Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 98
Frá
riistjórn
Pólitiskir
embættismenn
Þrásinnis hefur það borið á góma, að sein-
virkt og' stirðbusalegt embættismannakerfi á
Islandi skuli tckið til gagngerðrar endur-
skoðunar. Þykir mörgum nóg um hægagang-
inn í ráðuneytum og opinberum stofnunum,
þegar skjótrar afgreiðslu er þörf, sem skipt
getur sköpum fyrir hinn almcnna borgara-
Er ljóst, að víða er pottur hrotinn og að
cðlilcgt væri, að gera breytingar á skipan
í mikilvæg embætti og stöður, þó að við
ramman reip sé að draga, þar sem hið opin-
bera ráðningakerfi er annars vegar.
Þeim fjölgar stöðugt, sem sjá og skilja
hversu stórgallað það fyrirkomulag er, og um
leið vex þeirri hugmynd fylgi, að æðstu og
áhrifamestu embættismenn séu ráðnir til
ákveðins tíma og ekki látnir dóla í mikil-
vægustu stöðum þar til þeir verða ellidauð-
ir. En til þess að svo megi verða, þarf vita-
skukl fjarska margt að breytast.
Aðeins eitt atriði skal hér sérstaklega
neliit, en það er mat á liæfni og störfum
embættismannanna. öll viðleitni i kjarabar-
áttu hérlendis miðast fyrst og fremst við
meðalmennskuna og eitthvað þaðan af lak-
ara. Þetta hefur greinilega einkennt umræð-
ur um launakjör opinberra starfsmanna og
gert það að verkum, að þegar opinberar
stöður losna þykja mönnum þær fýsilegar
fyrst og fremst vegna þeirrar lífstíðartrygg-
ingar, sem þær bjóða upp á, og svo líka
eftirlaunakjaranna. Það er þess vegna ekki
starfsgleðin eða ásetningur um að láta veru-
lega að sér kveða í virkri stjómsýslu, sem
rcka menn almennt áfram til þess að taka
að sér helztu ábyrgðarstöður hjá ríkisvald-
inu um þessar mundir.
Þegar á allt cr litið hlýtur það að verða
affærasælast að um leið og verulegar breyt-
ingar eiga sér stað á pólitískri forystu i
málefnum ríkisins, sé skipt um þá embættis-
menn, sem fylgja eiga eftir þeirri stefnu-
mótun, scm ráðherrar hafa í frammi hverju
sinni. Ráðuneytisstjórar eða fulltrúar þeirra
eiga ekki að stjórna ferðinni undir neinum
kringum stæðum, nema ])ví aðeins, að þeir
verði gerðir pólitískt ábyrgir fyi’ir kjósend-
urn. Og ]xað ættu þeir að vei'a.
Breyting ó stjórnarháttum hérlendis í ])á
átt myndi tvímælalaust stuðla að því, að
meðfei’ð pólitískra mála yrði lýðræðislegri
í raun en ella, þar sem vænta mætti, að þau
hlytu hx-aðari afgreiðslu og' yrðu síður þynnt
út -— til góðs eða ills — fyrir tilstilli hins
hæggenga embættismannakerfis.
Við því er hins vegar ekki að búast að
liæfir menn gcfi kost á sér í stöður hinna
pólitísku embættismanna, svo óti'yggar senx
þær yrðu, ef fylgja ættu embættisskeiði
lxvcrs ráðlierra, vei’ði núverandi kjaramála-
steliia látin í’áða. Þar verður hiklaust að
í’ýmka um ákvæðin og gex’a ráð fyrir að
embætti vei’ði hæxra metin til launa en nú
ex’, um leið og „atvinnuöi’yggið" vei-ði vilj-
andi skert.
98
FV 8 1973