Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 59

Frjáls verslun - 01.08.1973, Side 59
Sauðarkrókur: Vítt starfssvið Kaupfélags Skagfirðinga Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki. Heildarvelta Kaupfélags Skagfirðinga var á síðasta ári 709,5 milljónir króna, og er þá meðtalin velta í öllum þeim fjölmörgu deildum og fyrir- tækjum sem kaupfélagið rek- ur eða á itök í. Það voru alls 730 manns sem þar þágu laun á árinu en fastir starfsmenn þess voru árið 1972 145 talsins. Heild- arlaunagreiðslur námu um 100 milljónum króna að meðtöidum launasköttum. Þessar og eftir- farandi upplýsingar komu fram í viðtali FV við Helga Rafn Traustason kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga. Kaupfélag Skagfirðinga rek- ur verzlun í Varmahlíð, sem nú er verið að stækka og einnig á Hofsósi auk 2ja kjörbúða á Sauðárkróki. Þar rekur það einn ig mjólkursamlag, sláturhús og kjötvinnslu, vefnaðarvöruverzl- un, byggingavöruverzlun, vara- hlutaverzlun, bifreiðaverkslæði, vélaverkstæði, smurstöð, tré- smíðaverkstæði og fóðurblönd- unarstöð og hefur á hendi skipa- afgreiðslu fyrir öll kaupskip sem til Sauðárkróks og Hofsós koma. Þá er kaupfélagið hlut- hafi í Útgerðarfélagi Skagfirð- inga á Sauðárkróki svo og í Steypustöð Skagafjarðar sem stofnuð var á síðasta ári og er að sögn Helga Rafns nú all vel búin tækjum. . FL AGGSAUM ASTOF A Á HOFSÓSI. Á síðasta ári stofnaði Kaup- félag Skagfirðinga ásamt Heklu á Akureyri, flaggsaumastofu á Hofsósi, sem nú mun vera eina flaggsaumastofan á land- inu. Vélakostur saumastofunnar er frá Heklu. Sagði kaupfélags- stjóri að þar væri töluvert að gera og fyrirsjáanlegt að svo yrði áfram, a. m. k. fram að næstu þjóðhátíð. Hann sagði það þó hafa nokkuð hamlað starf- seminni að illa hefur gengið að afla bómullarþráðar í fánana, en hann er að öllu leyti unninn, of- inn og litaður hjá Gefjun á Ak- ureyri, sem einnig sér um inn- flutninginn. Á saumastofunni vinna yfirleitt um 10—12 stúlk- ur. Af þeim 709,5 milljónum, sem var velta fyrirtækisins á síðasta ári komu 56V2 milljón frá Fiskiðju Sauðárkróks sem rekin er af kaupfélaginu. Þar er starfrækt fiskverkun og frystihús. 344 milljónir voru velta í sölu á vörum og þjónustu og 309 milljónir sala á innlend- um afurðum. Félagsmenn í kaupfélaginu eru nú 1356, en þeir ásamt fjölskyldum þeirra eru alls 3119 manns en ibúatala sýslunnar var 1. des. síðastlið- inn 4040 manns. MJÓLKURAFURÐIR SELDAR ÚR LANDI. Kaupfélag Skagfirðinga tók á síðasta ári við 8 milljónum og 200 þúsund kílóum af mjólk og að sögn kaupfélagsstjór- ans var aðeins um 10% þess mjólkurmagns notað sem neyzlumjólk. Úr hinum 90% eru unnar mjólkurafurðir, sem á síð- asta ári urðu 147 tonn af smjöri, 457 tonn af osti og 42 tonn af kaseini, sem notað er til efna- gerðar og er aðallega selt úr landi. Kaupfélag Skagfirðinga seldi á síðasta ári 370 tonn af mjólkurafurðum til annarra landa, aðallega osta og kasein. Þau lönd, sem keyptu eru: Bandaríkin, Færeyjar, Svíþjóð, Danmörk, England og Tékkósló- vakía. Kaupfélagið greiddi bændum 263.1 milljón á síð- asta ári fyrir landbúnaðarafurð- ir. NÝTTSLÁTURHÚS OG FRYSTIHÚS. í haust verður tekið í notkun nýtt sláturhús á Sauðárkróki, sem verið er að ljúka við bygg- ingu á. Þetta er 27500 rúmmetra hús á tveimur hæðum og byggt samkvæmt ströngustu kröfum sem þekkjast í dag og verður í því unnið af færiböndum. Slát- urhúsið stendur á sömu lóð og eldra sláturhúsið var, sem nú hefur verið brotið niður. Af- kastageta þessa nýja húss er 3000 kindur á dag og í við- byggingu verður stórgripum lógað. í sambandi við slát- urhúsið verður einnig tekin í notkun ný rétt við húsið, þar sem hægt verður að rétta 3000 fjár í einu og frystihúsið hefur verið stækkað til að mæta þessari auknu afkastagetu. FV 8 1973 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.