Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 58

Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 58
Skagaströnd Næg atvinna á Skagaströnd Sveitarstjórinn á Skaga- strönd, Lárus Guðmundsson, var léttur í bragði þegar við röbbuðum við hann á dögrmum. Hann sagði að þar í sveit væri nú uppgangstímabil miðað við undanfarin erfiðleikaár. A Skagaströnd eru nú í byggingu 17 íbúðarhús, allt einbýlishús, og einnig er verið að byrja á að reisa 1000 fermetra hús fyr- ir Rækjuvinnsluna h.f. og von- azt er til að þar verði hægt að hefja starfsemi upp úr áramót- um. Þar verður aðaláherzla lögð á rækjuvinnslu og niðurlagn- ingu auk annarrar fiskvinnu. Framkvæmdastjóri Rækju- vinnslunnar er Guðmundur Lárusson, en hann rekur einn- ig Skipasmíðastöð Guðmund- ar Lárussonar, sem stofnuð var árið 1970. Þar vinna oftast 25 manns og smíða þeir 30 lesta eikarbáta, sem seldir hafa ver- ið víða um land. Á Skagaströnd hefur verið eitt frystihús til þessa, Hólanes h.f. oger nú ver- ið að gera á því umfangsmikl- ar endurbætur. Þá er Kaupfé- lag Austur-Húnvetninga að reisa á Skagaströnd nýtt verzl- unarhús. NÝR TOGARI VÆNTANLEGUR. Skagstrendingur h.f., sem er hlutafélag í eigu svo til alls bæjarfélagsins, er nú að bíða eftir nýjum togara, 460 lesta, sem það hefur fest kaup á frá Japan. Það fyrirtæki hefur gert út undanfarið einn 2,50 lesta bát, Örvar, sem verið hefur á togveiðum eingöngu. Frá Skaga- strönd eru gerðir út 5 bátar, 20—50 lestir að stærð, og stunda þeir rækjuveiðar á vet- urna en handfæraveiðar á sumrin. Einnig eru þaðan gerð- ar út nokkrar trillur. Að sögn Lárusar er hafnarstæði á Skaga- strönd gott og höfnin ágæt að öðru leyti en þvi, að hún er grunn, og verður of grunn fyrir hinn nýja skuttogara sem vænt- anlegur er. Hann sagði það því vera brýnt hagsmunamál sveit- arfélagsins að hún yrði dýpkuð hið bráðasta. Á Skagaströnd, eða Höfða- Lárus Guðmundsson, sveitarstjóri á Skagaströnd. kaupstað, búa nú 550 manns. Þarhefur á undanförnum árum verið mikið atvinnuleysi séi- staklega á veturna og hafa menn þaðan orðið unnvörpum að sækja vinnu til Suðurlands- hafna á vetrarvertíðum. En þetta horfir mjög til bóta meö þeim nýju atvinnutækjum og fyrirtækjum, sem nú eru starf- andi. Þar er, auk fiskvinnslu, starfrækt saumastofa sem ber nafnið Vioia. Þar vinna 12—15 stúlkur við að sauma kápur og jakka íyrir Álafoss. Barna- og unglingaskóli er á Skagaströnd og geta unglingar lokið þar landsprófi. Læknisþjónusta er frá Blönduósi og hefur lækmr þaðan viðtalstíma 2svar í viku á Skagaströnd. í vetur féllu og brotn- uðu áttatíu símastaurar milli Blönduóss og Skagastrandar í aftakaveðri. Er nú unnið að því að leggja jarðsímastreng á þessari leið sem verða mun til aukins öryggis fyrir byggðar- lagið. Einnig er verið að leggja þrjár nýjar brýr á þennan sama vegarkafla. Skagaströnd. 58 FV 8 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.