Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 35
Greinar og wiAlöl
Er hagvöxtur skaðlegur?
eftir dr. Guðmund IVIagnússon, prófessor
Það er í tízku að hallmæla
hagvexti. Sumir telja ýmist að
hagvöxturinn sé o£ mikill eða
honum verði að fórna til að
geta sinnt félagslegum þörfum.
Heyra má hugsjónamcnn segja,
að stefna þeirra sé óháð efna-
hag og að hún miðist einvörð-
ungu við æðra og fegurra
mannlíf. En mikið skortir á,
að rökvísi þessara manna jafn-
ist á við andagiftina í umræð-
um um hagvöxtinn, kosti hans
cg galla.
ÁGREININGUR UM
MARKMIÐIN
Mér virðist bera meira á á-
greiningi um markmið þjóðfé-
lagsins en áður. Talað er um alls
nægtaþjóðfélagið, þar sem mað-
urinn hafi étið yfir sig af hvers
kyns varningi, en hafi beðið
tjón á sálu sinni. Tönnlazt er
á, að félagsleg markmið hafi
verið látin fyrir róða og fjár-
græðgin komið mönnum í koll.
Nóbelsverðlaunahöfundurinn í
bókmenntum á síðasta ári, Hein-
rich Böll, hefur t. d. áfellzt ,,af-
kastatakmarkið" harðlega.
Hann segir sem svo, að fram-
leiðsla sífellt meiri og nýs
neyzluvarnings valdi því, að
maðurinn leggi æ harðar að sér
til að öðlast þær. Þetta sé víta-
hringur, sem stappi sjálfsmorði
næst. Nær sé að að semja sig
að siðum rithöfunda, sem setji
gæðin og mannlífið ofar fram-
leiðsluaukningu og sérgæzku.
HAGVAXTARFÓRNIR
Heyra má enduróm af skoð-
unum Bölls hér á landi. Margt
má um þetta viðhorf segja, en
hér skal aðeins bent á nokkur
atriði. Þegar talað er um að
slaka á hagvextinum, eða jafn-
vel fórna honum alveg, virðist
sem menn geri sér ekki alltaf
grein fyrir staðreyndum.
Reynslan bæði hér á landi og í
nágrannalöndum sýnir, að kröf-
ur til samneyzlu og félagslegra
þarfa aukast með bættum lífs-
kjörum, sbr. eftirspurn eftir
menntun og heilbrigðisþjón-
ustu. Jafnframt eykst geta þjóð-
félagsins til að sinna þessum
þörfum með bættum efnahag.
Þegar dregið hefur úr vexti þjóð-
artekna, hefur yfirleitt orðið að
slaka á öðrum markmiðum, svo
sem samneyzlu og félagslegu ör-
yggi. Þetta er skiljanlegt, því
að ekki er unnt að sækja fram
að þessum markmiðum að ó-
breyttum þjóðartekjum, nema
hert sé að einhverjum í þjóðfé-
laginu. Það er átakanlegt að
heyra sífelldan klið um að slaka
á hagvextinum til að forðast
mengun, fátækt og spillingu.
Hagvöxtur ætti ekki að vera
skilgreindur, nema innihald
hans sé tekið fram, eins og vara
er ekki skilgreind með verðinu
einu saman, heldur einnig gæð-
um, stærð, lögun, útliti o. fl.
Því væri nær að tala um að auka
hagvöxtinn eða gera hann sem
mestan, þó þannig að vissum
hliðarskilyrðum sé fullnægt,
þ. e. a. s. tiltekin bönd eru sett á
innihald hans með tilliti til um-
hverfisverndar, tekjujöfnunar o.
s. frv.
SÖKUDÓLGURINN ANNAR
Reyndar held ég, að hagvöxt-
urinn sé gerður sökudólgur
mannlegra vonbrigða í stað ó^
jafnrar tekjuskiptingar og
rangrar framleiðslutilhögunar.
Þessu til stuðnings má benda á,
að samtímis því, sem talað er
um að slaka á framleiðslukröf-
unum, er þrýst á með 20% kaup-
hækkun. Ekki er heldur ólík-
legt, að eftirspurnarmynztrið
yrði nokkuð öðruvísi, ef tekjur
væri jafnari og því aðrar vörur
framleiddar, eða réttar sagt í
öðrum hlutföllum.
Sömuleiðis leyfi ég mér að
draga í efa á dögum alþjóðlegr-
ar samhjálpar, hvort það sé ,;sið-
ferðilega rétt“ að draga úr af-
köstunum, þegar þjóðir þriðja
heimsins svelta heilu og hálfu
hungri. Birtist skoðunin ekki í
skrípamynd í afstöðu sjömenn-
inganna í MA til eldgossins á
Heimaey, þegar þeir töldu gosið
hafa verið til góðs?
ÍSLENDINGASÖGUR
Ekki skal ég gera lítið úr
framleiðslugæctm. Þar hljóta
þó fyrirtækin að verða að fara
eftir neytendum að meira eða
minna leyti. Eða af hverju eyða
þau öllum þessum fúlgum i söfn-
un og miðlun upplýsinga? Hver
yrði kostnaðurinn fyrir þjóðfé-
ið, ef fyrirtækin hættu að
framleiða annað en það, sem
valdhafarnir teldu nauðsynlegt,
þegar skilin milli þurftarvöru og
munaðarvöru eru að verða ó-
ljós?
Heinrich Böll virðist gera ráð
fyrir, að allir, sem fengju meira
frí frá daglegu brauðstriti færu
heim að lesa íslendingasögurn-
ar. Lesandinn getur sjálfur
dæmt um þetta með því að líta
á afleiðingar styttingu vinnuvik-
unnar í 40 stundir hér á landi.
Svo veit ég ekki betur en tals-
verð samkeppni sé ríkjandi á
bókmenntasviðinu og að þeir,
sem þar ná langt, verði að beita
sjálfa sig sjálfsaga og vinna
markvisst. Hætt er við, að verði
slakað til á einu sviði í afköst-
um (tiltekin gæði áskilin), verði
afköstin alls staðar minni en
ella — lika á bókmenntasviðinu.
Að hinu leytinu er það hag-
fræðilegt lögmál, að því meira
sem maðurinn hefur af tiltekn-
um gæðum, þeim mun minna
leggur hann upp úr meiru af
hinu sama, sbr. að erfitt er að
vera meira en í einum fötum í
einu og að tíminn til að njóta
lífsins gæða er takmarkaður.
FV 8 1973
35