Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 14

Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 14
vextir hækkuðu yfirleitt um 2-3%, en afurðalánavextir hækkuðu þó minna og t. d. að- eins um 1%, ef útflutningsaf- urðir eiga í hlut. Jafnframt lýsti bankastjórn Seðlabankans því yfir, að í framtíðinni yrði tekin upp sveigjanlegri vaxta- stefna til þess að mæta þeim öru breytingum, sem verða á verðlagi og gengi í heiminum, og yrði þá tekið tillit til þeirr- ar nauðsynjar að tryggja spari- fé og almenningssjóðum eðli- lega ávöxtun. Auk þeirra ástæðna vaxtahækkunar, sem áður er getið, var talið nauð- synlegt að styrkja hið hækk- aða gengi krónunnar (6% gengishækkun 27. apríl) með peningalegum aðgerðum, þar á meðal hækkun vaxta. Sú ráð- stöfun ein saman var þó ekki talin nægja til þess að hamla gegn vaxandi eftirspurn og styrkja hið nýja gengi, og var því einnig ákveðið að hækka hámarksbindiskyldu innláns- stofnana við Seðlabankann úr 20% í 21% heildarinnstæðna frá og með 1. marz. Bindi- skylda vegna innstæðuaukn- ingar hélzt óbreytt 30%, og urðu innlánsstofnanir að greiða 10% viðbótarbindingu vegna innstæðuaukningar frá sama tíma. ÚTLÁNAÞENSLAN í FYRRA Á öðrum stað í riti Fram- kvæmdastofnunarinnar um þjóðarbúskapinn er vikið að ástandinu eins og það var í fyrra. Þar er m. a. sagt, að eins og á árinu 1971 hafi út- lánaaukning bankakerfisins verið helzta orsök peninga- þenslunnar, en gjaldeyriskaup umfram sölu hafi einnig haft nokkur áhrif. Útlánaþenslan 1972 stafaði eingöngu af auknum útlánum innlánsstofnana, enda þótt út- lán hafi aukizt nokkru minna hlutfallslega 1972 en árið áður. Útlánaþenslan hefði þannig orðið meiri, ef Seðlabankinn hefði ekki dregið úr sínum út- lánum. Aukning eigin fjár bankakerfisins dró einnig úr útlánaþenslunni, svo og inn- stæðuaukning sjóða í vörzlu Seðlabankans. Áhrif innstæðu- aukningar sjóða (aðallega Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins) í vörzlu Seðlabankans voru miklu minni 1972 en árið áður, þar sem innstæður þess- ara aðila jukust aðeins um 55 m. kr. árið 1972, en árið 1971 hafði aukningin numið 943 m. kr. Stefna Seðlabankans á árinu 1972 mótaðist af viðleitni til aðhalds í peningamálum. Hag- stæð greiðsluafkoma ríkissjóðs og ríkisstofnana, séð yfir árið í heild, samfara erfiðri lausa- fjárstöðu banka og versnandi greiðslujöfnuði gagnvart út- löndum, stuðlaði að auknu pen- ingalegu aðhaldi á árinu 1972. í ársbyrjun 1972 voru vextir af almennum innstæðum inn- lánsstofnana hjá Seðlabankan- um hækkaðir. Snemma á ár- inu 1972 gerði Seðlabankinn samkomulag við viðskipta- bankana um takmörkun út- lánaaukningar. Var að því stefnt, að bankarnir ykju ekki útlán sín um meira en 14-16% á árinu 1972. Frá 1. apríl voru erlend vörukaupalán tak- mörkuð á þann hátt, að heim- ild til þriggja mánaða greiðslu- frests var afnumin á nokkrum vörutegundum, þ. m. t. á bygg- ingarvörum. Var þeim tilmæl- um beint til viðskiptabank- anna, að þeir veittu ekki inn- flytjendum lán, sem kæmu í stað þeirra vörukaupalána, sem ekki voru lengur heimil. Þá gaf ríkissjóður út í fyrsta skipti ríkissjóðsvíxla í byrjun maí að upphæð 300 m. kr. með gjalddaga í árslok. Seðlabank- inn keypti þessa víxla með endursölu til innlánsstofnana að markmiði. Þessi útgáfa og sala ríkissjóðsvíxla hafði tví- þættan tilgang: Annars vegar að skana bönkum og sparisjóð- um aukna möguleika til ávöxt- unar fjár, en hins vegar að takmarka peningaútstreymi frá Seðlabankanum til að mæta fjárþörf rikissjóðs, að því marki sem ríkissjóðsvíxlar væru seldir innlánsstofnunum. ÚTLÁNAAUKNINGIN 5% FRAM ÚR ÁÆTLUN Staða ríkissjóðs og ríkis- stofnana gagnvart Seðlabank- anum batnaði um tæpar 300 m. kr. árið 1972 í heild, þó að um mikla árstíðasveiflu hafi verið að ræða að venju. Lán Seðlabankans til opinberra fyr- irtækja og sveitarfélaga dróg- ust saman um tæpar 530 m. kr. á árinu 1972. Stafaði þessi samdráttur nær eingöngu af endurgreiðslu Landsvirkjunar á skammtíma fyrirgreiðslu Seðlabankans frá fyrra ári. Lán til fjárfestingarsjóða juk- ust hins vegar um tæpar 300 m. kr., fyrst og fremst til Fisk- veiðasjóðs. Útlán innlánsstofnana jukust um 19,5% (3819 m. kr.) á ár- inu 1972, og varð aukningin hjá viðskiptabönkunum 20,3% og sparisjóðum 16,7%. Útlána- aukningin 1972 varð nokkru minni en árið áður, er aukn- ingin nam 22%. Eins og fyrr greinir, var að því stefnt, að viðskiptabankarnir ykju ekki útlán sín meira en um 14-16% á árinu 1972. Reyndin varð hins vegar sú, að útlánin fóru um 5% fram úr áætlun. Samt sem áður var útkoman betri en árið áður, þegar útlán við- skiptabankanna fóru um 10% fram úr áætlun. H3I Electrolu^ Frystikista 310 Kr. 4 • 'Y ¥ Electrolux Frystikista TCI14 310 lítra, Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaöurinn hí. r 14 FV 8 1973
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.