Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 55
Ólafsvík: Ör fólksfjölgun í Olafsvík síÖustu ár íbúar Ólafsvíkurhrepps eru nú rúmlega 1100 talsins. Hef- ur íbúatala vaxið ört síðustu árin. Alexander Stefánsson odd- viti Ólafsvíkur nefndi þvi til sönnunar að útsvarsgjaldend- um í Ólafsvík hefði fjölgað urn 110 frá því í fyrra. Útgerð er öflug í Ólafsvik og fer hún vaxandi. Þaðan ei u gerðir út 31 stærri bátur og milli 20 og 30 trillur og enn mun bátaílotinn stækka á þessu ári, því Ólafsvíkingar eiga í smíðum 150 lesta skip á Akur- eyri sem verða mun tilbúið fyrir áramót og annar 105 lesta bátur er í smíðum á Akranesi fyrir þá. Þá er verið að kaupa 350 lesta bát til Ólafsvíkur frá Noregi. Á síðustu vetrarvertíð var afli Ólaísvíkurbáta alls urn 12.500 tonn. Þar starfa nú tvö frystihús, Hraðfrystihús Ólafs- víkur h.f. og Hólavellir h.f. Er nú unnið að stækkun og endur- bótum á því fyrrnefnda og verður því verki lokið fyrir ára- mót. Mun Hraðfrystihús Ólafs- víkur þá verða eitt fullkomn- asta frystihús landsins. Tvær saltfiskverkunarstöðvar starfa í Ólafsvík, og var önnur þeirra, Saltfiskverkunarstöð Víglund- ar Jónssonar, stærsti saltfisk- framleiðandi landsins á síðasta ári og það sem af er þessu ári. í ár er fyrirhugað að hefja smíði nýrrar saltfiskverkunar- stöðvar í Ólafsvík svo og rækjuverksmiðju. MIKIÐ BYGGT AF ÍBÚÐARHÚSNÆÐI. í Ólafsvík eru nú í byggingu um 40 íbúðarhús, auk þess stórt verzlunar- og iðnaðarhús eða um 1000 fermetra stórt á tveim- ur hæðum, sem margir aðilar standa að. Á neðri hæð húss- ins verða verzlanir og af- greiðsla vöruflutningamiðstöðv- ar en á þeirri efri verða her- bergi fyrir um 80 manns og matsalur, og er gert ráð fyrir að þessa hæð verði hægt að nota sem hótel að hluta. Þá er haf- in bygging húss yfir bílamál- un og málningarverzlun svo og húsgagnaverzlun og verkstæði. Verzlunin Hvammur er einnig að reisa í Ólafsvík nýtt verzl- unarhús. Af framkvæmdum hreppsfé- lagsins hefur hæst borið hafnar- gerð. Ný höfn hefur verið í byggingu síðan 1963 en hún er þegar allt of lítil fyrir hinn ört vaxandi flota. Nú er ráðgert að stækka hana um meira en helming á næstu fjórum árum. Nýtt læknishús hefur verið full- gert í bænum og er þar aðstaða fyrir læknamiðstöð, er sam- kvæmt nýjum lögum á að haía aðsetur í Ólafsvík. Þar er m. a. aðstaða fyrir tannlækni. Hafinn er undirbúningur að byggingu nýs gagnfræðaskóla í Ólafsvík. Nýtt íþróttahús og sundlaug voru tekin í notkun fyrir tveimur árum í Ólafsvík og hafa íþróttir og líkamsrækt tekið fjörkipp síðan. í bænum er nýleg vatnsveita og er þar nægilegt vatn og lagðar hafa verið aðalæðar holræsa- og vatnslagna í um 80% af öll- um götum. Nú er unnið að fyrstu gatnagerð í bænum úr varanlegu efni. Er það 500 metra kafli af aðalgötu sem ráð- gert er að ljúka fyrir haustið. í athugun er samvinna allra þorpa á Snæfellsnesi um að leggja olíumöl á götur næstu 3 —4 árin en ákvörðun þar um verður tekin í árslok. BORAÐ EFTIR HEITU VATNI. Samkvæmt bráðabirgðarann- sókn Orkustofnunar eru jarð- hitalíkur í Ólafsvík og na- grenni svo miklar, að ákveðið er að gera tilraunaborun eftir heitu vatni á þessu sumri. Hafa hreppsnefndir í Ólafsvík og Neshreppi utan Ennis, gert samkomulag um að standa sameiginlega að þeirri fram- kvæmd. Gera menn sér vonir um að mikill vöxtur verði í byggða- þróun á þessum slóðum finn- ist þarna nýtanlegur jarð- hiti. Ólafsvík. FV 8 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.