Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.08.1973, Qupperneq 26
Við hófum samtalið við Jón með því að spyrja um veiga- mestu framfarir í tæknimálum símans á íslandi á síðustu ára- tugurn. — Því er auðsvarað, sagði Jón. Það eru sjálfvirku stöðv- arnar og fjölsíminn hér inn- anlands, sem mestri byltingu hafa valdið í símamálum okk- ar. Og í því sambandi má ekki gleyma „transistornum“, sem hefur gjörbreytt allri síma- tækni. Hann hefur leyst af hólmi margfalt stærri, fyrir- ferðarmeiri og orkufrekari tæki sem áður var notazt við. — Hvað er það mikill hluti símnotenda, sem er í beinum tengslum við sjálfvirka kerfið? — Það eru rúmlega 90% af öllum talsímum í landinu inni á því kerfi. í árslok í fyrra voru sjálfvirku stöðvarnar á 59 stöðium á landinu með sam- tals 59.180 númerum og hafði þá samanlögð stærð sjálfvirkra símstöðva aukizt um 3.030 númer eða 5,4% frá árslokum 1971. Allir bæir og kauptún vest- ur með landi frá Reykjavík eru inni á sjálfvirka kerfinu nema Þingeyri, sem mun tengjast því von bráðar. Á Norður- og Austurlandi er svo ráðgert að koma í gagnið sjálf- virku sambandi á Þórshöfn, Vopnafirði, Seyðjsfirði, Reyð- arfirði, Eskifirði og Fáskrúðs- firði nú á þessu ári. Auk þess verður líka víða unnið að stækkunum á stöðvunum, sem fyrir eru. — Óneitanlega hafa kvart- anir vegna of mikils álags á sjálfvírka kerfið orðið áber- andi í seinni tíð. Eru horfur á, að bót verði ráðin á þeim vandræðum nú á næstunni? — l'yrir okkur yfirmönnum Pósts og síma vakir ekkert annað en að veita beztu mögulega þjónustu.. Við ger- um áætlanir um fjárþörfina fyrir hvert ár, hvað við telj- um okkur þurfa af fjármagni til ráðstöfunar við nauðsyn- legar framkvæmdir. En svo er það fjárveitingavaldið sem grípur í taumana og niðurstöð- ur þess eru ekki alltaf í sam- ræmi við óskir okkar og þarf- ir. Árið 1972 varð rekst- urshalli hjá Pósti og síma er nam 155,5 milljónum, en var 64,2 millj. kr. árið 1971. Fjárfestingar námu í fyrra Unnið við tengingu nýrra síma. reiknast um 100 þús. krónur. 305,3 milljónum og var stærsti hluti þeirra áframhaldandi uppbvgging sjálfvirka síma- kerfisins. Á þessu ári gerðum við : áð fyrir að þurfa 402 millj. í uppbyggingu, sem verða 442 millj., þegar áhrif verðbólgu eru tekin inn í dæmið. Þar er um 40 millj. króna mismun að ræða og það er ákvörðun fjárveitinga- valdsir.s, hvort við fáum að fara umfram áætlun sem því nemur eða hvort við neyðumst til að draga úr framkvæmd- um. Árið 1974 áætlum við fjárfestingu upp á samtals 778 milljónir, þar af 90 millj. til nýrra sjálfvirkra stöðva og 190 millj. til stækkunar eldri stöðva og rúmlega 200 milij. í landssímasambönd, en það er ætlun okkar aði fjölga lands- simasamböndunum og auka þar )iieð á öryggi símakerfis- ins út um landið. Meðal helztu framkvæmda, sem framundan eru, má nefna örbyigjusamband milli Reykjavíkur og Akureyrar. Það verður tekið í notkun í vetur en hingað til hefur slíkt samband aðeins verið notað fyrir íjölsímann milli Reykja- víkur og Keflavíkur. Með þess- ari nýjung verður tryggt öruggara og betra samband við Norðurland en hingað til og verður það óháð veðrum. Stöðvarnar fyrir örbylgju- sambandið eru með veginum norður í land og er haldið sjóniínu. Frá Akureyri verður Kostnaður við hvert nýtt númer svo áfram haldið með þetta kerfi uustur á land. — Leysir þetta vandamálin, sam glímt hefur verið við vegna of mikils álags? — Sem stendur getur farið fram 41 samtal samtímis um radíófjölsímann til Akureyrar og ma búast við að þeim fjölgi um 10. Gallinn er sá, að grunuiínukerfið er of veik- burða hjá okkur. Það þyrfti að vora með tvennum hætti, annars vegar jarðsímasamband og hins vegar radíósamband. Nú ei fyrir góðiur jarðsími norður á Blönduós og hann verður lagður lengra norður, þegar efni og ástæður leyfa. Fjárlög eru ekki afgreidd fyrr eti í desember og þá fyrst vitum við, hvað mikið ráð- stöfunarfé við höfum á kom- endi á:i. Það er svo um nauð- synlegan tækjabúnað fyrir okkur, að hann verður yfirleitt að panta með 18 mánaða fyr- irvaru og þess vegna þurfum við sérstakar heimildir frá ráð- herra til að gera pantanir upp á von og óvon má segja, því að stundum verður að aftur- kalla þær, þegar ljóst verður, að fjárveitingavaldið ætlar okkur ekki nægilegt fjármagn á fjárlögum. Þá kemur til kasta ráðiherra að ákveða, hverjar framkvæmdir skuli sitja á hakanum. —- Er það rétt að bæjarsíma- kerfið í Reykjavík sé að gefa sig undan síauknu álagi? —1 Nei, í málum bæjarsím- 26 FV 8 1973
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.