Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 49
Björn Arason og Bragi Jósafatsson, eigendur verzlunarinnar
Stjörnunnar.
viðskipti við fólk í öllum byggð-
um Borgarfjarðar og vestur á
Snæfellsnes.
Nýja verzlunarhúsið var tek-
ið í notkun í desember í fyrra
og var salan fyrir jólin mjög
lífleg. Síðan hefur gengið bæri-
lega að sögn þeirra Björns og
Braga „með endurskipulagn-
ingu og þrotlausri vinnu“, eins
og þeir segja. Sú staðreynd, að
Borgarfjörður er orðinn sumar-
leyfismiðstöð fyrir fjölmenn
stéttarfélög hefur átt sinn þátt
í að tryggja verzlunarreksturinn
og gera hann jafnari allt árið.
í fyrra var veltan hjá Stjörn-
unni um 10 milljónir og hefur
aukizt verulega á þessu ári.
Verzlunin Stjarnan hefur um-
boð fyrir Ignis-heimilistæki, og
selur sömuleiðis Kelvinator og
Elektrolux-vörur. Hefur reynzt
nauðsynlegt að bjóða upp á af-
borgunarkjör varðandi þessi
tæki og hefur nú tekizt að selja
víxlana aftur í sparisjóðnum í
Borgarnesi, þó að í litlum mæli
sé.
Um samkeppnina við verzlan-
ir á höfuðborgarsvæðinu sögðu
þeir Björn og Bragi, að vissu-
lega væri nokkuð um það að
fólk i Borgarfirði keypti þær
vörutegundir, sem þeir verzla
með, fyrir sunnan. Visst ör-
yggi felst hins vegar í því
að kaupa þau í Borgarnesi,
því að verzlunin Stjarnan hefur
varahluti til reiðu og tekur
ábyrgð á þeim tækjum, sem hún
selur.
Mes - húsgögn seld
um allt land
ast þar 70—80% af framleiðsl-
unni. Annars eru Nes-húsgögn
seld um land allt í rúmlega 20
verzlanir.
Verkstæðið er vel í sveit sett
með tilliti til flutninga, því að
um næsta nágrenni Borgarness
Ofarlega í Borgarnesi stendur
stórt hús, þar -sem verksmiðjan
Nes-húsgögn hefur aðsetur. Hún
er átta ára gömul og hefur ver-
ið í núverandi húsnæði í 5 ár.
Við ræddum lítillega við Sigurð
Jóhannsson, eiganda Nes-hús-
gagna og sagði hann að aðallega
væru þar smíðuð skatthol,
saumaborð og svefnbekkir. í
verksmiðjunni starfa 8—9
manns, þar af 2—3 faglærðir
menn en erfiðlega hefur gengið
að fá iðnaðarmenn til starfa nú
undanfarið. Húsið er tvær hæð-
ir, nærri 500 fermetrar hvor
með vélasal niðri og bólstrun á
efri hæð. Sigurður sagði, að fyr-
irtæki sitt stæði allvel að vígi í
samkeppni við aðrar verksmiðj-
ur sömu tegundar í landinu,
enda segði nálægðin við Reykja-
vík þar greinilega til sín og selj-
Sigurður Jóhannsson, eigandi Nes-húsgagna.
FV 8 1973
49