn var sá, að þau töluðu ekki ensku. Börnin fengu mánaðar tilsögn í ensku, og á fyrstu „brain storming“ fundunum, var hugmyndaflug- ið takmarkað og stirt vegna málsins. Börnin urðu að læra að hugsa á framandi máli og það var þeim all erfitt í fyrstu. De Bono skýrði fyrir þeim hvernig hægt væri að komast yf- ir þann hjalla. Ein aðferðin er sú, að fletta í gegnum orða- bók, og finna orð, sem nota mætti til þess að finna lausn á ákveðnu vandamáli. í byrjun var þetta erfitt, en börnin kom- ust samt fljótt upp á lag með aðferðina. UNDARLEG VERKEFNI í FYRSTU Upphaflega fékk de Bono unglingunum „akademísk“ verk efni, eins og t. d. að koma með hugmyndir um það hvernig hægt væri að endurbæta lög- regluhjálma og endurskapa and- lit mannsins. Hann segir, að hug- myndir táninganna hafi ekki verið nýstárlegar, en samt at- hyglisverðar. Þar næst lét hann þau finna lausn á ákveðnum efnahagsvandamálum sænsku stjórnarinnar, eftir að hafa hlýtt á stutt erindi um þessi mál, sem flutt voru af opinberum starfs- mönnum sænska ríkisins. Em- bættismennirnir voru ákaflega undrandi, þegar börnin komu með ýmsar hugmyndir eftir 10 —15 mínútur, en það hafði tek- ið þá sjálfa miklu lengri tíma að finna sömu lausnirnar. Börn- in fengu þar næst verkefni fyr- ir fyrirtækið, sem framleiðir meðal annars plastnet í girðing- ar, en um tíma var búið að leita að nýjum sölusvæðum fyrir þessa framleiðslu. Táningarnir bentu strax á, að plastnetin mætti nota sem fiskinet, og er nú verið að endurbæta þau í þeim tilgangi. Þeir sögðu líka, aðhægt væri að nota þau ábað- herbergisgólf, til þess að fólk myndi ekki hrasa á blautu gólf- inu. FORELDRUNUM LEIZT EKKI Á HUGMUNDAFLUGIÐ Foreldrum sumra táninganna leizt ekki beint vel á hugmynda- flug barnanna í upphafi, en breyttu fljótlega um skoðun. Næsta skrefið var að halda fund með börnunum og deildarstjór- um tæknideilda Perstorps AB. í fyrstu gekk það illa, þar sem börnin kunnu að nota umrædda aðferð en fulltrúarnir ekki. Auk þess gekk krökkunum ekki eins vel að leysa tæknivandamál, sem reyndust of flókin fyrir þau. Gunnar Ehrlemark, forstjóri Pernova AB, sagði að það hefði samt verið hressandi fyrir full- trúana að vera með hugmynda- ríkum unglingum á umræddum fundum. Wessman forstjóri, er mjög bjartsýnn á árangur sum- arstarfs barnanna, sem fá greidd laun samkvæmt tímavinnu. Hann er samt að velta fyrir sér lausn á einu vandamáii, sem kann að koma upp, þ. e. a. s. ef einn táninganna kemur fram með hugmynd, sem á eftir að verða mjög arðvænleg í fram- FV 8 1973 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.