Frjáls verslun - 01.08.1973, Qupperneq 45
Samgöngumál:
Fyrirhuguð kaup á skipi ■ stað
Akraborgar
Senn líður að því, að Akra-
borg-in, sem lialdið heíur uppi
siglingum, milli Reykjavíkur og
Akraness í 16 ár, hætti í þeim
ferðum og nýtt skip komi í
hennar stað.
Á síðasta aðalfundi Skalla-
Gríms h.f., sem er eigandi
Akraborgar, var ákveðið að
selja skipið og kaupa annað í
staðinn. Er Akraborgin nú
komin á söluskrá, og gera for-
ráðamenn Skalla-Gríms sér
vonir um að fyrir hana fáist
um 20 milljónir króna. Fýrir
nokkru barst tilboð í hana frá
skipafélagi í Austurlöndum
nær og hljóðaði það upp á
rúmar 18 milljónir.
FERJA FYRIR 30-35 BÍLA
Framundan er klössun á
Akraborginni, sem reyndar var
frestað áður, en hún mun nú
eiga að fara fram eftir ára-
mót, og gera forstöðumenn
Skalla-Gríms sér jafnvel von-
ir um að nýtt skip fáist fyrir
þann tíma. Tilboð liggur þeg-
ar fyrir um fjögurra ára skip
frá Noregi og myndi það kosta
76 millj. króna. Nýtt skip af
því tagi, sem hæfa þætti hér,
kostar 130-140 millj. Megin-
áherzla verður lögð á, að skip,
er kæmi í stað Akraborgarinn-
ar tæki 30-35 bíla á yfirbyggt
dekk og yrði um þrjá stundar-
fjórðunga á milli Akraness og
Reykjavíkur. Akraborgin tek-
ur með góðu móti sex bíla og
er klukkustund á leiðinni milli
endastöðva sinna og oft hafa
menn verið tregir til að láta
bíla um borð, ef eitthvað hef-
ur verið af veðri, vegna hættu
á að sjávarselta settist á bíl-
ana. En til að gera rekstur
bílaferju á þessari leið mögu-
legan vantar hafnaraðstöðu
bæði á Akranesi og í Reykja-
vík, en gert er ráð fyrir að
bílum verði ekið beint um borð
og frá borði. Til þess þarf skip-
ið að geta siglt inn á sérstakt
lægi, þar sem það yrði opnað
að framan fyrir bílana. Mikill
munur á flóði og fjöru gerir
þetta nokkuð erfitt tæknilega,
en ýmsar nýjungar hafa komið
fram í þeim efnum upp á síð-
kastið, sem nota mætti hér-
lendis,
Að sögn Þórðar Hjálm-
arssonar, framkvæmdastjóra
Skalla-Gríms, er nú aðeins
beðið eftir endanlegri afstöðu
stjórnvalda til hugmyndarinn-
ar um að kaupa nýtt skip, en
fyrstu viðbrögð hafa verið já-
kvæð. Bílaflutningar milli
Akraness og Reykjavíkur hafa
farið mjög vaxandi á þessu
ári, en í fyrra voru fluttir
samtals 3060 bílar. Með
Akraborginni voru að með-
altali fluttir 5000 farþegar
á mánuði í fyrra, en í júlí á
þessu ári var þessi tala 6000
farþegar og er greinilegt að
farþegafjöldinn er mun meiri
í hverri ferð, þegar vel viðrar.
Fyrir flutning á bíl eru nú
teknar 300 krónur og fargjald-
ið fyrir hvern farþega er hið
sama.
ÞRJÁR FERÐIR Á DAG
Akraborgin flytur nú aðeins
póst og blöð auk farþega og
bíla og eru farnar þrjár ferðir
á dag. Frá Akranesi er farið
kl. 8,30, 13,15 og 17, en kl. 10,
15 og 18,30 úr Reykjavík.
Þannig er áætlun haldið alla
daga ársins að fjórum undan-
skildum á stórhátíðum. Það
telst líka til algjörra undan-
tekninga að ferð falli niður
vegna veðurs.
Taprekstur hefur verið a
Akraborginni síðustu árin, að
árinu 1971 undanskildu. 1
fyrra varð rekstrarhalli um 1,3
milljónir og hafði ríkið þá lagt
til 5,2 milljónir í reksturinn.
Forráðamenn Skalla-Gríms
telja, að fyrirhuguð gerð brú-
ar yfir Borgarfjörð muni örva
bíla- og farþegaflutninga með
skipi milli Akraness og Reykja-
víkur, enda tekur bílferð fyrir
Hvalfjörð nú hátt á aðra
klukkustund. Má segja, að
menn myndu spara sér klukku-
tíma með því að fara sjóleið-
ina, þegar í förum verður
ferja, sem siglir á rnilli á þrem-
ur stundarf jórðungum. Borg-
nesingar hafa sýnt þessu skipa-
máli aukinn áhuga eftir að
ljóst hefur orðið að brúargerð
yfir Borgarfjörð er í sjónmáli.
Akraborgin hefur flutt a'ð meðaltali 5000 farþega árlega hin síð-
ari ár.
FV 8 1973
45